Vikan - 21.01.1960, Síða 7
Hraun. Mcr sýnist hana vanta ann-
a'ð lambið. En flýtiS ykkur, því að
myrkrið er að detta á.
Komdu, Táta, sagði ég. Dýrið
borfði tortryggið á Gauja og var
á báðum áttum, en skreiddist svo á
fætur og kom niðurliitt í lnimátt-
ina á eftir okkur.
Tíkin heldur sig alltaf við lilið-
ina á þér, sagði Gaui.
Hún er hrædd við þig, sagði ég.
Ég hef séð miklu stærri og fal-
legri hunda en þessa gömlu sinala-
tík.
í bíó? spurði ég.
Já, — miklu stærri og fallegri.
Það var tekið og skyggja, þegar
við komun fram í hlíðina. Kindin
styggðist, þegar hún varð manna-
ferða vör, og jarmaði. Pabl)i hafði
rétt fyrir sér. Þetta var Geirhyrna,
en tvö lömb stukku upp, þegar hún
jarmaði, og öll lögðu þau á flótta
og liurfu i húmið.
Rökkrið, — það lagðist yfir
hraunið og lilíðina, bláleitt og
undurmjúkt, fyllti hraungjóturnar,
—- hláleit móða, mjúk og hlý. Ekk-
ert rauf kyrrðina. Jafnvel Gaui
þagði nú og svipaðist um, eins og
hann væri að hlusta. Hraun allt i
kring, fingerður mosi, hrjúft grjót
og ilmur lyngsins, blandinn bark-
andi þef moldarinnar, fyllti vit
okkar. Við vorum í rökkrinu og
rökkrið í okkur, sefandi mjúkt og
hlýtt, og léttur andblær bærði dögg-
vott grasið.
Gaui þagði enn og hlustaði. Þei,
þei. Það var leikið á hljóðfæri í
húm'nu. Gaui rauf þögnina: Það
er ' erið að leika á hljóðfæri.
Það er liún Hanna, •— liún Hanna
á Hrauni. Hún fékk silófón í af-
mæhsgjöf í vor.
iivað er hún gömul?\
Tveimur árum eldri en ég, —
jafngömul þér.
Gaui þagði dryklUanga stund.
Svo spurði hann:
Er hún lagleg? Ég ókyrrðist
skyndilega, — ég vissi ekki hvers
\egna. lig sá fyrir mér brún augu,
ljóst hár — og gleym-mér-ei, sem
hún festi í peysuna mina úti í móa
um daginn. Ég átti blómið enn.
Þú sérð hana á eftir. Hún kem-
ur í afmælið mitt.
Gaui horfði rannsakandi á mig.
Ég sneri mér undan og gekk hratt
heim á leið. Gaui kom þögull á
eftir mér.
Var það Geirhyrna? spurði
pabbi. Hann sat i vindauganu á
hlöðunni með tóbaksbaukinn milli
handanna, horfði annars liugar út
i rökkrið, og grár lokkur liafði
hrunið niður á hrukkótt »nnið.
Já, — og hún var með bæði
lömbin.
Fagurt kvöld, sagði pabbi lágt,
eins og hann hefði ekki heyrt
svarið. Hann hafði verið að hirða.
Við hjálpuðum honum að raka sam-
an slæðurnar við vindaugað, létum
þær inn í hlöðu, hengdum reipin
upp í sperru og settum hærurnar,
mjúkar viðkomu og veðraðar, i
hlöðuliornið.
Gaui að tala og tala, Gaui að
segja sögur. Mamma var byrjuð
að bera fram af borðinu leifarn*
ar *f súkkulaðinu og kökuntusa.
Gaui þagnaði snögglega og svip-
aðist um. Ég ætlaði að gripa tæki-
færið og stinga upp á þvi við
Hönnu, að við kæmum út að leika
okkur.
Langar þig . . .
Ég þagnaði. Hún var farin. Hún
hlaut að vera úti á lilaðinu. Ég
stóð upp og gekk fram bæjargöng-
in. Ég heyrði þrusk og nam staðar.
Það var Hanna.
Ég hélt þú værir . . .
Ég heyrði þig koma, greip hún
frain í fyrir mér andstutt i myrkr-
inu. Hún kom fast upp að mér og
kleip mig i handlegginn. Ég titraði,
Mig sundlaði við snertinguna.
Hún kom nær mér. Léttur koss,
mjúkar, heitar varir, —— og grann-
ir handleggir lukust um hálsinn á
mér, — varir Hönnu, mjúkar,
rakar . . .
Til hamingju, sagði hún fljót-
mælt.
Ég var orðlaus. Fótatak heyrð-
ist i göngunum. Gaui.
Ég opnaði dyrnar i snatri, og
við flýttum okkur út á hlaðið. Gaui
kom á hæla okkur og virti okkur
fyrir sér með torkennilegu augna-
ráði. Hanna gerði hnykk á höfuð-
ið og hló: Ætluðum við ekki i
Framhidd á bls. 32.
VIKAN
7