Vikan - 21.01.1960, Síða 17
Chinchilla:
Frá upphafi vega hafa konur
klæðzt skinnum, jafnvel steinaldar-
konurnar klæddust loðfeldum. Það
var ódýrara í þá gömlu góðu daga
að gefa eiginkonunni pels, því að þá
þurfti maðurinn ekki annað en taka
sér vopn i hönd og skunda út í
skóg, kom síðan aftur með bjarnar-
feld eða úlfaskinn Loðfeldirnir
voru upphaflega skjólflíkur, en það
hefur breytzt á þessari löngu leið,
því að nú eru þeir fremur notaðir
til skrauts en skjóls. Einnig eru
þeir oft og tiðum beinlinis auglýs-
ing um ríkidæmi dömunnar, sem
feldinum klæðist. Því ríkari sem
hún er, þeim mun dýrara skinn er
í pelsinum. Það er um feld'na sem
öll önnur föt, að það er háð duttl-
ungum tízkunnar, hvaða skinn eru
dýrust og finust. Fyrir aldarfjórð-
ungi var silfurrefurinn alfínasta
skinnið, og dömurnar báru hann
meira að segja um hálsinn með
haus og hala. Þar á eftir kom plat-
inurefurinn, svo minkapelsinn, sem
undanfarin ár hefur verið draumur
allra kvenna. Hjólið heldur áfram
að snúast, minkadraumurinn er
tekinn að dofna, og nú er tak-
markið —- chincliilla. Hann er nú
dýrastur allra loðfelda Það eru að-
eins örfáar þjóðhöfðingjafrúr og
kvikmyndastjörnur, sem eiga slíkar
lúxusflíkur. Soraya, Begum, ekkja
Aga Khans, og Sophia Loren kváðu
veru einar hinna fáu kvenna, sem
eru svo hamnigjusamar að geta
k'æðzt chinchilla. Chinchilla-dýrið
lifir í S.-Ameríku, löndunum Chíle
og Perú. Þetta er mjög litið dýr, um
30 sm á lengd, svipar til kanínu.
Skinnið er silfurgrátt að lit og eitt
hið allra mýksta, sem t:l er á nokkru
dýri. Sérfræðingar segja, að hvert
hár sé eiginlega samsett úr 70 ör-
smáum hárum. Hvert skinn kostar
um það bli 12 þús. isl kr., og i einn
pels duga ekki færri en hundrað
skinn. Kápan kostar þá á aðra
milljón króna. ★
LITLAIt MÖNDLUKÖKUR.
pels
f/rir
milljón
Soraya fyrrum keisarafrú af Persíu er
ein hinna hamingjusömu kvenna sem
eiga chinchilla-pels.
FYRIR KVENFÓLKIÐ
Nokkur húsráð
Ef maðurinn yðar hefur fengið
blekblett á skyrtuna sína, þá megið
þér alls ekki reyna að fjarlægja
hann mcð vatni, því að það gerir
hann stærri. No'ið heldur spritt,
það hefur reynzt vel.
Plastpokar eru til margra hluta
nytsainlegir, t. d. til þess að gsyma
í þeim steinkað n þvolt, því að í
þcim helzt þvotiurinn mátulega rak-
ur. En varizt .Tð geyma í þeim nema
til næsta dags.
Ef þið eruð orðin leið á þessum
sa.ma lit á sinnepinu, þá er tilvalið
að hræra það út msð „tómatket-
chup“. Þá kemur á það nýr litur og •
nýtt bragð.
250 gr. smjörl., 25 gr. möndlur, 4
eggjahvítur, 250 gr. sykur, 250 gr.
hveiti, J4 sítróna.
Smjörlíki og sykur hrærist þar til það
er ljóst og létt. Blandið síðan í söx-
uðum möndlum, sítrónuberki, safan-
um úr sítrónunni, sykrinum, hveitinu
og að lokum eggjahvítunum, stífþeytt-
um. Bakist í velsmurðu formi, f ca.
15 mín.
Ef þér notið plasthettur á sultu-
krukkur, þá skuluð þér athuga,
nokkrum dögum eftir að þér hafið
sett hetturnar á, hvort ekki hefur
set t móða innan á plastið. Móðan
stafar af því, að plastið lokar svo
algerlega, að sultan getur ekki
andað.
Þegar framreiða skal grænmetisrétti,
cr ágætt að leggja eina sneið af fransk-
brauði á fatið fyrst, því að hún sýgur
í sig vætuna úr grænmetinu. Sama er
að segja um fisk, það er tilvalið að láta
brauðsneiðina um fisksoðið.
Tepottur frá Arabía, Finnlandi. Arabía-leirvörurnar
eru góðkunnar hér, enda margt af þeim fallegt og í nýj-
um stíl. Þessir tepottar eru úr svörtum leir, með tréhaldi,
sem vafið er með basti. Lokið er fremur sérkennilegt og
enginn hnúður eða hald á því. Pottarnir eru til í tveimur
stærðum, o" kostar hin stærri kr. 119,50, en minni gerð-
in kr. 79,50.
Dverg-hrærivél. Þetta hrærivélarígildi á myndinni er
sannkallað hókus-pókus-verkfæri, því að það framkvæm-
ir flest af því, sem venjuleg hrærivél gerir. En það þarf
að halda því með hendinni niðri í ílátinu, sem hrært
er í. En það er ekki svo þreytandi, þegar þess er gætt,
hvað það hrærir fljótt. Fjórir mismunandi spaðar og
hnífar fylgja, og þeir hræra kökudeig, þeyta egg, þeyta
mjólkurdrykki, merja kartöflur, mala kaffi og möndlur
og ótalmargí annað. Hræriáhaldið er þýzkt og heitir
BAMIX. Verð: kr. 687,00.
Bakki úr tekk-viði. Þessi fallegi bakki er íslenzk smíði
og er alveg sambærilegur við tekk-muni, sem fluttir eru
inn frá Norðurlönduin. Það má nota hann til ýmissa
hluta, svo sem undir brauð, sem glasabakka, og svo má
líka bera inn kaffi á honum. Lengdin er um 65 sm.
Verð: kr. 615,00.