Vikan


Vikan - 04.02.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 04.02.1960, Blaðsíða 18
^ei * I-Irútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Það sem gerist í þessari viku mun reyna talsvert á þolinmæði þína og þraut- seigju. E'f þú gefst upp umsvifalaust og án baráttu, mun það koma þér í koll síðar. Skyndileg breyting á háttum vinar þíns, mun einnig valda talsverðri breytingu á háttum þínum. Heillatala 3. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Ekki verður vist skapið sem bezt i vikunni, og virðist ætla að ganga á ýmsu. Þó virðist létta til um helgina. Það mun koma fyrir dálítið einkennileg atvik í sambandi við gamla skuld. Þú hefur látið eitt sérstakt verkefni sitja á hakanum undanfarnar vikur. Reyndu að bæ.ta úr því. Tvíburamerlcið (22. maí—21. júní): Þér virðist ætla að vegna vel á flestum sviðum í vikunni, þótt allt bendi samt til þess að á einu sviði gangi alit á afturfótunum. Láttu það samt ekki á þig fá, og reyndu að sjá aðeins ijósu hiiðar til- verunnar. Talan 6 getur orðið þér örlagarík eftir helgina. Krabbamerkið (22. júni—23. júlí): Það mun margt glepja þig í vikunni, svo að vikan verður síður en svo eins og undanfarnar vikur — ef til vill verður hún mjög skemmtileg. Upp úr helg- inni kemur þú að rnáli við mann eða konu, og Þið munuð ráðgast um mál, sem snertir þig persónu- lega. Heillalitur bleikt. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Aðiög- unarhæfni þín mun koma í góðar þarf- ir i vikunni, líklega annaðhvort á fimmtudag eða föstudag. Á vinnustað kemur fyrir skemmtilegt atvik, sem snertir þig óbeinlínis, en þú skalt ekki taka það allt of alvarlega. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú skalt varast að skipta þér af málefnum annarra í þessari viku. Stjörnurnar gefa ótvírætt í ljós, að mikil afbrýði- semi er á ferðinni, annaðhvort ert þú afbrýðisarnur eða einhver í þinn garð. Bezt væri að þú værir sem mest heima við i vikunni. rjuLWL~ Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): SpTjjBÍjl Áform, sem þú hefur haft lengi á prjón- gngg|| unum, heppnast einkar skemmtilega í í þessari viku, þótt endalokin verði alls ekki eins og þú hafðir i fyrstu gert ráð fyrir. Vinur þinn kemur þér þægiiega á óvart um helgina. HDrekarnerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika verður ákaflega rómantisk. Elsk- endur munu bindast fastari böndum — sérstaklega virðist þó vikan vera hent- ug til þess að taka stórar ákvarðanir í hjartans málum. Á mánudag kemur dálítið f.vrir. HBogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þú virðist vera orðinn of hirðulaus, og einmitt í þessari viku, mun það koma þér í koll, ef þú gjörbreytir ekki hátt- um þínum á stundinni. í samkvæmi munt þú kynnast afar skemmtilegum manni, sem mun verða þér hollur vinur í framtíðinni. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þeg- ar menn leita ráða hjá þér, skalt þú fyrst ihuga málið, áður en þú kveður upp nokkurn úrskurð í málinu, því að ellegar getur það komið þér í koll sið- ar. Þú munt hjálpa kunningja þínum að ráða fram úr máli, sem er honum ákaflega hjartfólg- ið. I-Ieillatala 5. Vatnsberamerkiö (21. jan. -19. feb.): Þótt ekki gerist mikið í vikunni, mun 'SYSSÍ hún verða óvenju ánægjurík. Sam- komulag ríkir bæði heima og á vinnu- stað. Þér gefst mikill tími til þess að sinna áhugamálum þínum, og notaðu þann tima vel. • FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú verður á báðum áttum alla vikuna, út af því hvort þú átt að ráðast í fyrir- tæki, sem í fljótu bragði virðíst ákaf- lega varasamt. Sannleikurinn er samt sá, að þetta er ekki eins áhættusamt og virðist. Það er ekki andskotalaust líf að vera kóngur eða prins. Þá er maður skikkað- ur til þess að vera formaður Itauða-kross- ins og annarra líknarfélaga og verður sí- fellí að gefa blóð til þess að gefa gott fordæmi. Þetta verður veslingurinn hann Albert Belgíuprins að hafa og á mynd- inni er verið að taka honum blóð, rétt einu sinni. En mikið mega þeir vera hamingjusamir, sem fá blátt, konunglegt bióð í sinn arma skrokk. V rcssannn prcssar Margir þekkja Hauk Guðmundsson press- ara, enda er hann víða á ferð með pressu- járnið og brettið. Og stundum sést hann á ferð með fatapoka eða nýhreinsuð föt und- ir höndum. Það er mál manna, að Haukur sé duglegur að vinna og kunni vel sín verk. Hann fer til starfa sinna, hvernig sem viðrar, og hefur stundum lent í stórliríð- um og ófærð með tæki sín og dót. Hefur hann joá brotizt áfram í ófærðinni, þegar rútubílar hafa staðið fastir í sköflum. Haukur á marga vini og þekkir flesta, en kannast við aðra. Gegnir þekking hans á öllu mögulegu fólki oft furðu, og taka honum þar fá.ir fram. Haukur lætur sér fátt koma á óvart, en brosir sínu tvíræða brosi við heimskulegum, sjálfbirgingsleg- um heimi. Kannski er hann mestur heim- spekingur okkar. Á myndinni, sem Pétur Thomsen tók fyrir nokkrum árum, sést Haukur við straubrettið, brosandi og ánægður i starfi. Leynir sér ekki í svip hans einlæg vinnu- gleði, enda er Jjað æðsta von hans að geta orðið sjálfstæður og sjálfbjarga þjóö- félagsþegn og séð sér farborða með starfi sínu. Einhverju sinni var Helgastaða-Gvendur á rjúpnaskytteríi og hitti mann, sem líka var á rjúpnaveiðum, en hafði orðið fyrir því óhappi að festa krassann á byssunni og leit- aði ráða hjá Gvendi. Gvendur vat sér við og svaraði: — 'BIessaður, þetta kom einu sinni fyrir mig, og ég setti, meiningin, skot í byssuna og miðaði á fallegan hóp og ,ég þræddi meiningin, ellefu stykki upp á hann, krassa- skrattann, skilurðu. Ausíantialdsfiegurð Þeim hinum ráðandi austaníjaldsmönnum finnst að vísu öll aðdáun á kvikmyndastjörn- um og fegurðardrottningum ákaflega kapítalis- tískt og hvimleitt fyrirbrigði. Sjálfur Krússéff hefur gengið fram fyrir skjöldu og var- að fólk við persónu- dýrkun. Samt sem áð- ur síast það í gegnum járntjaldið, að í hinn vondu Ameríku og öðrum auð- valdsríkjum séu fagrar leikkonur hátt skrifaðar og eftirsóttar og þessi aðdáun er farin að smita út frá sér þar eystra. Þær eru pólskar þessar stjörnur, sem meðfylgjandi myndir eru af og báðar ljómandi fagrar. Þær eru frægastar af kvikmyndaleikkonum Pólverja og sanna að austantjaldsfegurðin er ekki síðri, ef haldið er á lofti. Og varla ætti það að skaða þá Gomulka og Krússéff til muna, þótt unglingarnir hengi myndir af þeim Evu og Irmu í herbergin sín. Irina. Eva. ‘Ráðherrann iór í leikhúsið Jens Otto Kragh hefur haft skjótan frama í dönsk- um stjórnmálum og komst í ráðherrastólinn ungur að aldri. Það vakti að vonum mikla athygli, þegar hann staðfesti ráð sitt og lét sér ekki nægja minna en vin- sælustu leikkonu Dana, Helle Virkner. Hún var áð- ur gift dönskum leikara, en var á lausum kili, þegar ráðherrann kynntist henni á ferðalagi til ftalíu. Það varð mikil og skyndileg ást og nú hafa þau stofnað heimili og má víst segja að þax sé varla krókui’ né kimi, sem ekki hefur birzt mynd af í dönskum blöðum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.