Vikan


Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 13
Þetta er þátturinn Þú og barnið þitt eftir Dr. Matthías Jónasson Baráttan um barnið 12 Flestir foreldrar eiga hugljúf- ar minningar frá fyrstu æviárum barna sinna. Þá eru tilfinninga- tengsl barnsins við foreldra heil og sterk, framandi áhrif grípa sjaldan truflandi inn í þróunina, en barnið hlitir að öllu leyti um- sjá móður og föður. Þau finna, hve næmt barnið er fyrir áhrif- um þeirra og hve auðvelt þeim veitist að móta það eftir vilja sinum. Smávægilegir árekstrar við vaknandi vilja þess sýna for- eldrum aðeins, að þróunin er á réttri leið. Á þessu skeiði virðist uppeldið vera auðvelt, og foreldrar sjá fram á glæsta framtíð barnsins. Ýmsir sálfræðingar telja smá- barnaskeiðið svo mikilvægan kafla í heildarþróun barnsins, að það ráði miklu um persónuþroska hins fullvaxna manns. Ef mynd- un tilfinningatengsla takist vel, svo að innra jafnvægi og öryggis- kennd þróist með barninu, og það temur sér hollar lífsvenjur, þá sé þróun þess tryggð í aðal- atriðum upp frá þvi. Hér verða mikilvæg sannindi ýkjur og fjarstæða. Hvert þró- unarskeið felur i sér hættur, býður tækifæri til hins betra og verra. Vel heppnað uppeldi barns fram að G ára aldri veitir enga fullgilda tryggingu fyrir heilla- vænlegri þróun 16 ára unglings. Hvert þróunarskeið krefst sér- stakrar umönnunar og sérstakra uppeldisaðferða. Á raunsæis- skeiðinu hentar barni ekki leng- ur liið sama og meðan það lifði í töfraheimi ævintýrsins, á um- brotaskeiðinu þarfnast ungling- urinn annars konar umhyggju en hið sjálfgleymna barn raunsæis- skeiðsins. Ein algengasta uppeld- isvilla foreldra felst í því, að þau brestur skilning á hinni mismun- andi uþþeldisþörf ólíkra aldurs- skeiða og gefast upp og sleppa hálfnauðug hendi af uppgldi barnsins, þégar þær aðferðxr, sem hæfðu því ungu, duga 'ekki lengur. Innan fjölskyldunnar sjálfrar geta leynzt ýmis upplausnaröfl, Ég drep varfærnislega á dyrnar lijá forstjóra nærfatagerðarinnar AIK á efstu hæð í verzlunarhúsi Marteins við Laugaveg. Forstjórinn opnar, og um leið sé ég unga og fallega stúlku á und- irkjól einum klæða. Mér verður svona fremur hverft við eitt augnablik, en forstjórinn segir, að óþarft sé að roðna og hans hegðun sé með fullu skikkelsi, enda konan rétt hinum megin við vegg- inn. Þetta var bara hún Svanhildur Jakobsdóttir, sem syngur i Þjóðleikhús- kjallaranum og Ólafur liafði fengið til þess að máta nýja gerð af undirkjólum. Þarna í höfuðstöðvum nærfatagerðar- innar er ákaflega yndislegt umliverfi. Maður veður livítt gólfteppið upp í ökla, sums staðar eru veggirnir klæddir með furu, sums staðar eru sýningarskápar með dýrindis útstillingum. Sveinn Kjarval hefur teiknað innréttinguna, er mér sagt. Ég þarf að bíða, meðan Ólafur for- stjóri athugar nýju undirkjólana utan á Svanhildi, og svo þarf hann að hafa samband við nokkra kaupfélagsstjóra, sem voru að koma í bæinn. —Hvernig selur maður nærfatnað nú á dögum? — Ja, hvað skal segja, ég er nú ekki alveg viðbúinn að svara svona spurn- ingu . . . Þetta byggist auðvitað á því, að húsakynnin séu jafnákjósanleg og sjálf varan. Þegar búið er að samræma fallega vöru, falleg húsakynni, þar sem varan er seld, og fallegar umbúðir, — já, þá selst varan. — Samkeppnin liörð? — Auðvitað er hún það. — Svo kepp- um við beint við útlenda vöru, sem höfð er við hliðina á okkar i búðunum. Hann sezt við útskorið eikarskrif- borð, sem gæti verið frá einhverjum Loðvíkum í Frans, og það er sama sem ekkert á því til þess að spilla ekki heildaráhrifunum. — Sumir segja, að byggja megi upp fyrirtæki með auglýsingum, að minnsta kosti þar, sem markaðurinn er nógu stór. Hefur þú trú að auglýsingum? — Maður hefur mikla trú á þeim . . . Framhald á bls. 29. anno 191 Auglýsingar eru nauðsyn. Og hvað minum bisnis viðvikur, þá eru þetta klæði, sem auka á fegurð, og þá er mjög gott að koma við auglýsingum. Auglýsa með myndum, þær sýna það miklu bet- ur en orð. Það væri ekki nóg að segja: Carabella er bezt . . . — Þú meinar þotuna . . . — Hún heitir nú Caravelle, væni minn. Cara- bella er vörumerki hjá mér, eins og þú sérð á pökkunum. Það er annars ítalska og þýðir „kæra fagra“. — Jæja. Svo fær forstjórinn samband við kaupfélags- stjóra, sem var að melda sig inn á Hótel Skjald- breið, og ég geng út í kvistinn á meðan og horfi á umferðina niðri á Laugaveginum. Þær verða bærilega nærfataðar úti á landsbyggðinni, ef hann selur kaupfélagsstjórunum svona grimmt. sölumönnum allan liðlangan daginn, en maður gerir það bara fyrir sig sjálfan. — Þetta er nóg um sölumenn. Segðu mér heldur eitthvað um tízkuna í soddan fatnaði, — eða er kannski engin tízka í þessu? —> IÞað er tízka i undirfatnaði eins og öllum öðrum fatnaði. Þú manst eftir „Baby doll“. Nú eru þau að hverfa. Nú er fremur í tizku að hafa blússu niður að mitti, svipað Baby doll, og kvart- siðar buxur með. — Hvað um litina? — Það eru llka tizkulitir i undirfatnaði. Helm- ingur af öllum undirfötum er hvítur, en svo kemur bleikt, blátt og svart. Þessir litir eru alltaf til, en svo skjóta ýmsir tízkulitir upp koll- inum á ýmsum árstímum, rautt á haustin, drapp- litað og gult fyrir sumarmánuðina. —■ En tízkan i þessum fatnaði er nú samt — Ég held varla. Þetta er allt breytingum Hvað skyldi S’ambandið segja? Ætti ég að spyrja hann að því, hvort hann sé framsóknarmaður. Nei, það er bezt að halda pólitíkinni utan við nærfatnaðinn. Ég spyr hann um verðið, þegar hann er búinn að afgreiða kaupfélagsstjórann. Hvort það skipti miklu máli með einn undirkjól, hvort hann kosti fimmtiu krónum meira eða minna. — Þessu er haldið í ákveönum verðflokkum. Islenzkir undirkjólar hafa yfirleittt kostað 220 —230, — nú hækkar það, vel að merkja. Við höfum framleitt eina dýrari tegund, og hún hef- ur engu siður gengið út. — Mátt þú selja hverjum, sem hingað kemur? — Nei, aðeins til smásala. — Hvernig fara nú kaupmenn og kaupfélags- stjórar að þvi að velja nærklæðnað á kven- þjóðina? — Þeir hafa yfirleitt kvenfólk með i ráðum. — Það er gott að hafa það með i ráðum yfir- leitt. Hefurðu ekki einkaritara? — Ég hef ekki einu sinni sölumann. — Sölumenn eru nú leiðinlegir. — Þeim finnst það sumum i kaupsýslustétt- inni. Ég skil ekkert í þvi, að menn skuli ekki sjá það, að í tösku hvers einasta sölumanns kann að leynast meðal til þess að bæta afkom- una. Ég veit, að það er þreytandi að taka á móti stöðugri en í utanyfirfatnaði. undirorpið. Til dæmis eru blúndur að minnka þessa dagana. — iHvað kemur i staðinn fyrir blessaðar blúndurnar? — Nælon-milliverk, ofið á mismunandi hátt. — En síddin? — Hún breytist eftir tizkunni, — alltaf að styttast upp á siðkastið. — Það hlakkar i þér yfir því. — Eðlilega, það sparar efni. — Þegar ég sé ýmiss konar krúsindúll í þess- um náttkjólum og undirfatnaði hjá þér og öðr- um, þá dettur mér i hug, að hér hafi tæplega átt sér stað jafnmikil einföldun formsins og á . ýmsum öðrum sviðum, t. d. i listum yfirleitt, byggingum, borðbúnaði, og utanyfirfatnaði. — Ég sagði þér áðan, að blúndurnar væru á undanhaldi. Þannig er það um margt af þvi, sem þú nefnir krúsindúll. Það var mikið af því fyrir nokkrum árum, en nú er það alveg að hverfa. Þú sérð þessa kjóla: Þeir eru næstum þvi eins einfaldir og hugsazt getur. Yngri kynslóðin vill það heldur. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að eldri konur kunna þvi betur að hafa blúndu- verk eða þvi um líkt, og þess vegna er það framleitt. Við erum liér til þess að þjóna við- skiptavinunum. if 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.