Vikan


Vikan - 12.05.1960, Síða 22

Vikan - 12.05.1960, Síða 22
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): Þessi vika virð- ist æt,la að verðl konum einkar heilladrjúg,- en marg- ir karlmenn lenda að öllum líkindum i slæmri klípu, sem einungis veika kynið getur koríSð þeim úr. Mönnum er hætt. við nokkurri óþolinmæði i vikunni, en það er einungis vegna þess, að gerðar eru allt of háar kröf- ur til umhverfisins. Smjaðraðu ekki svona við þennan nýja kunningja þinn, það getur orðið til Þess að hann fjarlægist þig. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Um eða eftir helgina berast þér fréttir, sem gera það að verkum, að næstu dagar verða dagar mikils annríkis, og hvort sem þér Þykir það ijúft eða leitt, verða áhuga- mál Þín að sitja á hakanum. Þér græðist fé í vik- unni, og getur þessi óvænti ágóði orðið til Þess að hjálpa þér yfir erfiðan hjalla. 1 sambandi við bústaðaskipti kemur óvænt atvik fyrir, sem breytir talsvert áformum Þinum. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Sumum kann að finnast þessi vika fremur leiðinleg, en ef þú ert heimakær og getur gert þér lítið að góðu, verður þessi vika þér afar ánægjurík. Sem sagt, það gerist lítið stórvægilegt, en friður og ánægja rikir á heimili þínu. Eitt kvöldði fyrir helgi kemur til þín embættismaður, sem á við þig brýnt erindi. Þú skalt vega orð hans með þér,. áður en þú tekur nokkra ákvörðun. Heillalitur bláleitt. Krabbamerkiö <22. júní—23. júlí): Þú munt eiga við nokkuð óvenjulegt vandamál að etja, og hætt er við þvi, að þú gerir málið mun flóknara en það er i raun og veru. Þú mátt ekki hugsa allt of mikið um smáatriðin. Þú ferð í skemmtilegt samkvæmi, og þar verður þér og kunningja þínum komið hressilega á óvart. Nokkuð ber á öfund. manna í þinn garð, en þótt þú verðir þess var, skaltu láta Það sem vind um eyru þjóta. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú munt eiga mjög; annríkt i þessari viku. Stjörnurnar vilja ráðleggja þér að ræða áform þín vandlega við fjölskyldu þina. Einnig geta kunningjar þinir orðið þér að ómetan- legu liði. Laugardagurinn verður afar frábrugðinn öðrum dögum vikunnar, og þá mun hver atburðurinn reka annan, svo að þú verður í sjöunda himni um og eftir helgina. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú átt við erfitt verkefni að etja í vikunni, og þótt freistandi sé að leita aðstoðar vina þinna, væri þér hollast að vinna að þessu í einrúmi, þótt það taki sinn tima. Þú munt komast að því síðar, hvers vegna þetta er þér svo mikilvægt. E'r ekki einn kunningi þinn orðinn einum of nær- göngull? Reyndu að bægja honum frá þér um stundarsakir. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. sept.): Vikan verður mjög frábrugðin fyrri viku. Karlmenn verða fyrir töluverðum ,,.skeli“ i vikunni, en þeir eiga sannar- lega fyrir því, og getur það orðið til þess að koma þeim á rétta braut. Hugðarmál þitt og félaga þíns kemst loks á rekspöl, og geta óvæntir atburðir gerzt í þvi máli um helgina, án þess að þið eigið nokkurn hlut að máli. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Því miður verður þessi vika fremur ieiðinleg og tilbreytingalítil. Þó verður fimmtudagurinn frábrugðinn hinum dögum vikunnar, því að Þá mun gamall draumur þinn ræt- ast. Þú skalt forðast allt óhóf í vikunni og vera Þess minningur, að hamingjan er þér miklu nær en þú heldur. Brottför kunningja þíns kemur mönnum mjög á óvart og kem- ur sér að öllum líkindum iila fyrir þig. Heillatala 4. Bogmaðurinn (23. nóv.—21. des.): Láttu ekki dutti- unga þína ráði í máli sem er þér mjög mikilvægt. Ef svo fer, getur allt snúizt þér í óhag. Stutt ferðalag verður þér mjög uppbyggjandi og þægileg tilbreyt- ing. Hætt er við að margir tefli á tæpasta vaðið í máli, sem er þeim mjög hjartfólgið. Einkum ættu karlmenn að fara vel og hæversklega að ástvinum sínum. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Nokkurrar óþol- inmæði gætir í fari þinu í vikunni, og virðist allt benda til þess að þú sért allt of kröfuharður. Bréfa- skriftir skipta miklu í vikunni, og ef þú færð bréf utanlands frá, skiptir það þig áreiðanlega meiru en þú heldur. Þú mátt ekki vanrækja störf þín, þótt þú eigir í ýmsu að snúast. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Þú munt þurfa að sinna smámunum óvenjumikið í vikunni, og ber sízt að vanrækja þá. Sum verkefnin, sem þér verða falin verða ef til vill lítið „spennandi", en ef þú leysir þau vel og dyggilega, verður þér einnig launað vel. Þekking þín á einu sviði verður þér til ógleymanlegs gagns í vikunni, og getur orðið til þess að bæta fjárhag þinn. _____FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú færð einkenni- lega hugmynd í vikunni, og ef Þú gáir ekki að þér, getur hún komið Þér illilega í koll ef þú hrindir henni í framkvæmd. Kvöldin eftir helgi verða afar viðburðarík og skemmtileg, og eitt kvöldið getur verið að ungt fólk kynnist manni eða konu, sem verður þeim ævilangur vinur og ráðgjafi. Þú skalt ekki ætlast til of mikils af vini þínum, hann er breyzkur eins og þú. ‘VXYYVW! VIKAI ( Jtgefandi: VIKAN H.F. Ritstjöri: Rilstjórn og auglýsíngar: , - : , Gísli SígnrðssoD (áh Auglýsingastjóri klnlJllIUlU ; Oð> Siraar: 35320, 3532í, 35322 Póathólf 149 . Ásbjörn Maynússsi Frainkværadastjé i u.iuum >n ,rj; Afgreiðsla og drcifing: BlaCadreifing, Miklubraut 15, i itmi 15017 liilmar A. JvriStJíuiH Verð í lausasölu kr. 15. Asl 225 kr. ársþriðjungslega, greí SOli criHiirverð i-r Prcntun: ililmir h.f. ðist fyrjrfraru Myndamól: Myrulivraót h.í. Þið fáið Vikuna í hvetri viku I næsta blaði verður m. a.: 4 Bandaríska leynilögreglan birtir tækni gegn glæp. 4 Smásagan Reikningsskilin standa jöfn. 4 Geðbilað fólk elur upp börn. 4 Þrjú á einum kvisti. \ Hann lofaði konunni sinni, að sjá hana ekki framar. r ; ' ' Hvað segja stjörnurnar um hæfileika yðar, möguleika og framtíð? Viljið þér fá svar við þessu þá sendið upplýsingar um nafn, heimilisfang, fæðingardag og ár, fæðingarstað og hve- nær sólarhringsins þér fæddust ásamt kr. 500,00, spádómur fyrir 1 ár kostar 200 krónur, í umslagi merkt pósthólf 2000, Kópavogi og svarið mun berast yður með pósti. ____

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.