Vikan


Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 2
Flugfélag íslands mun annast það á- byrgðarmikla hlut- verk að koma yður landa á milli — og gera það af mikilli snilld. Þér munuð njóta fyrsta flokks þjónustu, og ferðin verður á allan hátt mjög þægileg. Við getum fullvissað yð- ur um, að þér verð- ið í sólskinsskapi drottinsdaginn, sem lent verður á Kast- rup-flugvelli, og eigið ævintýrið fram und- an. Skrifstofa Flug- félags fslands í Kaup- mannahöfn er við Vesturbrúargötu, eina aðalgötu borg- arinnar. Skrifstofan er til sóma um allan frágang og góð land- kynning. Hún er beint á móti aðal- járnbrautarstöðinni, og sést sú bygging á myndinni hinum megin við götuna. VIKAN GEFVR YÐUR KOST Á KAUPMANNAHAFNARFERÐ FYRIR TVO ---------------------1 Frestur til þess að skila getraunaseðlum er 3 vikur. k.---i________________J Þið sjáið liér Vesturbrúar- götu um nótt, og Ijósadýrðin speglast i regnvotri götunni. Þið sjáið líka sporvagns- brautirnar til liægri. Spor- vagnarnir eru ein helztu sam- göngutæki borgarinnar. I Kaupmannahöfn býr nú rúm- lega ein milljón manna, og borgin er hin stærsta á Norð- urlöndum. — OG UPPIHALDI I VIKU f þessu blaði lýkur verðlaunasamkeppni, sem staðið hefur yfir í þremur síðustu blöðum, — það er að segja, einn þáttur í hverju blaði, og hér er hinn síðasti. Verðlaunasamkeppnin hefur að vonum vakið geysilega athygli, og það er von okkar, að þáttakan verði góð eins og jafnan áður. Nú, þegar far- gjöld til útlanda hafa hækkað að mun, verður sá hópur fámennari, sem getur leyft sér að sigla. Það þykir þess vegna mikið happ að hljóta vinning sem þennan. Flestir ala með sér einhverja löngun til þess að kynnast útlendum þjóðum og löndum, en fyrir fjöldann er það beinlínis fjárhagslega ókleift. Að lokum má geta þess, að reynt verður að fá ljósmyndara til þess að fylgjast að einhverju leyti með hinum ljónheppnu ferðalöngum. Þær myndir, sem hann kann að taka, munu síðan birtast í Vikunni ásamt viðtali við þann, sem vinninginn hlýtur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.