Vikan


Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 25
Sviðsmynd úr Please, dont eat the Daises. Árið 1951 giftist Doris umboðsmanni sínum, Marty Melcher. Það var þriðja hjónaband hennar, — en þá fór allt að ganga vel ... Doris hitti hann samt oft i New York, en þar dvaldist hún stundum við hljómplötuupptökur, og að lokum end- aði þetta með hjónabandi. Þá var Doris sautján ára. Og ári siðar fæddi hún son sinn, Terry. Tveimur árum síðar varð henni ljóst, að hjónabandið með A1 var orðið henni óbærilegt. I tvö ár hafði hún fkekzt með manni sínu.n á hljómlelkaferðalögum um þvert og endilangt landið og varð að húka á hverju kvöldi í misjöfnum gistihúsherbergjum og bíða eftir manni sínum, sem kom aldrei heim fyrr en undir morg- un. Og brátt fór hann að vanrækja hana og jafnvel leita eftir félagsskap annarra kvenna og jafnvel án þess að reyna að halda þvi leyndu. Þá fór Doris til Reno, fékk skilnað og hét því að láta ástina aldrei íramar hlaupa með sig í gönur. SAXÓFÓNLEIKARINN. Hún gifti sig nú samt á nýjan leik árið 1946 og þá einnig hljóðfær'aleikara, saxófónleikaranum Georg Weidler. Og í þetta skipti varð hún einnig fórnardýr rómantískrar augnabliksástar. Weidler átti ekki annað hei.nili en gamlan járnbraut- arvagn, sem hann hafði komið fyrir i útjaðri Los Angeles. L’n Doris stóð alveg á sama. Hún sagði öllum, að hún vildi ekki skipta á nýtízkuíbúð og þessu litla „hreiðri” sínu, og hún gerði þetta „hús" þeirra eins vist- legt og hún framast gat. Þetta hjónaband stóð nákvæmlega i eitt ár. Georg vann lítið, og peningar voru af skornum skammti. Hann lagðist í þunglyndi, og Þeg- ar Doris reyndi að hugga hann og hug- hreysta, lenti þeim saman í heiftarlegu rifr- ildi. Að síðustu fékk hann hana til að taka tilboði um að syngja í næturklúbb í New York. Hann kvaddi hana ekki einu sinni, Þegar hún fór, og fylgdi henni ekki á járn- brautarstöðina. Og seinna um daginn fékk hún símskeyti frá honum á veitingahúsið, sem hún bjó i: Ég er farinn í burtu, stóð þar. Allt er búið á milli okkar. Um kvöldið, þegar Doris var að syngja This love of mine, brast hún í grát í miðju lagi. En hún hélt áfram að syngja með kjókrandi röddu, og áheyrendurnir, sem héidu, að þetta væri einhver nýr og áhrifa- mikili söngstíll, fögnuðu henni ákaft, þegar laginu var lokið. Aldrei fyrr hafði Doris vakið jafnmikla hrifningu. En vonbrigðin vegna þessa misheppnaða hjónabands heltóku hana, og hún _fékk al- vxarlegt taugaáfall. Hún gerði, ekki annað en falla í ómegin og var sigrátandi. Til að hjálpa henni bað eigandi næturklúbbsins ungan auglýsingaumboðsmann að taka hana að sér og hressa hana eitthvað upp. Hann gerði allt, sem hann gat til þess að hug- hreysta Doris, en allar tilraunir reyndust árangursiausar. „Hún er óþolandi steipu- krakki," sagði hann. „Ég nenni ómögulega að druslast með hana til og frá.“ Umboðsmaðurinn hét Marty Melcher. Fjórum árum síðar varð hann Þriðji eigin- maður Dorisar — og sennilega hinn síðasti. OG NÚ GEKK ALLT VEL. Loris var um þetta leyti hvergi samn- ingsbundin. Hún hélt að nýju til Los Angeles og heimsótti leikstjórann Michael Curtis hjá Warner-kvikmyndafélaginu, sem þá var einmitt að leita að leikkonu í nýja kvikmynd. Curtis brosir enn í dag að fyrstu kynnum sínum við Doris Day. Hún var alger and- stæða þessa fólks, sem elti hann sífellt á röndum, kvabandi um hlutverk, altekið af „stjornudellu”. Doris var föl og tauga- óstyrk, klæ.dd i svart pils og blússu upp í háis og þorði varla að segja orð. Hún litur bara út eins og hver önnur mannleg vera, hugsaði Curtis. Og svo var Doris valin til þess að leika i ujnrteddri kvikmynd, sem var hin fyrsta í langri röð músíkmynda með Doris i aðal- hlutverki. Hún var nú orðin tuttugu og þriggja ára, hafði orðið fyrir miklum von- brigðum i lifinu og þurfti nú tvöföldu hlut- verki að gegna: sem kvikmyndaleikkona og móðir. Hún tók son sinn, Terry, úr umsjá móður sinnar og lét hann búa hjá sér sjálfri. Sá, sem stóð við hlið hennar í öilu þessu, var sá hinn sami sem einu sinni hafði kallað hana óþolandi stelpukrakka, — Marty Melcher. Þegar þau hittust i Hollywood, varð hann umboðsmaður hennar og um leið tryggur og hjálpfús vinur. Doris bað Marty alltaf um hjálp, — Þegar hún þurfti að ákveða einhverja samninga, þegar hún þurfti að skipta um vartappa eða þegar Terry kom heim allur blóðugur og rilmn eftir götuáflog. Smám saman hrifust þau hvort af öðru, án þess að um neinn ofsa eða um neina ást væri að ræða, og að lokum gátu þau ekki hvort án annars verið — án þess þó að gera sér sjálf grein fyrir því. En það var eiginlega Terry, sem opnaði augu þeirra fyrir þessu og stofnaði óbeint til hjúskaparins. „Likar þér ekki vel við Marty?" spurði hann móður sína kvöld eitt. Og þegar Doris svaraði játandi, bætti hann við: „Af hverju giftizt þið þá ekki?" ÓÞOLANDI „SNOBB“. Doris Day gekk i hjónaband með Marty 3. apríl 1951. tírúðkaupið setti alit á annan endann, og öll Hollywood-iborg tók þátt í gleöinni með Doris. Siúðurdálkahöfund- arnir Heddy Hopper og Louella Par- sons, sem ávallt hoiöu skritað um Doris sem einhvern dýrling, birtu hjartnæmar ham- ingjuóskir í dálkum sínum til heiðurs henni. iJetta friðsæia ástand hjá Doris, Holly- wood og blöðunum héizt þrjú ár. Og á þeim tíma léx hún í fimmtan kvikmyndum og sóng inn á hijómplötur mörg hundruð dæg- uriaga, sem fóru eins og eidur í sinu um öll tíandaríkin. En Adam var ekki lerigi í Paradís. Einn daginn neitaði Doris ölium blaðaviðtölum og myndatökum og að taka þátt í boðum. Hún sneri baki viö tíiaðamannakiúbbnum og sínum gömlu vinkonum, Heddy og Lou- eiiu, sem þótti sér stórlega misboðið og sögðust seint mundu fyrirgefa henni. Og fijótlega var Doris stimpiuð sem „óþolandi snobb", og henni var gefin nafnbótin „duttl- ungafyllsta leikkona ársins". Þetta var ár- ið 1954. En í rauninni var þetta ekki neinum Framhald á bls. 29. T V I K A y 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.