Vikan


Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 17
Mýtt höfuðfat á livcrfiiiu degi Þessi sex skemmtilegu höfuðföt eru öll búin til úr einum og sama treflinum. Hann er prjón- aður úr ullargarni, um 150 g. Fitjið upp 59 1., og prjónið patentprjón, þar til hann er orðinn 135 sm langur. Kögrið er gjarnan haft úr fínna garni. Það er auðvelt að finna ótal aðferðir við að binda trefilinn um höfuðið, og þegar Þér hafið prófað þær, sem hér eru sýndar, getið þér kannski bæ.tt við enn nýjum aðferðum. 1) E’infalt og þægilegt að binda trefilinn undir höku og láta annan endann liggja aftur á bakið. 2) Brjótið trefilinn saman tvöfaldan, og leggið hann yfir höfuðið. Takið hann saman i hnakk- anum með teygjubandi, og hyljið það með klipsi. Endana má svo hafa ýmist fram eða aftur fyrir. 3) Hér kemur dramatískari aðferð. Brjótið þriðja partinn af treflinum inn undir, og leggið hann siðan kringum höfuðið, þannig að byrjað er með annan endann í hnakkanum, og þegar komið er hringinn, er hann festur saman með puntnál. Það, sem eftir er, leggst lauslega yfir á hina öxlina. 4) Nú fær kögrið loks að njóta sín. Haldið öðr- um enda föstum við hægra eyra, og leggið trefilinn síðan í fullri breidd kringum höfuðið. Þegar aftur kemur að hægra eyra, er hann brotinn saman i miðju og lagður annan hring um höfuðið. Að lokum er hann bundinn saman við hægra eyra. Þetta á að sitja vel, svo fram- arlega sem trefillinn er bundinn dálítið þétt. 5) Svo er það auðvitað túrban, sem er svo mikið í tizku. Haldið í kögrið við hægra eyra, vefjið I 2 3 4 6 i fullri breidd sinni um höfuðið og aftur aðra umferð, en þá er aðeins brotið upp á hann. Varizt að vefja fast,. þvi að túrbaninn þarf að vera dálítið „brús- andi“. Kögrið þarf að fela vandlega, og til öryggis er rétt að stinga smánál að aftan. 6) Trefillinn er lagður um höfuðið í fullri breidd og tekinn saman í hnakkanum með teygju, — endarnir síðan teknir fram fyrir og lagðir þétt um hálsinn og aftur fyrir. Börn hafa mjög gaman af að krota á veggi og gera það óspart, hvar sem þau geta liöndum undir komið. Viða eru settar veggtöflur í barnaherbergi, þar sem þau geta krassað að vild, — en það er ekkert púður í því, miklu skemmtilegra að skrifa utan hjá töflunni. Nii er séð við þessu með því að gera heilan vegg í barnaherberginu að töflu, og með þessa lausn geta báðir aðilar verið ánægðir. Börnin krota á sinn eigin „ekta“ vegg, og mámnta fær að vera i friði með alla liina. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.