Vikan


Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 23
Fyrir hverju er draumurinn? Oroumspokur maður rmður druuimi fjfrir (esendur Vikunnnr Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Kæri draumráðandi. S.l. nótt var ég í draumi staddur hjá prestin- ' um og var aS láta gifta mig. Athöfnin gekk nú vel, þangað til við brúðhjónin áttum að fara að kyssast „hinn fyrsta koss“, en þá fannst mér skyndilega ég vera sem negldur við gólfið og hvorki geta lireyft legg né lið. Sá ég þá, hvar tengdamóðir mín stóð upp allþungbúin á svip og snaraðist fram á kirkjugólfið. Hún hélt á silfurbikar í vinstri hendi og sagði: „Kristófer, berg af þessum beizka bikar!“ Mér fannst þá sem drunginn færi af mér. Tók ég svo við honum og fór að drekka úr honum. En skyndilega brast hann í sundur, og innihaldið litaði hvita skyrt- una mína blóðrauða. Varð nú ys og þys í kirkj- unni, og mér virtist brúðkaupið vera að fara út um þúfur. Þá birtist furðusýn. Engill með vængi stóð í prédikunarstólnum og sagði: „Hér sé friður, og afmáist rauðvin þetta.“ Svo undar- lega vildi til, að skyrtan mín varð nú skjanna- hvít. Gekk nú allt vel, þangað til við brúðhjónin ætluðum að ganga út. Þá var allt i einu komið heljarmikið Ijón i kirkjudyrnar. Lét það öllum illum látum, stóð á afturfótunum og virtist þá og þegar ætla að stökkva yfir mannsöfnuðinn. Glennti það út klærnar á hröinmunum, og skein i hvítar tennurnar. Ilófst það nú á loft og stöklc inn í miðja kirkjugestaþvöguna og hremmdi þar einn bústinn og pattaralegan mann, sem var vinnuveitandi minn. Snarast það nú út með hann ; og hvarf. í þessu vaknaði ég. Ilvað heldurðu nú. að allt þetta þýði? Kristófer. Svar til Kristófers. Ég sé þegar í hendi mér, að þú munt eiga allviðburðaríka ævi fram undan. í höfuðatrið- um merkir draumur þessi, að hjónaskilnaður er í vændum og í ýmsum vandræðum lendirðu í samfara. Þú munt Iíka missa atvinnu þá, sem þú stundar nú. Eitt af því, sem við þurfum að temja okkur í lífinu, er háttvísi og reglufesta. Framtíðin minnist oss vegna unninna afreka. Byggingar pýramídanna verður minnzt, meðan þeir standa fyrir augum manna. Oss er það ávallt ráðgáta, hvaða tæki voru notuð við smíði þeirra. Þótt reynt sé að telja fólki trú um, að frumstæðar aðferðir hafi verið notaðar með óhemjumörgum mönnum, verður sú skýring harla lítilmótleg, þegar þess er gætt, að stein- arnir vógu allt að 70 tonn og ekki var unnt að smeygja nálaroddi milli þeirra, svo vel voru þeir til höggnir og felldir saman. Ósjálfrátt kemur manni til hugar, að hér séu leifar horf- innar menningaröldu, sem virðist hafa haft hið mesta yndi af að móta steina. Ef til vill hafa þeir einnig kappkostað að móta sjálfa sig á sem hentugastan hátt. Margt gætum vér nútímamenn gert til að bæta oss, og af mistök- um ættum við að læra. Til er margt fólk, sem ekkert lærir af mistökum í lífinu, og er það illa farið. Mannleg samskipti verða að mótast af skilningi og góðu hugarþeli, og á ég hér sérstaklega við hjónabandið. Sífelldar orrahríð- ir milli hjóna hafa ekki einungis skaðleg áhrif á þau sjálf, heldur einnig á börnin. Allir aðilar verða að vera fúsir til einhverra tilslakana, ef samkomulag á að nást. Fyrirgefningin er einn af lyklunum að sálarlegri vellíðan. Gott heim- ilislíf er mörgum manni sönn uppspretta gleði og hamingju í lífinu. Hugulsamur, kærleiksrík- ur og reglusamur eiginmaður orkar uppörvandi á þreytta eiginkonu, og börnunum er slíkur faðir ómetanlegur. DraumráSandi Vikunnar. Um daginn dreymdi mig, að ég kom í heim- sókn til Siggu, vinkonu minnar, og kom ég inn í stóra stofu, þar sem hún tók á móti mér í svo „gasalega“ finum samkvæmiskjól, og móðir hennar stóð við arininn, klædd í íslenzka bún- inginn. Við röbbuðum saman svolitla stund, en þá var barið, og inn gekk roskinn maður, dökk- hærður, með dökkt skegg, klæddur i vesti, jakka- föt og frakka. Hann settist í hægindastól. Mikið væri gaman, ef þú vildir ráða þennan draum fyrir mig. Gíslína. Framliald á bls. 33. 19. verðlaunakrossgáta VIKUNNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verðlaun fyrir rétta ráðningu á krossgátunni. Alltaf berast marg- ar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið, fær verðlaunin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". og var dregið úr réttum ráðningum. ÓLfNA JÓNSDÓTTIR, Sunnuvegi 10, Hafnarfirði, Margar lausnir bárust á 14. krossgátu Vikunnar hlaut verðlaunin, 100 króur, og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 14. krossgátu er hér að neðan: VEIZLUBÚINN°HERRAMAÐUR° ÁRNA°KLIÐUR°ÖTULL°STULD BOGRA°ÓRUDD°FITLAR°Ó°AÖ OSS°DÁMURÐALUR°Ú°ARMSUM аOFAR°STAGAаSKODA°UNU IBN °MÁLLÁ° ° “KONULlKAN °F NR°S°SEILA°°ÚFAR°SANDLÓ NAPPA°A°ID°APAR°DURG°ÁT °TRÓNA°SNARKANKLÁRAR°TU °TENINGNUM°KASTAаRADAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.