Vikan


Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 7
IBIRTUNNAR MEST m búsett eru í Kaupmannahöfn um óþekkt og við byggingar tekur maður eftir því, að allt er fullgert jafnt að utan sem innan. Þeir hafa verið að leegia nýjan og mjög glæsi- legan umferðarveg hér í grenndinni. Þar var jafnótt gengið frá öllum köntum og garðyrkjumenn fengnir til þess að koma upp fögrum gróðri með- fram honum. Landið og veðráttan eru þnnnig, að það er miklu auðveldara að koma lagi á vtri frágang. Ég hef satt að segia gefið frá mér alla von um það, að við getum framkvæmt þetta á svipaðan máta. Það voru Danir á ferð á íslandi í sumar og þeir voru undrandi á því. hversu vítt við hefðum teygt vegakerfið, svo fáir í svo stóru landi. — Finnst þér ekki Hermann, að hér sé margt háð bönnum og það vanti hina ósnortnu náttúru? — Jú. það er auðvelt fyrir Islend- ing að koma auga á það Það er varla hægt að tvlla sér á vegkant, því þá kemur einhver sem á grasið Jafnvel í almenningsgörðum verður maður að láta sér nægja að liorfa á það. Ég man, að það sagði danskur Ný- sjálendingur við mig: ..Ekki vildi ég búa hérna. Það er allt fullgert. Heima i Nýja-Sjálandi æpa verkefnin á mann“. Og Þjóðverji, sem ég talaði við, sagði: „Danski bóndinn fær fimmtíu prósent meiri afrakstur af landi sinu en sá þýzki. Ég býst við, að svarið liggi í því, að sá danski vinni meira. hafi meiri áhuga og þó mun það ekki nægilegt svar, heldur mun sá danski vita meira. Það er ekki aðeins landið sem þeir rækta, heldur svínin, nautpeningurinn og jafnvel hænsnin." — Þú ert einn af þeim, sem langt þurfa að fara á vinnustað. — Já, það er i lengra lagi — ná- lægt 18 km og tekur mig um 40 mín. útur í bíl. — Finnst þér það ekki þreytandi langt? — Viðbrigðin eru óneitanlega mik- il, frá því að eiga fimm mínútna gang í vinnu eins og ég átti heima. Mér finnst það óneitanlega tíma- eyðsla að vera svona lengi á leiðinni, en góður og friðsæll staður utan við borgina bætir það upp. — Mundir þú fljótlega festa rætur hér? — Þrátt fyrir öll þau gæði, sem fólksfjöldi hefur skapað í gjöfulu og góðu landi, þá geta þau ekki bætt upp þann unað að finnast að maður sé algjörlega heima, bæði hvað snert- ir umhverfi og hugsunarhátt. Mér er meir að skapi hin frjálslega um- gengnismenning okkar heima. Mér finnst gallarnir, eins og til dæmis virðingarleysi hinna yngri fyrir þeim eldri, ek’:i vera svo miklir að mér falli ekki betur að búa heima. Ég kann vel við frjálslega framkomu yngri manna, þó að það geti stundum gengið full langt, þegar sendillinn tyllir sér á skrifborðið hjá forstjór- anum og talar við hann eins og væri hann sendill líka. Þetta þarf allt sam- an að mótast og ég held, að við ætt- um að taka upp umgengnisform þeirra Vestur-Islendinga og þúast. Við komum því hvort eð er aldrei á, að þéringar verði eins eðlilegar og hér. — Hvað ertu búinn að vera hér lengi, Hermann? — Það er síðan í ársbyrjun 1958. Svo var ég í Höfn á árunum 1946 til 1949 — þá aðstoðarmaður hjá Óla Vilhjálmssyni á Sambandsskrifstof- unni hér. Þess vegna vorum við kunn- ug hérna og það var að nokkru leyti eins og að koma heim aftur. — Hvers saknarðu mest að heiman? — Ég tek mest eftir birtunni. Við brosum, þegar Danir tala um ,,De lyse nætter". Þegar ég kem heim á kvöldin, þá sakna ég kvöldbirtunnar mjög mikið og líka tek ég eftir þvi, þegar ég kem heim til Islands, hversu gott það er að draga djúpt andann að maður tali nú ekki um Gvendar- brunnavatnið. — En þegar þú flyzt alkominn heim, — hvers mundir þú þá sakna mest héðan? — Eftir fyrri dvöl mína í Höfn taldi ég vist, að ég mundi sakna veð- urblíðunnar og hins langa sumars, en ég tók líka eftir þvi, hversu fljótur ég var að venjast umhleypingunum heima. Þegar maður hugsar út í það, hvað sumarið kemur snemma hérna og hversu yndislegt það er, þá er það merkilegt, hvað maður er fljótur að venjast veðurfarinu á Islandi. Það er engu likara en það sé okkur í blóð borið. , Við sögðum skál í botn og að svo mæltu sneri ég mér að frú Ingibjörgu. Hún rækir hlutverk húsmóðurinnar og gestgjafans af meiri glæsibrag en ég hef séð hingað til.. Ég sá í gesta- bók heimilisins, að ótrúlega margir að heiman hafa orðið gestrisni þeirra hjóna aðnjótandi. — Varst þú hér líka fyrir fjórtán árum? spurði ég Ingibjörgu. — Já, þá vorum við nýgift og byrj- uðum raunar búskap okkar hér í Höfn. — Ertu kunnug aðstöðu og störf- um húsmæðra hér? Heldur þú, að það sé eitthvað svipað og heima? — Ég er litillega kunnug því og veit, að talsvert vantar upp á það, að húsmæður hér hafi eins góð hjálp- artæki eins og heima. — Þær gera sig kannski ánægðar með minna. — Já, ég heldj að ungar konur I Danmörku geri ekki jafnmiklar kröf- ur og tiðkast heima. — Það kvarta margir yfir vetrar- kulda í húsum, sem búa hérna að vetrarlagi. Hvernig er það hjá ykkur? — Þetta hús er vel byggt og það hefur verið auðvelt fyrir okkur að hafa nægilegan hita, enda þótt kalt væri úti. — Kemur það fyrir að kólni svo um munar? — Það getur gert hörkufrost og sundin hefur stundum lagt.' Það var Framhald á bls. 26. Efst: Þau hafa notaO tœkifœriö og [> komiö sér upp fallegu innbúi, meöan þau voru ytra. Hér er Hermann meö einn forláta-radiógrarnmófón. — 1 miöiö: Hér er frú Ingibjörg í borö- stofunni, og þaöan sést inn í stofuna. — Neöst: Margir lslendingar koma til þeirra hjóna. Hér eru þau í hópi landa úti í garöinum. • i B tfÍ W Bmílí il .*■ I 1 [j | J |^J_. ij VIKAN V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.