Vikan - 03.11.1960, Side 12
9 8 1 'Sl'
I f* Wl'*
1 |B
H í * 1
"r~
Nixon, Patricia og dœtur þeirra.
Eftir fimm daga fara
fram forsetakosningar
i Bandaríkjunum. Þá
tjalda forsetaefnin
öllu, sem til er og sagt
er oð eiginkonur þeirra
geti haft ótrúleg áhrif
á gang málanna
ÞÆR RÁÐA fJRSLITUM
Frú Nixon:
Frú Kennedy:
„Þetta er hinn mikli draumur okkar Banda-
ríkjamanna, þegar fólk af lágum stigum kemst
efst í þjóðfélagsstigann með dugnaði og áhuga.“
Þannig mælti kona Richards Milhous Nixons,
Patricia, þegar ákveðið var, að maður hennar
yrði frambjóðandi repúblíkanaflokksins í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum.
Stjórnmál hafa átt sterk ítök í huga Patricíu
Nixon síðustu 14 ár. Á þessum tíma hefur maður
hennar verið kosinn í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings og öldungadeildina, hann hefur verið vara-
forseti landsins, og nú er hann í framboði í for-
setakosningunum í haust. Um þetta farast henni
svo orð: „Síðan 1946 höfum við Dick staðið hlið
við hlið i kosningahríðinni og barizt saman. Það
er erfitt starf, en heillandi. Ég hef gaman af því.
Ég hef gaman af að hitta fólk.“ Hið eina, sem
skyggir á ánægjuna af þessu starfi, er, að það skil-
ur hana frá tveimur ungum dætrum þeirra hjóna,
— Triciu, sem er 14 ára, og Julie, 12 ára.
Patricia Nixon er 48 ára, grannvaxin og veik-
byggð að sjá, brúneyg með Ijósrauðbrúnt hár. Hún
er aðlaðandi í framkomu, eðlileg, vingjarnleg og
róleg, og hlýja og einlægni skina úr svip hennar
og látbragði. Hún er alltaf smekklega klædd, en
berst aldrei mikið á. Þótt frú Nixon sé ákaflega
kvenleg í útliti og fínbyggð, býr hún yfir nær
óþrjótandi orku og viljaþreki. Ástæðuna má ef
til vill að nokkru leyti rekja til uppeldis hennar
og aðstæðna í uppvexti. Hún var 12 ára, þegar
móðir hennar dó, og kom það þá á hana að sjá
um heimilið fyrir föður sinn og tvo bræður. 17
ára missti hún föður sinn, og fór hún þá að vinna
fyrir sér við ýmis störf. Hún kostaði sig sjálf
til náms við Kaliforníuháskóla og brautskráðist
þaðan með ágætum vitnisburði. Því næst kenndi
hún við gagnfræðaskólann í bænum Whittier í
Kaliforníu, og þar kynntist hún Richard Nixon,
sem þá var ungur lögfræðingur. Fundum þeirra
þar fyrst saman, þegar þau léku í litlu leikhúsi
áhugamanna í bænum. Giftingin fór fram þrem-
ur árum síðar.
Á striðsárunum var Nixon liðsforingi í banda-
ríska flotanum, og fylgdi Patricia manni sínum
þangað, sem hann var sendur innan Bandaríkj-
anna, eins og títt var um eiginkonur. Hún fékk
alls staðar vinnu, og þegar hann var sendur til
Evrópu, hélt hún áfram að vinna.
Frá 1953, fyrsta árið, sem Nixon var varafor-
Framhald á bls. 34.
Jacqueline Bouvier var orðin 24 ára, þeg-
ar hún fór að hafa áhuga á stjórnmálum.
Það var fyrir sjö árum, — sama ár og hún
giftist John Fitzgerald Kennedy, öldunga-
deildarþingmanni frá Massachusetts, sem nú
er frambjóðandi demókrata i forsetakosn-
ingunum í Bandaríkjunum 8. nóvember nk.
Síðan hefur áhugi hennar vaxið með ári
hverju, og hún hefur fylgt manni sínum
ötullega á stjórnmálabraut hans.
„Ég er búin að fá áhugann nú,“ segir
Jacqueline Kennedy brosandi. „Þetta er
smitandi." Ef maður hennar verður kosinn
forseti nú i haust, verður hún önnur yngsta
forsetafrú í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Yngst var Frances Folsom, 21 árs, sem gift-
Kennedy, Jacqueline og dóttirin.
ist Grover Cleveland forseta árið 1886, og
var brúðkaupið haldið í Hvita húsinu.
Jacqueline Kenndy er grannvaxin, með
grágræn augu og kastaniubrúnt hár. Orð
fer af fegurð hennar og smekklegum og
tízkulegum klæðaburði. Hún er fluggáfuð
kona, fáguð í framkomu, en nokkuð hlé-
dræg og ákaflega kvenleg. Hún er af auð-
ugri og áhrifamikilli ætt eins og eiginmað-
ur hennar. Hún er menntuð í einkaskólum,
— stundaði nóm við Vassar College, var
eitt ár i Sorbonne í París og lauk kandídats-
prófi frá Georgs Washingtons-háskóla.
Frönsku og ítölsku talar hún reiprennandi
og er vel að sér í sögu og listum, fylgist
Framhald á bls. 34.
1 2 VIKAN