Vikan - 03.11.1960, Page 14
r hópnum
Sigried Clark heitir hún og hefur
alið allan sinn aldur i Californíu, har
sem appelsínurnar vaxa á trjánum
og snjór þekkist ekki frekar en pen-
ingar á íslandi. Hún er aðeins ellefu
ára gömul og Þar sem okkur þótti
fróðlegt að vita hvernig hún kynni
við sig á Islandi tókum við okkur til
og fengum hjá henni nokkur orð.
— Þú ert íslenzk í aðra ættina,
Sigried, er það ekki?
— Jú, mamma er íslenzk.
— Og finnst þér þú eiga heima hér
á íslandi?
— Já, mér finnst t. d. mikið frekar
að fólkið hérna sé fjölskylda mín,
heldur en skyldfólk mitt erlendis, en
samt langar mig dálítið út aftur.
— Já, við trúum því vel. Var ekki
nokkuð erfitt fyrir þig að byrja i
skólanum hérna, þurftirðu ekki að
lesa upp ýmislegt til að verða sam-
ferða hinum krökkunum?
— Jú, Það var nokkuð erfitt, sér-
staklega með málið til að byrja með,
því að það eru ekki nema þrjú ár
síðan ég byrjaði að læra íslenzku, en
það hefst alit saman.
— Hvernig kanntu annars við þig
í skólanum?
— Ágætlega, mér finnst bara dálítið
agaleysi og börnin eru ekki nærri
því eins kurteis og úti. Ég mundi
frekar vilja vera í skóla erlendis, fé-
lagslifið er mikið betra.
— Hvað finnst þér skemmtilegast
að læra?
— Reikning og bibliusögur.
— Finnst þér nú ekki litið um að
vera hérna, lítið sem Þú getur gert
þegar þig langar til að skemmta þér?
— Jú, svo sannarlega, það er ekkert
hægt að gera nema fara i bió.
— En gerirðu ekki eitthvað sér-
stakt í tómstundum?
— Ja, ég er í ballett.
— Jæja, varstu kannski í ballett
úti líka?
— Já.
—- E'rtu jafnvel að hugsa um að
verða balletdansmær ?
— Nei, svarar hún, en það var
nokkuð dræmt.
— Hvernig finnst þér að verzla
hérna, geturðu fengið allt sem þú
villt fá?
— Nei, það eru mikil viðbrigði, en
ég reyni að útvega mér það sem ég
get að utan.
— Hvað er það helzt sem að Þér
finnst Island hafa fram yfir Kali-
forníu?
— Snjórinn, mér finnst snjórinn
einna mestur kosturinn við ísland.
Það er svo gaman að leika sér í hon-
um.
— En finnst Þér samt ekki dálítið
kalt hérna?
— Nei, nei, ekkert mjög.
— Jæja, Sigried, við ætlum ekki
að vera að tefja þig lengur, áttu ekki
efiir að læra?
— Nei, ég er eiginlega alveg búin,
ég á bara eftir biblíusögur og reikn-
ing.
bréi
Kæra Vika
Eg les alltaf Vikuna, og mér þykir
gaman að lesa hana. En nú ætla ég
aö spyrja að svolitlu. Hvernig er hægt
að raða sig og syngja dægurlög í
danshljómsveit? Hvað á maður að
læra, þegar maður ætlar að verða
kvenlögregla? Hvernig er skriftin?
Magga.
Leitiö til einhvers hljómsveitar-
stjóra og reyncLu aö fá hann til aö
hlusta á þig og segja þér til —ef til
vill hefur hann aöstööu til aö koma
þér einhversstaöar á framfœri, annaö
hvort meö sinni eigin liljómsveit eöa
annarsstaöar. Annars er erfitt aö gefa
þér nokkur góö ráö varöandi þetta
mál, því viö höfum enga hugmynd
um hve mikla hœfileika þú hefir sem
dægurlagasöngkona, en á því veltur
auövitaö mikiö. Á undanförnum ár-
um hefur oft veriö efnt til hljómleika
hér í bœnum, þar sem kynntir hafa
veriö nýir dægurlagasöngvarar og
oftast liafa staöiö fyrir kynningu
þessari þekktir liljómsveitarstjórar
hér. Kannski þú getir fengiö tækifæri
til aö lofa fólki aö lieyra í þér á
nœstu kynningarhljómleikum. En aö-
alutriöiö er aö vera dugleg aö æfa
sig, og fá einhvern, sem vit hefur á,
til aö segja þér til.
Spurningu nr. 2 er mjög erfitt aö
svara skýrt, því svo ótal margt kem-
ur til greina, er stúlka er ráöin í
Kvenlögregluna. En lágmarksaldur er
25 ár og gagnfrœöamenntun skilyröi.
Auk þess þarf aö sjálfsögöu aö sækja
einhver sérnámskeiö í sambandi viö
starfiö. En bezt væri fyrir þig aö
snúa þér beint til Kvenlögreglunnar
i Reykjavík, Klapparstíg 16. Þar hlýt-
ur þú aö fá allar þœr upplýsingar,
sem þú þarfnast.
Skriftin er bara sæmileg
Kæra Vika.
Mig langar mjög mikið til að skrif-
ast á við norsk börn og ég ætla að
biðja þig að birta fyrir mig nafn
„Mig vantar hundraö krónur nú á
stundinni, en ég lief ekki hugmynd
um hvar ég’á aö fá þær.“
„Þaö var gott, ég hélt kannski aö
þú ætlaöir aö fá þœr lánaöar hjá
mér.“
„Komdu meö aö synda.“
„Get þaö ekki. Mölurinn át baö-
fötin mín.“
„Nú, er hann í megrunarkúr,
greyiÖ.“
„Hefur nokkur af œskudraumum
þínum rœzt?“
„Já, þegar bróöir minn var aö toga
í háriö á mér, óskaöi ég þess aö ég
voeri sköllóttur
Skip & Flip. Það hljómar eins og
naín á haframjöli eða einhverju sliku.
En það er nú samt ekki svo. Skip &
Flip eru Þessir tveir ungu piltar hér
á myndinni og þeir eru nyjustu hijóm-
plötustjörnurnar irá „Top Kank", og
eru sagðir gera rokkmusikinni góð
skil og vera með betri „duettuin",
sem fram hafa komið á siðustu ár-
um. Og áreiðanlega eiga þeir eftir
að gera „lukku" nér með lögunum
sínum eins og annars staðar.
„HefurÖu gleymt því aö þú skuldar
mér fimm ihundruö krónur?“
„Nei, ekki ennþá, en ef þú gefur
mér svolítinn tíma, þá skal ég reyna
þaö.“
„Af hverju eruö þiö feitu mennirnir
alltaf svona geögóöir?"
„Sjáöu til, viö getum hvorki slegist
eöa hlaupiö.“
Dómarinn: Þú lýgur svo ósennilega,
aö þú gætir veriö lögfrœöingur.
Hún er ekki nema ellefu ára, en er
nú þegar orðin þekkt í Noregi og
Danmörku fyrir söng sinn. „Lille
Grethe", eins og hún er alltaf kölluð,
er norsk og hefur bæði sungið inn
á hljómplötur og ieikið i nokkrum
kvikmyndum og er um þessar mund-
ir óhemju vinsæl meðal yngsta fóiks-
ins í heimalandi sinu. Um hverja
helgi ferðast hún á milli borga í
Noregi og syngur rokklögin sin og
allt keyrir um koll af fagnaðarlátum.
Annars er „Lille Grethe" i skóla eins
og önnur börn á þessum aldri og
kvað standa sig þar með prýði, þrátt
fyrir hinn mikia tima sem fer í æf-
ingar og annað í sambandi við söng-
inn. Hún ætlar sér að verða annaö-
hvort leikkona eða píanóleikari þegar
hún er orðm stór, og er ekki aö efa
að þessi músíkalska teipa á eítir að
ná langt, að að hverju sem hún snýr
sér í iramtíðinni.
Þú skalt skrifa til „Norsk Ukeblad".
Bladecentralen, Sörkedalsveien 10,
OsLo.
skrítlur
einhvers norks blaðs, sem birtir nöfn
pennavina. Þakka þér svo fyrir allt
skemmtilegt. Þú ættir gjarnan að
hafa fleiri myndasögur.
1. C.
hlj ómlist
14 VIKAN