Vikan - 03.11.1960, Page 21
Lavers lætur undan áróðri Schafers
blaðamanns og tekur Howard Fletcher
fastan. Með |)\ í kemur hann í veg fyrir
að Wheeler geti haldið áfram rannsókn-
inni - en Wheeler gerir sér þá hægt
um vik og „útvegar“ Flclcher fjarvistar-
sönnun í sambandi við morð Nínu
Booth. Þetta gerir heldur en
ekki strik í reikninginn.
„Þér tókst Þetta ljómandi vel,“ mælti ég hug-
hreystandi. „Mér hafa borizt áreiðanlegar fregnir
af frammistöðu þinni. Við þurfum ekki að hafa
neinar áhyggjur þess vegna. Skál, vina min ...“
..En þetta var svo heimskulegt," snökti hún.
„Mér varð það ljóst um leið og ég hafði sleppt
orðinu, en þá varð það ekk; afturtekið. Ég hélt
að lögreglustjórinn mund' b'kstafiega springa
af bræði, svei mér þá. Þú hefðir átt að sjá
hann ...“
„Ef til vill get ég gert mér útlit hans í hugar-
lund.“ varð mér að orði. „En það hefur bara
verið að afbrýðisemi, að hann lét svona. Hann
hefur áreiðaníega óskað þess af heilum hug að
hann væri ég. og að þú hefðir þetta sama heim-
ilisfang: ég þekki kauðann “
„Æ, ég er svo þreytt," andvarpaði hún, þegar
hún hafði lokið úr glasinu „Það hljóta að bafa
verið að minnsta kosti þúsund spurningar, sem
ég varð að svara. Nei — tíu þúsund spurningar;
dálítið mismunandi orðaðar en alltaf um það
sama æ ofan í æ.“
„Þú stóðst þig prýðilega, eins og ég hef sagt,"
varð mér að orði. „Og nú. þegar þessi þunga
þraut er unnin, finnst mér að þú ættir að leggja
þig. hvíla þig vel eftir allt erfiðið. Eg verð að
skreppa frá sem snöggvast — gat ekki farið fyrr
en ég var viss um að elckert amaði að þér.“
„Skreppa frá?“ Það brá fyrir köldum glampa
á sjáöldrum hennar. Eg kannaðist við hann.
„Já. ég þarf að skreppa frá í erindagerðum,
sem ekki þola bið, ástin mín,“ sagði ég. „Ég kem
aftur að vörmu spori."
„Kar.nski það sé þessi suðurrikjakjúklingur í
skrifs^ofunni hiá lögreglustjóranum, sem þú átt
svo áríðandi erindi við?" spurði hún, ekki bein-
linis ástúðlega. .Hvernig stendur annars á Því,
að þú hefur aldrei minnst neitt á hana við mig?“
„Þú hefur einskis spurt," svaraði ég. „Svona,
vina mín. Nú skaltu blunda dálitla stund. Þú
hefur ekki nema gott af því.“
,A1,“ mælti hún með grátstafinn I kverkunum.
.Hvers vegna geturðu ekki gert þér ljóst hvað ég
hef orðið að þola þin vegna í dag? Ég hef skolfið'
af kvíða, verið pind og niðurlægð . .. Þín vegna.
Og þegar ég kem heim, þá bara ferð þú þina
leið ..."
„Þarna er mannskepnunni rétt lýst, ástin min,“
varð mér að orði um leið og ég setti á mig hatt-
inn. „Ekkert nema vanþakklætið, en það verður
allt gleymt, þegar ég kem aftur. Bless á með-
an ...“
Það mátti ekki hársbreidd muna að ég slyppi
út óskaddaður. Það var ekki neinn smáræðis-
dvnkur. sem heyrðist á hurðinni um leið Og ég
lokaði henni á hæla mér; sennilega hefur það
verlð hægindastðll. sem hún henti, hugsaði ég
með mér og þakkaði mínum sæla.
Veðrið var yndislegt, eins og það hafði verið
um morguninn. og bótt. dökkir skýjabólstrar hefðu
■dregizt að höfði A1 Wheelers, fyrrverandi levni-
lögerglumanns, var himininn skafheiðríkur eins
fvrir það Ég settist inn í bílinn og ók rakleitt
til lögregluskrifstofunnar.
Þegar þangað kom hægði ég aksturinn; þar voru
allir gluggar uppljómaðir, ég ók framhjá og nam
•staðar úti fyrir veitingastofunni þar í grennd.
Þar inni bað ég um glas af bjór, svo mér liðist
að nota símann, hringdi til þeirra í lögreglustjóra-
skrifst.ofunni, en þess var stundarbið, að þeir
önzuðu.
„iSkrifstofa lögreglustjðra," var loks svarað,
hásum og hrjúfum karlmannsrómi.
„Polnik?"
,..Tá — hver er það?“
„Wheeler," svaraði ég.
„Ert það þú." svaraði hann, og það hefði mátt
halda að hann væri dauðadrukkinn. „Mér kom
ekki annað til hugar, en að þú hefðir tafarlaust
flúið borgina."
„Ég er nú ekki kominn lengra en hérna út i
veitingastofuna," varð mér að orði. „Hefurðu
tíma til að skreppa hingað og fá þér einn lítinn
með mér?"
„Ég held nú það. Lögreglustjórinn er hvergi
nálægur — og það má ekki minna vera, en að
kveðji þig og þakki þér samstarfið."
„Ég skal sjá um að sá litli bíði þín ..."
Polnik kom eftir stundarkorn, svipaðist um og
kom ekki auga á mig fyrst 1 stað, þar sem ég sat
úti í horni við borð með tvö glös fyrir framan
mig. „Nei, það var gaman að hitta þig einu
sinni enn," hrópaði hann, þegar hann loks sá mig,
hlammaði sér á stólinn og hagræddi sínum mikla
skrokk í sætinu. „Jæja, og hvert er svo ferðinni
heitið — til New York, Miami ... eða kannski
alla leið suður á Kúbu?"
„Ef þetta gengur allt nokkurnveginn samkvæmt
áætlun, geri ég ekki ráð fyrir að fara neitt,"
svaraði ég. „Fari hins vegar ekki þannig, geri
■ég ráð fyrir að jafnvel Rússar vilji ekki yeita
mér viðtöku. Ég þarfnast aðstoðar þinnar,
Polnik ..."
„Allt, sem ég get þér í hag, skal ég með ánægju
gera," svaraði hann. „Þú getur reitt þig á það.
Ég hef hugsað mikið um þetta í dag, hvernig
þetta verður þegar þú ert farinn •— engar lag-
legar hnákur, og ekki neitt. Já, ég sakna þín
strax, kunningi, það er eins og eyða hafi komið
í líf mitt og allar bjórlindir séu þornaðar . . .“
„Þakka þér fyrir samúðina," sagði ég. „Mér
hefur ekki liðið rétt vel heldur."
„Þú hefðir átt að sjá framan í lögreglustjór-
ann,“ sagði hann lágt og brá fvrir ótta í röddinni.
„Þú hefðir átt að sjá hann í framan. þegar hann
varð þess vísari að sú fallega bió hjá þér . ..“
„Þetta er í þriðja skiptið í dag, sem ég heyri
þessi sömu orð, að ég hefði átt að sjá hann i
framan," greip ég fram í fyrir honum. „Og ég
verð að viðurkenna, að ég hefði gjarna viljað
vera viðstaddur."
En Polnik heyrði ekki orð til min. Hann starði
fjarrænu augnaráði út I horn. „Segðu mér eitt,
kunningi," mælti hann eftir stundarþögn. „Hvern-
ig i fjandanum ferðu að því að komast yfir slík-
an kvenmann?"
„Það er tiltölulega auðvelt, Polnik sæll," svar-
aði ég. „Maður talar bara við þær nokkur vel
valin orð. Svona rétt eins og þú talar við konuna
þína, þegar bezt liggur á ykkur ...“
„Það leikur sér enginn að því að tala vel valin
orð við kerlinguna mína — það er hún, sem talar,
og ég mundi öllu heldur kalla það óvalin orð en
vel valin. Og það liggur alltaf verst á henni,
en aldrei bezt. Svona er nú það hjónaband, kunn-
ingi.“
Ég tæmdi glasið og kinkaði kolli til þjónsins.
Þegar Polnik sá að hann kom til okkar, flýtti
hann sér að tæma glasið, og ég bað þjóninn að
fylla þau bæði á nýjan leik.
„Þú varst eitthvað að minnast á, að ég gæti
kannski hjálpað þér," sagði Polnik. „Það er ekki
nema guðvelkomið."
„Reyndist fjarvistarsönnun Johny Torch óvé-
fengjanleg?" spurði ég.
„Óvefengjanleg, og ekki segi ég það. Þeir í
veitingastofunni mundu jú að hann hafði komið
þar, en enginn virtist muna með vissu hvenær
hann korrt eða hvenær hann fór.“ Og Polnik
klóraði sér bak við eyrað.
„Funduð þið nokkuð i íbúð Nínu Booth, sem
veitt getur einhverja vísbendingu?" spurði ég.
„Kom, sá og sigraði — mig að minnsta kosti,"
rumdi i Polnik. „Hver sá, sem getur verið fjar-
vistum með henni ...“
„Ég hefði ekki átt að minnast á hana aftur,"
sagði ég afsakandi. „Ég skil Það ósköp vel, að
slikt er aðeins til að æsa upp i þér sult."
Þjónninn kom með full glösin. og það bjargaðí.
Polnik fór að" hugsa um annað, þegar hann sá
freyðandi bjórinn.
„Hvað hefst lögreglustjórinn nú að, þegar
Howard Fletcher er genginn honum úr greipum?"
spurði ég
„Það er von að þér leiki forvitni á því,“ svar-
aði Polnik dapur í bragði. „Ég held að hann
hafist það eitt að, að reyna að finna upp einhver
ráð til að ganga milli bols og höfuðs á þér. Já,
þú hefðir átt að heyra hvað hann kallaði þig,
þegar hann kom inn í einkaskrifstofu sína." Og
það var sem hrollur færi um hinn mikla skrokk
hans. „En þú veizt. eflaust hvað þú ert að gera,
kunningi, grun hef ég um það. Ég get sagt þér
það, að mér kæmi ekki einu sinni til hugar að
kalla kerlinguna mína þeim ónöfnum, sem hann
valdi þér.“
„Ég viðurkenni að ég hafi unnið nokkuð til
heiðursins," varð mér að orði. „Veiztu nokkuð
hvaða ráðum hann hyggst beita mig?“
Polnik klóraði sér enn á bak við eyrað. „Hann
ræddi lengi í símann við lögregluna í Las Vegas.
Spurði þá þar spjörunum úr, varðandi fallegu
stúlkuna þína.“ Augnaráð hans gerðist fjarrænt
á ný. Ég lyfti bjórglasinu og skálaði við hann,
og hann rankaði við sér.
„Nokkuð annað, sem þú varðst áskynja?"
„Já, hann talaði við yfirmann götulögreglunn-
ar, og hann talaði við borgarfógetann og ýmsa
fleiri, og yfirleitt talaði hann um þig. Jú, það
mátti heyra hvað hann sagði — hann öskraði svo
að veggirnir titruðu."
„Það virðist mega ráða það af þessu öllu sam-
an, að Lavers lögreglustjóra sé ekki beinlínis vel
við mig eins og stendur," varð mér að orði.
Framhald í næsta blaði.
ViKAN 21