Vikan


Vikan - 03.11.1960, Qupperneq 24

Vikan - 03.11.1960, Qupperneq 24
LAUSN af bls. 22. Hinir ósýnilegu eru átta alls. Iiinn er með flugdrekann, tveir skjóta af boga, sá þriðji rær, og sá fjórði er að synda, sá fimmti veiðir, og sá sjötti heldur á blöðru, og sjö- undi dregur kerruna. LAUSN af bls. 22. Þú átt aðeins að beygja eitt liorn- ið á pappirnum upp og teikna mið- punktinn við hornið, og siðan byrj- arðu að teikna hringinn út yfir hornið sem brotið er upp á, án þess að lyfta blýantinum. Á guös vegum Framhald af bls. 13. höfðingjar ýmsir hafa ekki iátið sig vanta í þennan hóp. Manngerð, trúarinnar er ósjaldan haldin slikum eldmóði, að öll menn- ingarverðmæti önnur verða 'henni einskis virði. Frægt dæmi um það • úr íslenzkri þjóðarsögu er Guð- mundur biskup góði, sem hefði hik- laust sóað ölium auðæfum Hólastóis i ölmusugjafir, ef hann hefði mátt ráða. Af þessum eldmóði er einnig sprottinn meinlætalifnaður nninka og einsetumanna. Hann stefnir beint að einhuga guðsdýrkun, en veraldleg gæði eru honum hégómi og tál. Á alþjóðaþingi sálfræðinga kynnt- ist ég nýlega tveimur nunnum, ann- arri ungri og óvenjufallegri konu. Þær voru aðkomnar úr mjög fjar- lægu landi, og mér sýndist þær njóta þess að blanda geði við aðra, miklu fremur þó karla e-n konur. Hin æskufagra nunna tók aðdáun ungra manna eins og konum er títt. En mér, sein álengdar stóð, hvarflaði oft í hug, hversu mikið af sterkum þrám og heitum tilfinningum þyrfti að deyða í þessari glæstu mey, þangað til liún sætti sig við þann meinlætalifnað, sem henni er ætl- aður. Fórnir fyrir hugsjónir verða léttbærar, ef fórnarviijinn sprett- ur fram úr viðhorfi einstaklingsins sjálfs. En römmum áróðri fylgir sú hætta, að menn verði þvingaðir til þjónustu við stefnur og mæti, sem í engu móta hugarfar þeirra. ★ — Yður vaeri víst ekki sama, þótt þér læsuð upphátt — ég gleymdi nefnilega gleraugunum mínum. — Kanína búin til úr dúskum. Framhald af bls. 16. á sama hátt. Festið dúskana þannig saman, að lögun dýrsins sjáist. Ath. IV. mynd. Festið tvo hnappa, sem augu og nef. Klippið tvö eyru úr filli, og festið. Festið á veiðihár. Gjarnan má hnýta silkislaufu um hálsinn. Þegar Kennedy yar íalinn af Framhald af bls. 11. urskeytabátsins, um það bil 15 fet frá steíninu og rann síðan þvert i gegnum bátinn með miklu brothljóði. Trébyrðingur tundurskeytabátsins dró vart úr ferð tundurspillisins. Kennedy kastaðist þvert yfir stjórn- klefann, og honum flaug í hug, að svona liði manni þá, þegar maður væri að deyja. En eftir augnablik var hann allt i einu kominn út á þilfarið og sá tundurspillinn, þar sem hann brauzt í gegnurn bátinn hans. Skyndilega gaus upp rauðgulur eld- blossi, sem lýsti tundurspillinn upp. Einungis einn rnaður var neðan þilja er þetta gerðist. Það var Mc- Mahon, vélstjóri. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um hvað var að ske. Hann var einmitt að teygja sig fram til að reka stjórnborðsvélina í gír, þegar heljarmikið skip birtist allt i einu inni i vélarrúminu hjá honum. Hann hófst á loft og hentist af mjórri gangbrautinni milli vélanna og lenti á stjórnborðsbyrðingnum, rétt aftan við vara-rafal bátsins. Geysimikill eldblossi gaus upp þar, sem benzín- tankarnir voru. Hann greip höndun- um fyrir andlit sér og bjóst við dauða sínum. En þá fann hann, að sjórinn skall yfir hann, og hann dróst niður þegar helmingurinn af bátnum sökk. Hann byrjaði að brjótast um í vatn- inu til þess að reyna að komast upp á yfirborðið. Hann hafði haldið niðri í sér andanum síðan áreksturinn varð, og hann kenndi mjög til i lungunum. Hann leit upp í gegnum sjóinn og sá gulan bjarma af benzíni, sem logaði á yfirborðinu. Skyndilega skaut hon- um upp, og þá var hann kominn í eidinn aftur. Hann brauzt um til þess að reyna að halda eldinum frá sér. Johnston, hinn vélstjórinn, lá sof- andi á þilfarinu þegar áreksturinn varð og kastaðist hann þegar fyrir borð. Hann sá eldinn og tundurspill- inn aðeins eitt augnablik. Þá lenti hann í hafrótinu, sem skrúfa tundur- spillsins olli. Hann færðist í kaf og snerist eins og snælda í iðunni. Sogið hélt honum í kafi, hristi hann og skók. E'n hann þoldi það og komst upp á yfirborðið aftur, sem þá var eins og iðuköst í stórfljóti. Daginn eftir var likami hans allur blár og svartur af marblettum eftir meðferðina. Sá helmingur bátsins, sem Kennedy var á hélzt á floti. Veggurinn framan við vélarrúmið var þéttur, og hin óskemmdu vatnsþéttu hólf frammi í bátnum héldu frampartinum á floti. Tundurspillirinn hvarf út i myrkrið, og skyndilega varð allt hljótt, aðeins hvinur frá brennandi benzíni heyrð- ist. Kennedy hrópaði: „Hverjir erp um borð?“ Veik svör komu frá þrem- ur óbreyttum sjóliðum, McGuire, Mauer og Albert, og frá einum liCis- foringja, Thom. Kennedy sá eldinn á sjónum, aðeins um tíu fet frá bátn- um. Hann var hræddur um, að eld- urinn gæti náð til þeirra og kveikti í benzíngeymum þeim, sem eftir vorp í bátnum. Svo hrópaði hann: „Allir fyrir borð.“ Mennirnir fimm hentu sér allir í sjóinn. En rótið frá tund- urspillinum sópaði eldinum burtu frá flakinu, og Kennedy og félagar hans fjórir klifu aftur um borð eftir stutta stund. Kennedy kallaði þá út í myrkr- ið til þess að ganga úr skugga um hvort ekki væru einhverjir á sundi í grennd við flakið. Einn af öðrum svöruðu þeir. Ross, annar stýrimaður og Harris, McMahon, Johnston, Zinsser og Starkey, óbreyttir sjó- liðar. Tveir svöruðu ekki, Kirksey og Marney, einnig óbreyttir sjóliðar. Síðan síðast var gerð loftárás á bæki- stöð þeirra hafði Kirksey verið þess fullviss, að hann mundi deyja innan skamms. Staður hans á bátnum var við skutbyssuna, og þar hafði hann alltaf hangið þegar þeir voru utan hafnar með björgunarvestið útblásið. Enginn vissi hvað komið hafði fyrir hann né heldur Marney. Harris hrópaði utan úr myrkrinu: „Kennedy, Kennedy, — McMahon er illa meiddur." Kennedy fór úr skyrt- unni og skónum og losaði sig við skammbyssu sína. Síðan sagði hann Mauer að gefa stöðugt Ijósmerki svo hann og mennirnir i sjónum gætu fundið flakið. Þá stakk hann sér til sunds og synti í þá átt, sem röddin kom úr. Skipbrotsmennirnir voru mjög dreifðir. McMahon og Harris voru um 100 metra frá flakinu. Þegar Kennedy kom til McMahons spurði hann: „Hvernig líður þér, Mac?“ McMahon svaraði: „Það er allt í lagi með mig, ég held bara, að ég sé dálítið brenndur." Kennedy hrópaði þá: „Hvað um ykkur hina?“ Harris sagði: „Ég hef meitt mig eitt- hvað á fæti.“ — Kennedy, sem hafði verið í sundliði Harvardháskóla fimm árum áður, tók McMahon og synti með hann áleiðis til flaksins. Hæg gola bar það frá sundmönnunum. Þeir voru 45 mínútur að synda spöl, sem virtist ekki meir en 100 metrar. Á leiðinni til flaksins sagði Harris: „Ég kemst ekki lengra." Þeir voru báðir frá Boston og Kennedy sagði: „Þú getur ekki látið þá hina sjá svona aumingjaskap hjá Bostonbúa." Harris steinþagnaði og synti áfram. Þá synti Kennedy á milli allra mann- anna til þess að ganga úr skugga um, hvernig þeim gengi. Allir, sem lifað höfðu af áreksturinn, gátu haldið sér á floti, þar eð þeir voru í björgunar- vestum. En þá, sem ekki kunnu að synda, varð að draga til flaksins, Einn þeirra kallaði á hjálp. Þegar Ross kom þangað, sá hann að maðurinn var með tvö björgunarvesti. Johnston tróð marvaðann í stórum benzínpolli, sem ekki hafði kviknað í, Benzínloft- ið fyilti lungu hans, og hann féll í öngvit. Thom tók í hann og dró hann til flaksins. Hinir komust heilu og höldnu á leiðarenda. Klukkan var nú orðiri meira en fimm að morgni og enn var dimmt. Næstum þrjár klukkustundir hafði tekið að koma mönnunum öllum um borð. Mennirnir teygðu úr sér á þvi, sem eftir var af þilfari tundurskeytabáts- ins. Nokkrir sofnuðu. Hinir ræddu um, hve dásamlegt væri, að vera lif- andi, og veltu því fyrir sér, hvenær hinir tundurskeyt.abátarnir myndu koma og bjarga þeim. Mauer gaf Ijós- merki í sífellu til að vísa þeim leið- ina. En ekkert bólaði á bátunum. Ahafnir þeirra höfðu séð áreksturinn, eldblossa og logana á sjónum. E’n þeir töldu útilokað, að nokkur hefði kom- izt lífs af, og sneru þeir því á burt. Tveimur dögum seinna var haldin minningarguðsþjónusta heima í bæki- stöðinni til minningar um þá 13 menn, sem talið var, að hefðu farizt með PT 109, Liðsforingi nokkur skrifaði móður sinni eftirfarandi: „Georg Ross fórnaði lífi sínu fyrir hugsjón, sem hann trúði sterkar á en nokkur okkar hinna. Hann var hugsjónamað- ur í þess orðs fyllstu merkingu. Jack Kennedy, sonur ambassadorsins, var á sama bát og týndi einnig lífi, Mað- urinn, sem sagði, að í styrjöldum misstu þjóðirnar úrval æsku sinnar fór sannarlega ekki með neinar ýkjur." Þegar dagaði fóru mennirnir á bátsflakinu að hreyfa sig og líta í kringum sig. 1 norðaustri gnæfði tindurinn á Kolombangara, varla íimm kílómetra undan. Þar vissu þeir, að minnsta kosti 10.000 Japanar héldu til. 1 vestri, sjö til átta kílómetra undan, sást Vella Lavella, og þar voru enn fleiri Japanar. 1 suðurátt, tæpa tvo kilómetra í burtu, gátu þeir jafn- vel séð japanskar herstöðvar á Gizo. Kennedy skipaði mönnum sínum að láta eins lítið á sér bera og mögu- legt væri, svo að Þeir sæjust síður frá herstöðvunum. Flakið var smám saman farið að síga í hafið, og það hallaðist talsvert. Kennedy sagði: „Hvað viljið þið gera, ef Japanar koma, ■— berjast eða gefast upp?“ Einn mannanna sagði: „Berjast, með hverju?" Þeir athuguðu Þá vopna- búnað sinn. Fallbyssan hafði hrokk- ið útbyrðis og hékk utan á síðunni í keðju. Þeir höfðu eina handvél- byssu, sex 45-kaliber skammbyssur og eina kalíber 38. Ekki mikið til að státa af. „Jæja,“ sagði Kennedy, „hvað viljið þið gera?“ Einn sagði: „Hvað, sem þér segið, herra Kennedy, þér eruð foringinn." Kennedy sagði: „Það stendur ekkert í bókunum um aðstæður sem þessar. Mér finnst við varla vera nokkur herflokkur leng- ur. Við skulum spjalla svolítið nánar um þetta." Þeir ræddu málið, og eftir stutta stund voru þeir farnir að ríf- ast. Kennedy sá, að þeir myndu aldrei geta komið sér saman um neitt, svo hann tók aftur að sér stjórnina. Nauðsynlegt var, að McMahon og Johnston hefðu nóg rúm til að liggja. Andlit McMahons, háls, handleggir og fætur voru illa brenndir. Johnston hóstaði stöðugt og var náfölur. Það var ekki pláss fyrir alla, svo Kennedy skipaði hinum að fara fyrir borð og fór sjálfur á eftir. Allan morguninn héngu þeir i flakinu og töluðu um, hve ótrúlega stæði á björguninni. Þeir svipuðust um eftir flugvélinni, sem þeir bjuggust við, að sendi hefði verið til þess að leita að þeim. Þeir bölvuðu styrjöldinni, og þó sérstak- lega tundurskeytabátum. Um klukkan tíu seig flakið skyndilega talsvert út á aðra hliðina. Greinilegt var, að leifar PT 109 mundu bráðlega sökkva til botns. Skömmu eftir hádegi sagði Kennedy: „Við skulum synda til þessarar smáeyjar þarna,“ og benti til eyjar einnar í smá eyjaklasa í um það bil 5 kílómetra fjarlægð til suð- austurs. „Það er erfiðara að ná til hennar en til Gizo, en Það eru líka minni líkur til, að við rekumst Þar á Japana. Þeir, sem ekki voru synd- ir, röðuðu sér nú um langan 2x6 þumlunga planka, sem trésmiðir höfðu notað til að skorða 37 milli- metra fallbyssuna á þilfarinu. Þeir bundu nokkur pör af skóm við plank- ann auk skipsluktarinnar, sem þeir vöfðu inn í björgunarvesti til að halda henni á floti. Thom tók að sér forystuna i hópnum, en Kennedy tók McMahon í drátt aftur. Hann skar lausa ól frá björgunarvesti McMahons og tók endann á milli tannanna. Hann synti bringusund og dró hinn bjargarlausa McMahon. Sundið til eyjarinnar tók yfir fimm klukku- stundir. Alltaf hélt Kennedy ólinni milli tannanna; það var erfitt og hann saup sjó öðru hverju. McMahon sveið ákaft. i hin miklu brunasár sín und- an saltvatninu, en hann kvartaði ekki. Á fárra mínútna fresti þurfti Kennedy að hægja á sér og kasta mæðinni. 1 hvert skipti spurði Mc- Mahon: „Hvað eigum við langa leið eftir?" Kennedy svaraði þá: „Okkur miðar vel áfram." Siðan spurði hann: „Hvernig liður þér, Mac?“ Og Mc- Mahon svaraði: „Takk fyrir, það er allt í lagi með mig, herra Kennedy. En hvað um yður?“ Þrátt fyrir það að Kennedy var með McMahon i eftirdragi, varð hann á undan félögum sínum til kórajrifsjns, sem umgirti eyjuna. Hann skildi Mc- Mahon eftir á rifinu og sagði honum að láta lítið á sér bera, ef vera kynni, 24 VIJCAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.