Vikan


Vikan - 03.11.1960, Page 25

Vikan - 03.11.1960, Page 25
að einhverjir Japanar væru á eyjunni. Kennedy hélt svo áfram til að kanna eyjuna. Hún reyndist aðeins vera um 100 metrar í þvermál. Nokkrar kókoshnetur héngu i pálmunum, en engar hnetur lágu á jörðinni, og eng- ir Japanar voru sýnilegir. En einmitt þegar hinir skipbrotsmennirnir náðu til eyjarinnar, tók einn þeirra eftir japönskum flutningapramma, sem fór mjög nálægt eyjunni. Þeir létu sem minnst á sér bera og pramminn hélt áfram. Johnston, sem enn var mjög máttfarinn og hóstaði mikið, sagði: „Þeir koma ekkert hingað. Hvað ættu þeir svo sem að gera hér? Eyjan er alltof lítil til að vera þeim til nokk- urs gagns." Kennedy lagði sig í runna, örmagna eftir erfiðið. Honum leið mjög illa í maganum af sjónum, sem hann hafði drukkið. Að undanskildum þeim stutta tíma, sem hann hafði verið á flakinu, hafði hann verið í sjónum samfleytt í fimmtán og hálfa klukku- stund. Nú fór hann að hugsa um, hvað gera skyldi. Allar undanfarnar nætur höfðu tundurskeytabátarnir farið um Fergusons-sund í leiðöngr- um sinum. Fergusons-sund var hinum megin við næstu eyju. Hann stóð upp, tók eitt af skópörunum, setti gúmmí- björgunarbelti um mitti sér og skammbyssu við beltið. Síðan fór hann úr buxunum og tók skipsluktina með sér. Hann sagði: „Ef ég finn bát, kveiki ég tvisvar á luktinni. Lykil- orðið verður ,,roger“ og svarið verð- ur „wilco“. Hann gekk til sjávar. Er hann hafði gengið nokkur skref fann hann til svima, en þegar hann kom í sjóinn leið honum vel. Það var snemma kvölds. Hann var hálfa klukkustund á leiðinni til rifs- ins umhverfis eyjuna. Um leið og hann skreið upp á rifið sá hann móta fyrir mjög stórum fiski í tæru vatn- inu Hann kveikti á luktinni og fisk- urinn skauzt þá í burtu. Það var farið að dimma, þegar Kennedy staulaðist yfir lónið og óð í mitti. Oft skar hann sig í fæturna á hárbeittum kóröll- um, steig ofan i gjótur og féll flatur í lónið. Hann slangraði eins og drukk- inn maður. Um klukkan níu kom hann á enda rifsins gegnt Fergusons-sundi. Þá fór hann úr skónum, batt þá við björgunarbeltið og lagði út á sundið Hann synti í um það bil eina klukku- stund, þar til hann þóttist kominn nógu langt til að ná sambandi við tundurskeytabáta, sem kynnu að fara um sundið. Hann tróð marvaðann og hlustaði eftir vélarhljóði. Honum varð mjög kalt, þar sem hann beið með luktina í höndunum. Einu sinni, er honum varð litið i vestur, sá hann eldblossa, sem bentu til þess, að þar færu fram einhver átök. Blossarnir voru lengra i burtu en litla eyjan, sennilega handan við Gizo. Kennedy skildist, að tundurskeytabátarnir hefðu, í fyrsta skipti í langan tíma, kosið að fara í kringum Gizo í stað þess að fara um Fergusons-sund. Bið- in var aiveg vonlaus, og hann hélt af stað til baka. Hann þurfti að leggja á sig sömu gönguna yfir rifið og lónið og lagðist svo til sunds i átt til litlu eyjarinnar, þar sem menn hans biðu. En sundið varð ekki eins auðvelt og það fyrra. Hann var orðinn mjög þreyttur, og straumurinn á milli eyj- anna var nú stríður, og bar hann til hægri af réttri leið. Hann sá, að hann mundi ekki ná til eyjarinnar, svo hann gaf ljósmerki og kallaði „roger, roger“, til að gefa til kynna hver hann væri. Á strönd eyjarinnar b:ðu menn hans eftirvæntingarfullir og vongóðir. Þeir sáu ljósin og heyrðu hrópin og urðu glaðir við, því þeir héldu, að Kennedy hefði fundið bát. Þeir gengu út á rif- ið og óðu út í sjóinn og biðu. Það var kvalafullt fyrir þá, sem voru skólausir. Þeir hrópuðu út í myrkrið, en ekki mjög hátt, því þeir óttuðust, að Japanar yrðu þeirra varir. E'inn þeirra sagði: „Þarna var ljósblossi." Nokkrum mínútum seinna sagði ann- ar: „Það er ljós þarna hinumegin." Sá þriðji sagði: „Við erum farnir að sjá ofsjónir í þessu myrkri." Þeir biðu lengi, en sáu ekkert nema maurildið í sjónum og heyrðu ekkert nema gjálfrið í öldunum. Þeir sneru við, vonsviknir. Einn þeirra sagði í örvæntingu: „Við berum víst beinin hérna." Johnston sagði þá: „Blessað- ur láttu ekki svona. Það er víst ekki mikil hætta á, að þ úsálist hér. Ein- ungis Þeir sem guðirnir elska deyja á unga aldri.“ Kenncdy rak fyrir straumnum fram hjá litlu eyjunni. Honum fannst sem hann hefði aldrei lent í öðrum eins vandræðum. En þó hafði hann ekki enn gefið upp alla von Hann lét skóna sökkva, en hélt áfram á luktinni, svo honum yrði unnt að ná sambandi við félagana. Þar kom að hann hætti að synda. Honum stóð orðið á sama um áframhaldið, hann barst með straumnum og honum var mjög kalt. Hugsunin var orðin sljó. Fyrir nokkr- um klukkustundum langaði hann ákaft til að komast til bækistöðvar- innar á Rendova Nú fannst honum það eitt skipta máli að komast til litlu eyjarinnar, sem hann hafði yfir- gefið þá um kvöldið. En hann reyndi samt ekkert til að komast þangað, hann einunigs langaði, langaði ósegj- anlega mikið. Hann var orðinn al- gjörlega utan við sig, og í langan tíma barst hann áfram með straumn- um i djúpri leiðslu eða svefni. Niöurlag í nœsta blaöi. 44. VERDIAUNAKROSKÁTA VIKUNNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á kross- gátunni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið fær verðlaunin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta“. Margar lausnir bárust á 36. kros.s- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. GUÐJÓN VIGFÚSSON, Húsatóftum, Skeiðum, Árnessýslu, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 39. krossgátu er hér aö neöan: + + + + M 0 D I R + 0 G + L + + + + + + + D + N E S L A B A s H + + + + G I N N I N G V A R M A + + + + E N G I + 0 A + R E í R M E N N I N G + A T + N N N R G ð S A T T E G I L + S A T T I R Ð + P R + V + N E T T R U S L B U M 0 AIL A N D I + U + S I L I R E L L A + L S N A N + S U + Ð A T E L J A + L U X A L + s 0 S S T 0 F N + a H R J A L L + F L T A N 0 A R F S D I N G + u N A + + + A U + A L + R + 0 S K I L + + M ö M M U L E I K U R + R 0 VIKÁN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.