Vikan


Vikan - 24.11.1960, Page 7

Vikan - 24.11.1960, Page 7
með þýzkum hreim og sagðist vera frá Austur-Þýzkalandi. Hún kvaðst vera gift Þórarni Snorrasyni, oddvita þar í Selvogi. Þau höfðu reist nýbýlið og kölluðu það líka Vogsósa, til þess að nafnið félli ekki niður, ef hin jörðin færi í eyði. — Hvernig stóð á því, að þú komst hingað? spurðum við hana. — Það eru tiu ár síðan við komum til Islands, foreldrar minir og ég. Á þeim tima komu allmargir Þjóðverjar til Islands til landbúnaðarstarfa. Þau fóru svo út aftur, foreldrar mínir. —- Finnst þér nú ekki ólíkt umhorfs hér og í Þýzkalandi? — Ojú, mér finnst landið nokkuð bert, það er mikill munur á því og I heimahögum minum i Austur-Þýzkalandi. Mér finnst vanta tré hérna, og ég held, að það væri gott fyrir allan gróður. —• Einu sinni var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, upp- lýstum við hana, — eða svo segir í gömlum bókum. — Já, ég hef heyrt það sagt. Það var leiðinlegt, að Islendingar skyldu eyðileggja skóginn. — Hafið þið kýr? — Við höfum eina, — það er nóg fyrir okkur. Við fáum mjólk, smjör rjóma eins og við þurfum. Það eru yfirleitt ein eða tvær kýr á bæjunum hér — bara til heimilis. — Þið leggið þá áherzlu á fjárbúskapinn? — Við eigum 160 ær núna. Við missum eitthvað á hverju firi, það fer í varginn og heimtist ekki. HerdísarvíJc er vestasti bær í Selvogi. Bcerinn er byggð'ur í grjóturö, og túniö er í litilli laut niöri viö sjóinn. Herdísarvík er nú i eyöi, og gamli bcerinn grotnar niöur. ÞaÖ er aö sjá, aö þeir séu sœmilega sláttuvélaöir í Selvogi, en hiröan á þeim er eins og viöar i sveitum landsins. Guömundmr Halldórsson, Þóröarkoti. — Engin framtöl fyrir utanaökom- andi menn. — Þetta er Engilvíkin, þar sem norsku skipbrotsmennina bar aö landi. Þeir voru meö viö til SkáUioltskirkju, en byggöu sjálfir kirkju úr viönum, þar sem nú stendur Strandarkirkja. VIKAN /

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.