Vikan


Vikan - 24.11.1960, Side 42

Vikan - 24.11.1960, Side 42
bráðar byrja að streyma niður i gegnum bað, annaðhvort með vaxandi hraða eða í stórum drop- um eða slettum, sem helltust niður gegnum bynnstu blettina. Ef svo færi, mundu dropaslett- urnar útrýma því lofti sem fyrir vseri alllt i kring, með feiknaafli. Slíkt gas, sem streymdi niður gæti verið nógu kalt til þess að drepa og frysta mammútdýr á einu augnabliki. Nú skulum við aftur lita á vesalings mammút- dýrin okkar, þar sem þau rölta japlandi um hag- ana, kannski í glaða sólskini. Það er jafnvel ekki ský á himni eða mistur i lofti, eins og nú er á þeim slóðum, sem Mið-Asía er nú. Allt i einu byrjar loftið að hreyfast á undarlegan hátt, eins og fyrir kemur í norðurheimskautshéruðunum nú, þegar fyrstu kuldarnir koma og hitinn lækkar um 60 stig á klukkustund. Hið eina, sem mammútdýrið verður vart við, er skyndilegur, sár sviði um allt og brennandi kvalir í lungunum. Loftið virðist vera orðið að eldi. Það dregur andann nokkrum sinnum og gefur upp öndina, og þá þegar eru lungu þess, háls, augu og eyru og húðin kristölluð. Ef það er í miðri dembunni umlykur hinn hræðilegi úði það og eftir fáar stundir má segja að það sé orðið líkneskji úr steini. Síðar kemur snjórinn og þekur það mjúklega. Þá skulum við yfirgefa það um stund og sjá hvað verður um fjarskyldan frænda þess í Alaska, sem liggur rétt utan við svæðið, þar sem demban féll. Þar má búast við að þykkni upp og jafnvel byrji að snjóa, en það hefur dýrið ekki upplifað fyrr á þessum slóðum í september. Það labbar af stað til þess að leita skjóls. En þá kemur stormur, sem vex með miklum hraða og verður að ofsaroki, en endar í veðri sem ekki verður með orðum lýst. Það missir fótanna og kastast eins og Ijónin, vísundarnir, fiskarnir úr vötnunum og öll önnur dýr, utan i tré og kletta, rifið og kramið í smá- tætlur og svo veltur það áfram til að enda í ólg- andi potti með vatni, mold, brotnum trjám, ruðn- ingsgrjóti, tættu grasi og runnum og tætlum af meðbræðrum sínum og öðrum dýrum. Svo kemur kuldinn og frystir þetta allt og þegar allar þessar hamfarir eru á enda þekur snjórinn allt saman. Svona var ástandið í Alaska. þar sem mammút- dýrin og önnur dýr, með örfáum undantekning- um, voru tætt í sundur strax og frusu samstundis. En það eru önnur svæði þar sem dýrin voru sund- urtætt, en náðu að rotna áður en þau frusu og enn annars staðar höfðu þau rotnað heil inn að beini og frosið sums staðar og annars staðar ekki. Svo eru staðir þar sem stórir hópar, heilar hjarðir af dýrum, eni í einni hrúgu í giljum og árfarveg- um og í öðrum dældum, og af þeim eru aðeins beinin eftir. Ef til vill er hér fundin ráðning gátunnar miklu um mammútdýrin, svörin við spurningunum um, hvers vegna fundizt hafi dýr á einum stað með sóleyjar á milli tannanna, en sundurrifin, en þó þekkjanleg á öðrum, rotnuð á þeim þriðja og beinahrúgur annars staðar. Dýrin frusu heil, þar sem demba af ísköldu lofti féll til jarðar áður en stormurinn skall á, sundurtætt og frosin þar sem Draumar Framhald af bls. 26. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri á gangi með systur minni og strák, sem hún var einu sinni með, — en nú er það allt búið, — og barninu hennar, sem hún átti með öðrum manni. Við fórum niður að bryggju og sáum þá skip, sem vinur minn er á, sigla út höfnina, og fannst mér það vera alveg mannlaust. Og nú langar mig að fá vitneskju um, hvað þetta merkir. Ein i vanda. Svar til einnar í vanda. Að dreyma skip á siglingu er merki um ævintýri, sem mun verða ágóðasamt og full- nægjandi. Af draumnum má skilja, að þetta ævintýri sé í sambandi við Amor, — í sam- bandi við þennan vin þinn, sem starfaði á hinu mannlausa skipi. Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi, að strákurinn, sem ég er hrifinn af, væri kominn heim. Hann hefur verið er- lendis í sumar. Við erum í félagsskap með mörg- um öðrum krökkum, og þar sá ég hann fyrst. Hann var í fallegri, grárri peysu og var alltaf að tala við einhvern. Hann var að reyna að benda mér að koma að tala við sig, en ég þóttist ekki sjá það. Ég var að tala við háa, Ijóshærða stelpu, sem hann hafði verið með stundum áður, en hún var alltaf að reyna að fá mig sem lengst í burtu frá honum. Ég fór niður í snyrtiherbergi til að iaga mig til, en hárið á mér var aldrei gott. Annaðhvort var það út í loftið eða það lá þétt niður. Að endingu fór ég upp, en þá var fundurinn byrj- aður, og ég kom of seint. Þá vaknaði ég. Feimin. Svar til Feiminnar. Þessi draumur er tákn vonbrigðanna. í raun og veru er hann fullur af táknum um vonbrigði. Ekki er mér grunlaust um, að þú ljtir nokkuð stórt á þig og sért ekki nógu sveigjanleg eftir aðstæðunum. Fólk getur verið mjúkt og þýtt í viðmóti, þó að það haldi sinni ákveðnu stefnu. 011 verðum við að temja okkur auðmýkt, eða við lærum auð- mýkt af lífinu fyrr eða síðar með blíðu eða stríðu. Eðli konunnar er að láta ganga eftir sér, en það eru líka takmörk fyrir því, hvað hver maður lætur bjóða sér af því taginu. f öllum kvenréttindamálum nútímans ætti ekki að vera svo ósiðlegt af konunni að ganga eftir þeim manni, sem henni lízt vel á. Eða eru lögmál náttúrunnar ef til vill ^ sterkust i þessu tilliti? Þýðing draumsins 42 VIKAbt er því að mínu viti ábending um margs kon- ar erfiðleika á næstunni. í i j Draumráðandi Vikunnar, Ég og vinkona mín sóttum báðar um pláss á heimavistarskóla en fengum ekki. Nú kemur draumurinn. Mig dreymdi að þessi vinkona mín kemur til mín og segir að hún sé búin að fá pláss á skólanum. Ég reyni þá aftur að fá pláss á skólanum, en án árangurs. Ég tók þetta mjög nærri mér og grét mikið. Jæja svo kemur að því að hún fer og einnig bróðir hennar og frændi. Ég hélt áfram að gráta en þá kemur frændi hennar til mín en ég er mjög hrifinn af hon- um og kyssir mig, en hárið á mér verður allt fyrir og svo fara þau en ég sit eftir og græt. Með kærri þökk, Kiddý.^ Svar til Kiddýar. Draumur þessi merkir að þú munir ekki hitta vin þinn, sem býr nokkuð langt frá þér. Einnig ber draumurinn með sér vonbrigði á ýmsum sviðum, svo sem ástarmálum. Von- brigði og erfiðleikar tvinnast saman í draumi þessum og má því einnig búast við erfiðleik- um. Kæri draumaráðandi Vikunnar, í nótt dreymdi mig eftirfarandi draum: Ég var úti að labba með barn i vagni, sem mér fannst vera mitt. Ég skildi barnið eftir fyrir utan ein- hverja byggingu á meðan ég skrapp inn fyrir. Ég man ekkert hvað ég var að gera eða hve lengi ég var. Þegar ég fór út þá vatt ég mér — Ég skil að þér rekið upp stór augu frú, en það er ekki nokkur leið að venja manninn minn af því að koma inn svona óhreinn á fótunum. rokið kom á undan frostinu og þar sem dýrin höfðu haft tíma til að rotna áður en frostið kom, eða að jarðskorpan flutti þau norður á bóginn, voru bara beinin eftir. Leifarnar sem stóðu upp úr jarðveginum, þar sem frostið kom fyrst niður, voru örugglega frosn- ar og varðar fyrir skemmdum þegar snjórinn kom, eins og t. d. Beresovkadýrið. Það út af fyrir sig er mikilvæg sönnun, því jöklar náðu aldrei að myndast í Siberíu, þar sem jarðskorpan var sí- íellt á hreyfingu. Það hefur sézt, að einhvern tíma hefur byrjað að myndast þar jökull, en hann varð brátt að engu, og þegar hann bráðnaði, bar vatnið úr honum heilmikið aí leðju niður, að sunn- an og norður eftir, en Þannig renna árnar í Siberíu, og leðjan lagðist ofan á snjóinn. Hún fraus á haustin og bráðnaði á vorin og af því að dökk efni taka til sín meiri hita en ljós efni, bræddi hún smám saman snjóinn undan sér og urðu Því dýrin umlukin leðju, sem kom í staðinn fyrir saman- þjappaðan snjóinn. Eins og við sögðum i upphafi, var enginn, sem óskaði eftir hraðfrystum fílum. En margir munu fyllast þakklæti vegna tilveru þeirra, þegar það kemur í ljós að hún mun stuðla að þvi að svar fáist við spurningum um þá atburði, sem geta haft úrslitaáhrif á líf okkar og framtiðartilveru. Þarna er ef til vill fyrirboði um, hvað við getum átt í vændum, ef sams konar atburðir eiga eftir að gerast. -fc út um glugga og kem niður við hliðina á pilti. Ég sá strax hver pilturinn var svo ég spyr. ÞorirSu ekki að snerta á því. Hann spurði hvort þetta væri sitt barn. Ég játti því. Mér fannst hann gleðjast mjög við því. Siðan löbbuðum við saman niður í bæ. Allt var öðru visi um- horfs en það er. Síðan tekur hann mig í faðm og segir. „Gréta, höfum við virkilega aldrei kyssts. En hvernig höfum við þá getað gert þetta sem árangurinn hér sýnir? og bendir í áttina að barninu. Eigthsý. Svar til Eigthsý. Draumurinn er merki urn hamingju í fjöt- skyldulífi þínu. Tákn hamingjunnar eru mörg þarna t.d. kossinn, barnið og húsið. Barnið er ennfremur tákn um stóra fjöl- skyldu, sem þú munt eignast. Kossinn er tákn um vetgengni í ástarmálum í þessu tilfelli, merking kossins fer mjög eftir kringumstæð- um. Vinsamlegast ráðið eftirfarandi draum: Ég var í nokkurs konar járnbrautarlest, með aðeins 2 vögnum og fannst mér ég stýra. Var það auðvelt, en þar sem vagninn minn elti annan, fór hann sömu leið og gengnum hvað sem fyrir var. Allt í einu var ég ein i öðrum vagninum og fannst ég komast í strand, þar sem hús varð á vegi mínum og gegnum það varð ekki komist. Allt í einu sá ég mann þar og um leið varð ég vör við að reyk lagði upp úr pokum, sem í húsinu var. Hafði ég grun um að maðurinn hefði kveikt í, en þar sem mér lá á að finna rétta leið og hitta gerði ég ekki neitt og þar eð ég einnig sá að maðurinn var með byssu, lét ég sem ég setti hann ekki í samband við við reykinn, og lét hann þá byssuna síga og fór niður um þröngt gat, sem var á gólfi byggingarinnar. Allt í einu var ég komin af stað aftur i vagninum og var þá faðir minn sem er dáinn fyrir löngu, allt í einu kominn og vildi hann stýra, en mér fannst hann svo þreyttur og lásburða að ég bað hann um að leggja sig og breiða eitthvað ofan á sig. o.s.frv. Draumur þessi var óundirskrifaður. Draumur þessi er eins og sjá má hinn has- arfengnasti, og of langur til að fara út í ein- stök tákn hans nema það helzta. Þáttur járn- brautarinnar f draumnum bendir til þess að þú ættir að einbeita þér betur að starfi þínu heldur en þú gerir, bæði vegna sjálfs þíns og annara viðkomandi aðila. Ef þú gerðir það eru fullar horfur á tekjuaukningu hjá fcér.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.