Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 5

Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 5
eru sýnd korl yfir veðrið á landinu og kringum það, þau nvjustu sem til eru, og þeim stuttlega lýst, einkunt með tilliti til þeirra veðrabrigða, sem eru að gerast og væntanleg eru. Þá er sýnt spákort um afstöðu loftstrauma og veðra- belta sólarliring síðar, en að lokum ýtarlegra spákort af íslandi og næsta um- hverfi þess. Er víst um það, að þessi sjónvarpsþáttur hefur veitt mörgum aukinn skilning, bæði á þeim almennu lögmálum, sem veðrin lúta, og svo á daglegunt veðrabrigðum. Með þessu ætti einnig að aukast dómgreind manna á veður- fregnir og þær takmarkanir, sem þær hljóta að vera háðar. Menn fara sjálfir að spá í kortin, og sjálfsagt mun þeim þá oft betur takast en okkur, sent liöfum þetta fyrir atviunu og skyldu. En það er ekki nerna gott, að við fáum þannig almennt samstarf og samkeppni. Arangur af veðurspám er nefnilega mjög kom- inn undir því, að notendur þeirra sjóði þær og steiki og setji út á þær hæfilega mikið salt og pipar, í stað jtess að hakka ]>ær í sig hráar. Til fróðleiks fyrir þá, sem ekki hafa haft tækifæri að fylgjast með þessunt sjónvarpsveðurfregnum, skulu hér birt kortin, sent sýnd voru 26. apríl, og endur- ritaðar af segulbandi þær athugasemdir, sem veðurfræðingurinn lét fylgja: Gott kvöld. í dag hefur verið rcglulcgur útsynningur á landinu, að minnsta kosti á því svæði sem sjón- varpið nær til, allt austur undir Eyjafjöll og norður um Snæfellsnes, og reyndar lengra. Þessi útsynningur einkenndist af suðvestanátt ineð allhvössum éljum cða skúrum. I dag hafa alls staðar verið snjóél á hálendinu, cn á láglendi ýmist skúrir eða haglél. Hitinn var G stig aust- ur í Mýrdal, 4 stig á Stórhöfða, 5 fyrir austan fjall, 4 í Reykjavík, 2 í Síðuinúla í Borgarfirði og 4 á Hellissandi. En þegar þetta loft kemur norðaustur yfir landið, þá verður á breyting og það léttir í lofti, éljaklakkarnir leysast upp. Þar hcfur víða verið 7 stiga hiti í dag og komst í 9 stig á Akurcyri og í Höfn í Hornafirði. Á þessu stóra korti einkennist veðrið af lægð, scm er fyrir norðaustan land. Frá henni er lægðardrag um Grænlandssund og Grænlandshaf og allt suður í haf austur af Nýfundnalandi. Þar er ný lægð á ferðinni. Fyrir suðaustan þetta lægðardrag er sunnan og suðvestanátt eins og örvarnar sýna, misjafnlega hvöss, víða sem svar- ar G vindstigum cins og hér má sjá, og allt upp í átta vindstig, cins og hér (sjá vindkvarðann í horni kortsins). Fyrir suðaustan skilin cr liit- inn allt upp í 15 til 17 stig, en fyrir norð- vestan þau er kaldara, svaltcmprað loft, 5 r.tiga hiti hér suður undan landinu, og norðvestur af lægðardraginu er norðan og norðaustanátt og frost 15—25 stig. Má segja, að I'.cssi ckil Jiér norðaustur um séu ekki ósvipuð og maður gæti ímyndað sér Miðgarðsorm, að minnsta kosti svarar stærðin til þess, og hlykkirnir á þessum ormi ganga sem sagt inn í lægðirnar. Og hér cr sú lægð, sem næst cr von á. VEÐRIÐ 5

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.