Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 21
Annan jóladag var kominn norðaustan stormur og hríð á Vestfjörðum, og dá- lítið snjóaði einnig á vestanverðu Norðurlandi, en á suðurströndinni var austan áttin orðin liæg með skúruin. Milli jóla og nýárs var yfirleitt norðlæg átt og sífellt bættist við snjóinn á norðanverðu landinu, en sunnan lands var bjart veður að mestu, Jiótt snjóaði af og til. Desember í heild var einn sá versti um langt árabil bæði til sjós og lands. Janúar. Mikill snjór var kominn fyrir norðan, Jjegar norðanáttina, sent staðið hafði frá því fyrir jól, Iægði fyrstu dagana í janúar. Þann 5. var sunnan bloti, en daginn ellir frysti aftur. Komu nú slæm svellalög víða á Suður- og Vestur- landi. Af Jjeim sökum varð sums staðar mjög erfitt að koma skepnum frá húsi. Dagana 8.—15. var oft vestlæg átt með miklum hlýindum á Norður- og Austur- landi, en þokusúld vestan lands og sunnan. Oðru hverju frysti Jjó með skamm- vinnri norðan átt og 16.—18. var hann við norðrið með frosti. Eftir hlýindakafl- ann var snjórinn orðinn lítill norðan lands og austan, en í Jjess stað voru sums staðar komin bagaleg svell, sem héldust út mánuðinn. Frá 20. janúar til 2. febrúar var vindur austanstæður, oftast hægur, en hvessti Jjó á stundum. Þennan tíma var fremur hlýtt sunnan lands og austan og ýmist rigning, skúrir eða slydduél. Á Norður- og Vesturlandi var hins vegar mjög úrkomulítið, og fyrir norðari var frost með köflum. Mánuðurinn í heild var frernur hlýr með litlar úrkomur og tíðin heldur hagstæð lyrir landbúnað og útveg. Febrúar. Fram undir 20. var niild veðrátta. Oft var útsynningur með skúra- og éíjaveðri vestan lands, en Jjess á milli var áttin oftast á milli austurs og suðurs. Iðulega var bjartviðri fyrir norðan, en töluverð úrkoma á suðaustanverðu landinu. Með góu lór veður kólnandi. Var vindur nú yfirleitt norðlægur með 5—10 stiga frosti og snjókomu eða éljum fyrir norðan. Stundum snjóaði einnig sunnan lands með austlægri átt, en létti lil Jjess á milli með norðan áttinni. Gæftir voru heldur lélegar, en hagstæð tíð fyrir bændur nema síðasta vikan. f lok mánaðarins var kominn talsverður snjór á Norðurlandi. Hvassast mun hafa orðið 11. febrúar. Þá voru vestan 14 vindstig í Grímsey. Mánuðurinn í heild var hlýr, rúm 2 stig fyrir ofan meðallag. Marz. Um veðrið í marz og reyndar fram til 4. apríl má segja, að Jjað hafi verið með eindæmunt kalt og stormasamt og snjóalög alls staðar óvenju mikil. Norðan lands mun marz aðeins einu sinni á öldinni hafa orðið álíka kaldur, en Jjað var 1919. í Reykjavík hafði ekki orðið jafn kalt síðan 1951. Norðlæg átt var að sjálfsögðu tíðust og fyrir norðan var meiri og minni ófærð allan mánuðinn. Sunnan lands var alhvítt að kalla allan mánuðinn og oft miklar snjókomur og tepjjtir vegir. I minnisstæðasta óveðrinu, um páskana, var norðan stormur og stórhríð um norðanvert landið. Sunnan lands snjóaði lítið, en í Jjess stað var hörkufrost og feiki mikill skafbylur í eina fjóra daga. Mánuðurinn var bændum mjög erfiður og ógæftir voru miklar. Seint í marz var nokkuð ísrek fyrir Norðurlandi og út af Vestfjörðum, en ekki tejjjjtust siglingaleiðir. VEÐRIÐ --- 21

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.