Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 17
inu umhverfis og jafnframt tvívetnisauðugasta vatn, sem fyrirfinnst á suðvestur-
hluta landsins. Vatnið í Krýsuvíkurholunni virðist því vera staðbundið, þ. e.
það hefur fallið til jarðar sem regn á svæðinu umhverfis.
Samt sem áður verður þó að taka þann möguleika til athugunar, að vatnið
geti verið komið annars staðar frá. Sá möguleiki er fyrir hendi að vatnið sé
kornið lengra innan úr landi. í því tilfelli hefur vatnið orðið tvívetnisauðugra
við það að renna í gegnum berglög, þar sem allt annað vatn á landinu er lctt-
ara. Einnig gæti komið lil greina að þetta væri tvívetnissnauðara vatn innan úr
landi, sem liefði blandazt sjávarvatni og á þann hátt orðið auðugra af tvívetni.
En sjór er talsvert tvívetnisauðugri en ferskt vatn. Ef um slíkt væri að ræða,
þá ætti klóríðinnihald vatnsins að vera tilsvarandi hærra, eftir því sem um
meiri sjávarblöndun væri að ræða. Nú er að vísu klóríðinnihald vatnsins í
Krísuvíkurholunni talsvert hærra en í flestu öðru heitu vatni á landinu, en
jafnvel þótt reiknað væri mcð að allt klóríðið væri kontið í vatnið vegna íblönd-
unar sjávar, gæti það ekki breytt ö — gildi þess um meira en \%0. Það er því
útilokað að um nokkra breytingu geti verið að ræða vegna íblöndunar sjávar.
Heitt vatn á Hverravöllum liefur ö = — \00%o og er jafnframt tvívetnissnauð-
asta vatn, sem fundizt hefur í þessum hluta landsins. Eftir hæð Hveravalla er
ósennilegt, að þetta vatn geti verið annars staðar að, en af svæðinu umhverfis
eða úr öðrum hvorum hinna tveggja jökla: Langjökli eða Hofsjökli. Urkoman
á Hveravöllum sjálfum hefur augljóslega hærra tvívetnisinnihald en hveravatnið,
og enn hefur ekki lundizt vatn í jöklunum með svo lágu tvívetnisinnihaldi. En
við vitum frá athugunum á Eyjafjallajiikli, að minnkun á tvívetnisinnihaldi úr-
komu upp eftir jöklunum er mjög ör. Það er því ekki ósennilegt, að vatn með
ö = —100%o finnist uppi í Hofsjökli eða jafnvel Langjiikli. Þó er erl'itt að slá
nokkru föstu í þeim efnum, Jtar sem jöklarnir hafa ekki enn verið kannaðir
nægilega vel.
En athugum nú saman Hveravelli og Krýsuvfk. I Krýsuvík er um Jtað tvennt
að ræða, að vatnið hafi haldið tvfvetnisinnihaldi sínu óbreyttu í jarðveginum
eða að Jtað hafi orðið auðugra af tvívetni. Á Hveravöllum er hins vegar um Jtað
að ræða, að vatnið hafi haldið tvívetnisinnihaldi sínu óbreyttu eða að það hafi
orðið snauðara af tvívetni. Eina viðunanlega skýringin er Jtá sú, að tvívetnis-
innihald heita vatnsins haldist óbreytt á ferð jiess í gegnurn jarðveginn. Það er
Jrví augljóst að tvívetnismælingar á heitu vatni má nota til að finna úrkomu-
svæði Jtess, á sama hátt og gert er fyrir kalda vatnið.
Seljavellir er heit uppspretta undir Eyjafjallajökli. Vatn Jtessarar uppsprettu
liefur ð = — 65 %0, sem bendir til Jtess að Jtað sé komið úr Eyjafjallajökli.
Hengilsvæðið er vafalaust bezt rannsakaða jarðhitasvæði á íslandi. Ef litið er á
tvívetnismælingar af svæðinu, Jj;'i kemur mjög skýrt í ljós, að þar er um tvenns
konar heitt vatn að ræða. Sex hverir í 140 m hæð ylir sjávarmáli eða meira hafa
ð = —56%o f vatni sínu, sem er Jtað sama og í úrkomu á svæðinu. Tvcir hverir
og Jsrjár borholur innan við 100 nt hæð yfir sjávarmáli hafa hins vegar ö = — 66%0
í vatni sínu, sem er það sama og fyrir Þingvallavatn.
VEÐRIÐ
17