Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 14
Aö Keldum á Rangárvöllum eru kaldar uppsprettur, sem koma fram undan
Hekluhrauninu. Ylirleitt liefur verið talið, að vatnið í þessum uppsprettum sé
regn, sem hefur fallið til jarðar í lirauninu sunnan í Heklu. Beri maður nú
tvivetnisinnihald uppsprettuvatnsins, ö=— 67%c, saman við jafngildislínurnar,
sést, að —67%0 línan liggur um það bil 10 krn suðvestan við Heklu. Hún ætti
að liggja í gegnunr mitt úrkomusvæðið. Hér staðfesta því tvívetnismælingar þær
hugmyndir, sem menn hafa áður gert sér um uppruna Keldnavatnsins.
Meðaltvívetnisinnihald í Þjórsá við Urriðafoss er fi = — S0%c, eða 27%0 lægra
en í úrkontu við Urriðafoss. Þetta ætti að vera meðaltvívetnisinnihald vatna-
svæðis Þjórsár, sem er um það bil 7000 km2 og nær allt upp í Hofsjökul og
Vatnajökul. Reghdegar mánaðarlegar mælingar á Þjórsá ltafa einnig leitt í ljós,
að um greinilega árssveifiu er að ræða, hvað tvívetnisinnihald snertir. Mánuð-
14 --- VEÐRIÐ