Veðrið - 01.04.1968, Qupperneq 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 75.00
1. HEFTI 1968 13. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131
JÓN EYÞÓRSSON, veðurfræðingur.
- MINNINGARORÐ -
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, lézt ;í 74. aldursári á Landspítalanum hinn
6. marz s. I. eftir nærri fjögurra mánaða legu.
Hann var fæddur 27. janúar 1895 að Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Foreldrar
lians voru Eyþór Árni Benediktsson bóndi og kona hans Björg Jósefína Sigurðar-
dóttir. Þau fluttu rétt fyrir aldamótin að Hamri í Bak-Ásum, og þar ólst Jón
upp, unz hann hóf skólanám. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri 1914
og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1917.
Eins og flestir námsmenn á íslandi i'yrr og síðar þurfti Jón að vinna liörðum
höndum á sumrin. Reyndist honum vegavinna drýgst til fjáröflunar, Jrví að á
þeim árum var verið að leggja vegakerfi það, sem enn er undirstaða umferðar-
innar, rúmri hálfri öld síðar. Vafalítið er, að þessi sumur hefur hinn sivakandi
áhugi Jóns á íslenzkri náttúru glæðzt við athugun á ummerkjum veðurs, vatna
og jökla á svipmót landsins og á undirlagið, sem vegir Húnaþings voru lagðir
um og brýrnar reislar á.
Frá Reykjavík lá leiðin til Kaupmannahafnar, og þar tók liann fyrri hluta
náttúrufræðiprófs árið 1919. Þá stóð hann á vegamótum og ýmsar leiðir opnar.
Það réðist, að nokkru vegna ráðleggingál Þorvalds Thoroddsens, að hann liélt
til veðurfræðináms í Noregi, því að Jrá var nýstofnuð jarðeðlisfræðidcild í
Björgvin undir forystu Vilhelm Bjerkness prófessors, sem Jjá var orðinn heims-
þekktur lyrir nýjar kenningar í vcðurfræði. Að loknu námi við háskólann í
Osló og veðurfræðistofnunina í Björgvin vann Jón sent veðurfræðingur á
norsku veðurstofunni í 4—5 ár, aðallega við veðurspár. Á sumrin ferðaðist hann
Jjó mikið við eftirlit á veðurathugunarstöðum. En í sumarfríum starfaði hann
ásamt öðrum ungum áhugamönnum við veðurathuganir á háfjöllum Noregs,
og Jtar mun hafa vaknað hinn brennandi áhugi hans á jöklafræði og gildi
jöklarannsókna. Átti Jón sinn Jjátt í að byggja fjallastöðina á Fanaráken í
Jötunheimum. Þar kynntist hann ]>rófessor Ahlmann, sem vann með honum að
könnun Vatnajökuls í tvo mánuði sumarið 1936.
Árið 1926 fluttist Jón lieim alfarinn og réðist lil Veðurstofu íslands sem
VEÐRIÐ --- 3