Veðrið - 01.04.1968, Qupperneq 8
út fyrir að gagngerar breytingar yrðu á sviði veðurfræðinnar, og enn var það
vegna tækniþróunar á óskyldum sviðum. f þetta skipti voru þróunaratriðin tvö.
Skömmu eftir miðja öldina sleit rafeindareiknirinn skyndilega barnsskónum, og
gat á fáum mínútum lokið meira og betra reiknistarfi en Richardson lauk á
sex vikum. Og fáunt árum seinna var fyrsta gervihnettinum til veðurathugana
skotið á loft, hann þaut umhverfis jörðina á einum eða tveimur klukkutímum,
og sýndi skýjafar og storma á svæðum, sent varla liafði nokkur veðurathugun
borizt frá fyrr.
Enginn skyldi þó ætla, að starf Richardsons hafi verið unnið fyrir gýg, eða
gamla veðurathugunarkortið úrelt. bvert á móti. Reikningsspárnar voru einmitt
byggðar á aðferðum Richardsons, og venjulegar veðurathuganir þurfti til að fá
fullan skilning á því, er gervihnattamyndirnar sýndu. En möguleikar veðurfræð-
innar höfðu gerbreytzt. Nú var hægt að sjá fram á möguleika til að mynda skýja-
lög lofthafsins, og jafnvel mæla hita þeirra utan úr himingeimnum. Síðan
ntyndu hraðvirkir rafreiknar taka við þessunt þúsundum athugana frá gervi-
hnöttunum og athugunarstöðvunum á jiirðu niðri, fella þær saman í heilsteypta
stærðfræðimynd af lofthafinu og nota síðan lögmál aflfræði og hitafræði til að
reikna út veðrið næstu sólarhringa.
En auðséð var, að til að koma þessu í framkvæmd þurfti víðtæka alþjóðasam-
vinnu, bæði til fjármögnunar og skipulagningar. Veðurfræðingarnir leituðu því
til stjórnmálamannanna sér til trausts og halds í þessum efnum. Þeir brugðust
vel við: sextánda allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun, þar
sem það lýsti ánægju sinni vegna hinna stórfelldu möguleika, er geimkönnun
og geimtækni veitti til framfara á sviði veðurfræðinnar, og taldi fullvíst, að þær
gætu orðið öllum jjjóðum til mikilla liagsbóta. Þingið livatti líka alla félaga
Sameinuðu þjóðanna og dótturstofnun þeirra, Alþjóðaveðurfræðistofnunina, til
að nota öll tiltæk ráð við að efla þekkingu á öflurn þeim, er ráða veðurfari og
nota þau, ef unnt væri, til að breyta veðráttu til batnaðar. Þessu marki átti að
ná meðal annars með því að efla þær veðurfræðistofnanir, sem þegar hafði
verið komið á fót og lengst væru á veg komnar, og veita félögum Sameinuðu
jjjóðanna tækifæri til að notfæra sér jtær á sent hagkvæmastan hátt.
Fljótt á litið kann þessi ályktun að virðast málskrúð eitt. Svo er þó ekki. Hún
lagði Jtvert á móti breiðan grundvöll, er Iiægt var að byggja á frekari áætlanir
og framkvæmdir. Alþjóðaveðúrfræðistofnunin hóf þegar að endurbæta og endur-
skipuleggja hið gamla veðurathugunarkerfi með hliðsjón af nýjum aðstæðum,
og naut lil jtess aðstoðar sérfræðinga frá flestum löndum heims. Þetta nýja kerfi
var nefnt World Weather Watch — Veðurvarzla veraldar. 1-Iér á eftir verður
helztu þáttum jtess, veðurathuganakerfinu, vinnslukerfinu og fjarskiptakerfinu
lýst í liöfuðatriðum.
Oll veðurfræði byggist á veðurathugunum, Jrær veita þekkingu um ástand
loftsins á hverjum tíma. Um átta þúsund athugnnarstöðvar urn allan lieim
senda frá sér veðurskeyti á nokkurra klukkustumla fresti, við Jtetla bætast svo
veðurskeyti frá 3000—4000 skipum úti á rúmsjó, og háloftaathuganir frá 700
8 --- VEÐRIÐ