Veðrið - 01.04.1968, Qupperneq 19

Veðrið - 01.04.1968, Qupperneq 19
Oö.OOZ þ. 17. á þessum sólarhring hreyfist lægðin, sem myndast á Grænlands- sundi, austur með norðurströnd Islands og dýpkar um 15 mb. Veðurkortunum frá 21. og 22. júlí 1968 svipar mjög svo til júníkortanna frá 1959: Lægð á Grænlandssundi, sem hreyfist á 24 kist. austur meff Norðurlandi og er kl. Oö.OOZ ca. 200 km suðaustur af Langanesi og hefur dýpkað um 15 mb eins og júnílægðin. Urn Jressa lægð og áhrif hennar segir svo í Veðráttunni: Mynd II. Júlilœgðin 1966. „Þ. 21. myndaðist lægð norðaustur af Vestfjörðum og regnsvæði nálgaðist landið vestan að. Vindur gekk til suðurs og rigndi um allt land. Úrkoma var óvenju mikil á suðvestanverðu landinu. Um kvöldið snérist vindur til vesturs og kólnaði í veðri. Síðari hluta nætur var lægðin fyrir norðaustan land og vind- ur orðinn norðvestlægur með rigningu norðan lands. Þ. 22. hvessti og rigndi um norðanvert landið. Þetta veður stóð einnig næstu tvo daga, en þá var víða stormur eða rok, mikill sjógangur við Norðurland og rigning eða slydda í byggð en snjókoma til fjalla. Hvassviðrið náði yfir allt landið að heita má, en var Jx> ekki mikið vestan lands. Síðdegis }>. 24. fór að lægja . . . o. s. frv.“ Og enn segir svo um áhrif veðursins á láði og legi: í úrfellinu }>. 21. féllu skriður allvíða, og vegaskennndir urðu suðvestan lands og víðar. Skriður féllu á veginn í Hvalfirði og ræsi féll niður á Kjalarnesi svo að vegurinn varð ófær. Við Mógilsá slitnaði síminn. Skriður féllu einnig úr Akra- fjalli og ein þeirra stíflaði Berjadalsá. A Vestfjarðaleið og í Norðurárdal nyrðra féllu skriður. í norðanrokinu þ. 23.-24. urðu miklar og margvíslegar skemmdir víða um land. Hey fauk víða, einkum í Skaltafellssýslum og Rangárvallasýslu svo og á Héraði. Girðingar lögðust niður og kartöflugarðar skemmdust mjög mikið. íslenzkur skipverji á norsku síldarflutningaskipi féll fyrir borð og drukknaði 50 sjómílur út af Raufarhöfn. Tvær trillur sukku við Svalbarðsströnd. Síldveiðiskip laskaðist fyrir norðan land. Þök tók af húsum í nágrenni Olafs- VEÐRIÐ 19

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.