Veðrið - 01.04.1968, Qupperneq 29
Annan márz mátti sjá feikna mikinn ís nálega fyrir öllu hafi. En sá ís kom
aldrei alveg að landi ailan þann mánuð. Enda voru oftast hin beztu veður allan
marz. í apríl voru oft mjög góð veður. Þ. 4. var t. d. allt að 20 st. Ititi unt
miðjan daginn. Aftur á móti komu vondar stórhríðar um páskana (sem voru að
þessu sinni 16. apr.). Þau hríðarveður héldust í nokkra daga. Nú fór ísinn að reka
að landi á ný, og á þriðja sumardaginn (þ. 23.) voru kontin liafþök, að því er
hezt varð séð. Ekki leið samt á löngu áður en ísinn fór að leysast sundur á ný,
og hvarf meginísinn von bráðar.
Ekki verður annað sagt en ísinn væri meinlaus að þessu sinni. Þó var hann
á ferðinni á versta tíma og var talinn mikill úti fyrir.
Að vísu olli liann á tímabili alhniklum truflunum á samgöngum með ströndum
fram. Hins vegar gerði hann ekki boð á undan sér eins og hann gerði t. d. 1918,
og eins og hann virðist hafa verið að gera nú um skeið, hversu lengi sem honum
sýnist að fresta aðal-áhlaupinu.1)
Læt ég hér svo útrætt um þennan fjórðung ársins 1911. En eins og áður er sagt,
átti ég á þessum gömlu blöðunt minum ágrip af veðurfars-lýsingu nokkurra miss-
era sama aldartugar. Þau eru sex talsins og korna hér á eftir í réttri röð.
I. Sumarið 1915.
Það sumar mætti nefna þokusumarið. Þá lá ísinn við Norðurland meira og
minna fram í 14., 15. viku sumars. Olli liann að sjálfsögðu þokuríkinu. Þá var liiti
olt aðeins þrjú stig um hádaginn. Þá voru norðan hafstormar rnjög tíðir, en úrkoma
sama og engin. Var heyskapartíð því eigi óliagstæð. Hins vegar var spretta mjög
rýr og stóð lengi í stað vegna kuldanna. Frosta gæti töluvert í öndverðum septem-
ber. En cftir það fer tíðarfar að breytast. Er svo að sjá sem náttúran hafi viljað
bæta fyrir sumarið. Var nú landátt og hlýindi allt haustið og allt að því mánuð
fram yfir veturnætur. Þá sungu farfuglar, er hálfur mánuður var liðinn af vetri.
II. Veturinn 1915—16.
Fram að nýári var veðrátta yfirleitt stillt og góð. Með janúar fór að brydda á
bleytuhríðunum eða slyddunum, senr einkenndu veturinn nrest. Varð fljótlega
jarðlaust þar, sent snjódýpi og jalnfenni var. Er ekki að orðlengja það, að upp
frá því var ekki um neitt haglendi að ræða tdllangt fram á sumar, nema þá
kannske meðfram sjónum. Mestar voru bleytuhríðarnar á þorranum. Þá voru
stórviðri tíð. Stórbrim og jafnvel hafrót var hvað eftir annað. Um fyrstu sumar-
helgina var meira að segja hauga sjór. Á fannkomu var ekkert lát að undan-
teknum hálfsmánaðar kafla í marz. Þá voru stillt veður og væg írost.
III. Sumarið 1916.
Það lieilsaði nú reyndar ekki fyrr en sjö eða jafnvel átta vikum á eftir tímanum.
Þá rnátti aka sleðum um endilangar sveitir í fardögum. Þá fór lítið að gróa fyrr
en í níundu og tiundu viku. En þá var náttúran líka fljótvirk. Varð að lokum
1 Þetta er skrifað á miðgóu.
VEÐRIÐ
29