Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 16
TRA USTI JÓNSSON: Fellibylslægðin 12. til 13. september 1906 Síðastliðin 100 ár er kunnugt um nokkrar lægðir sem átt liafa upphaf sitt í fellibyljum hitabeltisins og valdið sköðum hérlendis. Þrjár jDessara lægða hafa verið áberandi verstar, ]d. e. jtær hafa allar valdið miklum sköðum. Ég hef áður gert nokkra grein fyrir tveimur, jr. e. lægðunum sem ollu fárviðrunum 20. september 1900 og 24. september 1973. Svipað eða litlu minna veður gerði að kvöldi 12. september 1906, af völdunt lægðar sem hafði verið fellibylur suður í höfum. Mynd 1 sýnir veðurkortið eins og það hefur sennilega litið út að morgni 12. september. Um þessar mundir var fellibylurinn einmitt að breytast i „venju- lega“ lægð. Sú lægð dýpkaði talsvert frá [dví sem hér er sýnt og hefur þrýstingur i lægðarmiðjunni sennilega komist rétt niður fyrir 950 mb undir ntorgun þ. 13., þegar hún var rétt vestur af landinu. Mynd 2 sýnir breytingu loflvogarinnar eins og hún virðist hafa verið út frá athugunum i Vestmannaeyjum og í Stykkishólmi. Loftvogin hefur líklega fallið allt að 20 mb á 3 timum jregar mest var í Vestmannaeyjum. Skil lægöarinnar virðast hafa farið yfir landið um miðnæturbil og framan af nóttu og hefur veðrið þá orðið verst. Mjög ntikil úrkoma fylgdi lægðinni eins og 52 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.