Veðrið - 01.09.1978, Side 22
/. mynd. Hverju snjóflóði er skipt í j>rjá hluta: Upjrtök, fallbraut og tungu.
sem best hentar og áætla þau átök sem virkið þarf að þola. Óörugg varnarvirki
hreinlega auka slysahættu því þau skapa falska öryggiskennd auk þess sem
brak úr þeim gæti lent á fólki.
í samræmi við það sem hér hefur verið sagt hefur Veðurstofan látið útbúa
tvenns konar skráningareyðublöð. Annars vegar eyðublöð þar sem einfaldrar
greiningar snjóflóða er óskað ásamt nokkrum grundvallaratriðum, s. s. stað-
setningu, tímasetningu og tjóni. Hins vegar eyðublöð þar sem nákvæmrar
greiningar og mælinga á öllu áðurncfndu er óskað. Hinum fyrrnefndu eyðu-
blöðum hefur verið dreift til veðurathugunarmanna og annarra góðra manna
um allt land, en hinum síðarnefndu til ýmissa sveitarfélaga. Útfylltum eyðu-
blöðum er síðan safnað á Veðurstofu til úrvinnslu og geymslu.
Umfram þetta skrá ýmsir starfsmenn Vegagerðar ríkisins þau snjóflóð sem
þeir verða varir við, og berast skýrslur þeirra einnig til Veðurstofunnar.
Enda þótt skráningaraðilar séu margir og drcifðir þá er alltaf mögulegt að
eitthvað markvert fari fram hjá þeim. Allar fregnir af snjóflóöum eru því vel
þegnar, hversu lítilfjörlegar sem þær kunna að viröast og hvaðan sem þær
koma. I stærra samhengi geta þær verið hinar markverðustu.
Úrvinnsla þessara gagna er tvenns konar. Annars vegar eru birtir snjóflóða-
annálar, en í þeim eru talin upp snjóflóð hvers vetrar, staðsetningar þeirra,
dagsetningar og fjöldi, auk greinargerða um tjón. Eru þessir annálar eins konar
framhald snjóflóðaannála Ólafs Jónssonar og Sigurjóns Rist og birtast í Jökli,
58 --- VEÐRIÐ