Veðrið - 01.09.1978, Page 20
lands er haft náið samstarf við Landhelgisgæslu íslands og sjórannsóknadeild
Jdafrannsóknastofnunar. Áhugi er mikill erlendis á samstarfi við hafísrann-
sóknadeild og væri æskilegt að efla svo jsessa litlu deild, t. d. með veðurfræðingi
i \ iðbót, að frckari rannsóknir geti átt sér stað.
Spurningunni um hættu á hafískomu á kontandi vori er vandsvarað. Hafís-
rannsóknadeild lcggur áherslu á víxláhrif hafs og lofts, |tegar reynt er að meta
horfur á rnyndun hafíss og kontu til Islands.
Ástand sjávar er fyrri þátturinn, sem athuga jaarf. Rannsóknaskipið Árni
Friðriksson var í sjórannsóknalciðangri 2.—17. febrúar sl. Athuganir voru
gerðar fyrir Norður-, Austur- og Suðurlandi. Helstu niðurstöður mælinganna
sýna, að sjórinn á miðunum við landið er kaldari en í meðallagi. Telja má, að
ástandi sjávar hafi þá verið j^ann veg farið, að búast mætti viö meiri ís en í
meðallagi, ej ríkjandi vindar yrðu milli vesturs og norðurs.
Er jtá komið að síðari jjættinum: hinum ríkjandi vindáttum eða m. ö. o.
hinni svokölluðu almennu hringrás andrúmsloftsins, sem er jafnmikilvæg og
ástand sjávar með tilliti til hafíss við Island. T. d. má nefna að hafís var
tiltölulega mikill norður af landinu 10. febrúar sl. En hagstæðir vindar næstu
viku uröu til jiess að ísjaðarinn færðist á ný í meðallagið (nær Grænlandi) og
fram að kuldakaflanunt sem nú stendur yfir var hafísinn víðs fjarri ströndum
landsins.
I norðlægu áttunum undánfarið hefur ís aukist á ný, en of snemmt er að spá
landlægum ís. Virðist ísinn enn fjarri landi, en full ástæða er að fylgjast vel
með.
Ríkjandi vindáttir ráðast af göngu lægða og staðsetningu hæða í andrúnts-
loftinu. Aðferðir við langtímaspár, jt. e. a. s. spár til einnar viku eða lengra frant
í tímann, eru enn rannsóknarefni í veðurfræðinni. Það er þar af leiðandi mjög
crfitt að gera áreiðanlegar spár urn myndun og rek hafíssins enn sem komið cr.
Engu að síður telur hafísrannsóknadeild langtimaspár eitt af meginverkefnum
sinum og mun fylgjast með vísindalegum framförum í þessum efnum.
Hafísrannsóknadeild telur rnjög mikilvægt að fylgst sé gaumgæfilega með
útbreiðslu hafíss árið um kring. Hafsvæöiö allt, milli Islands, Grænlands og Jan
Mayen, er mikilvægt, miðin jafnl sem hafnir og strendur. Spár vcrða því í
framtíðinni að ná yfir allt [aetta svæði, ekki einungis strendur landsins.
Mikil bót yrði að fullkominni móttökustöð fyrir veðurtunglamyndir.
Akvörðun um byggingu s/ikrar slöðvar yrði álirifarikasta ráðslöfumn í öryggisskyni vegna
hafískomu og til mikils gagns við veðurspár o. m. fl.
Að lokum vil ég leggja áherslu á skoðun okkar veðurfræðinganna í hafis-
rannsóknadeild i sambandi við spurninguna um „bráða hættu“ á hafiskomu,
að hyggilegast er að búast við hafískomu öðru hverju, t. d. jDriöja hvert ár að
jafnaði. Fala jtessi er þó einungis vísbending. Hafísinn jarengir sér inn í lands-
lagið, náttúru Islands og hafsins umhverfis, ekki síst nú cftir víkkun á landinu
sjálfu ef svo mætti segja, útvíkkun landhelginnar.“
Lýkur hér bréfinu.
56 --- VEÐRIÐ