Vikan - 23.02.1961, Side 8
DOMSDAGS
P R E D
SURTI
H J A
dr. Ferris að koma á eftir
mér, en majór Rívero átti
að verða eftir í flauginni
til þess að hafa auga með
tækjunum. Flaugin var eina
skjól okkar, og við vildum
ekki láta neitt koma fyrir
flaugina, meðan við værum
úti að vinna. Dick átti að
fá að spóka sig um tunglið,
þegar við kæmum aftur.
Það var bæði erfitt og langdregið verk að
koma stiganum vel fyrir í þykkum rykmekkin-
um. Rykið var fínt eins og kalkduft, og þar eð
ekki var neitt andrúmsloft og þyngdaraflið mörg-
um sinnum minna en á jörðinni. hékk það í loft-
inu, blikandi og ógagnsætt i sólskininu Ég mældi
geislaáhrif. áður en ég klifraði niður, og aft.ur.
þegar ég fann fast land undir fótum. sem reyndar
var ekki fast, heldur eins og æðardúnn. Geiger-
teliarinn sýndi, að ekki var geislavirkni að óttast.
— Allt í lagi, dr. Ferris, sagði ég í hjálmhátal-
aranum. — Þú getur komið niður.
— Fg sé ekki handa skil, sagði Chuck.
— Bölvuð vitleysa, heyrðist í Rívero innan úr
flauginni. Það er ekkert ryk þarna. Þetta er bara
ímvndun.
Skömmu seiona stóð Ferris við hlið mér, kalk-
litur draugur í hvitu þykkninu. Við tókumst í
tiondur og héldum varlega af stað út i myrkrið.
T fyrstu vögguðum við eins og dauðadrukknir,
bví að við vorum óvanir svona litlu aðdráttarafli.
En er við vorum komnir spölkorn frá flauginni,
tók að létta til, og okkur veittist léttara að ganga.
— Hæ, strákar! sagði Dick Rivero, og ég fann.
að hann var æstur og kvíðinn. Hafið þið séð
nokkra kynjakarla?
— Ekki enn, svaraði ég.
— Hafið þið séð nokkurn grænan ost?
— Heyrðu, góði, sagði ég, — reyndu að hugsa
um tækin þín. Við skiptumst á, svo að þú færð
bréðum að fara í skemmtigöngu.
Eftir svo sem tíu mínútur vorum við komnir
út úr mekkinum og sáum þá. að við stóðum í
botni hvíts mánadals. Auðvitað var grafkyrrt,
har sem ekkert andrúmsloft var til þess að flytja
hlióðið, og ég hef aldrei augum litið neitt eins
hrikalegt og eyðilegt. Tindarnir gnæfðu mót
svörtum flauelshimninum og ljómuðu eins og
bréðið brons í sólarbirtunni. Stiörnurnar minntu
á þyrpingar af demöntum. Yfir bronsfjöllunum
skein jörðin svo giatt. að ég varð að bera hönd
fvrir augu til þess að geta horft á hana. Það
var dagnr í Norður-Ameríku.
— Það er keopni á Yankee Stadium, sagði dr.
ti’erris í hátalarann. — Hvernig ætli Micky
Mantle takist upp?
— Mantle ætti að vera hérna. sagði ég. Hann
mundi senda boltann á braut umhverfis tunglið.
Eg hevrð' niðurbælt vein og leit snöggt við.
Eg bióst. við að dr. Ferris hefði dottið, en sú
var ekkí raunin. Hann horfði kvíðafullur á mig.
Eg sagði: — Rívero, — varst þetta þú?
— ,Tá. bað held ég! hreytti Rívero út úr sér.
— Hvað er að?
— Ekkert, — ég reif bara smágat á hanzkann
í loftgáttinnl.
— Loftgáttinni! sagði ég gramur. ■— Hvern
f.iandann ertu að gera í loftgáttinni ?
Við biðum eftir svari frá Rívero. Hann virtist
skömmustulegur eins og barn. sem staðið hefur
verið að verki yfir ávaxtamaukskrukku. — Þetta
er ekkert. skippari. Eg stakk bara út hendinni
til þess að ná í dálítið af þessu hvíta ryki. Ég er
kominn inn aftur.
— Þú segir það. sagði ég. — Og þú hreyfir
þig ekki, þangað til við komum aftur. Skilurðu
það?
— Já. majór!
— Við komum eftir tæpa klukkustund.
— Já, majór.
Við Ferris hófumst handa á ný. Við grófum
niður i hvítt rykið og tókum nokkra steina. sem
minntu á kalkstein. Vjð stungum þeim niður í
bakpoka okkar. Síðan tókum við lokið af tæki,
sem safnaði i sig lofttegundum, ef einhverjar
fyndust, og létum það standa opið, á meðan við
tókum hitann bæði i skugganum og í sólinni.
Vísindamenn á jörðu niðri höfðu farið mjög
nærri um hitann. 1 sólinni sýndi mælirinn 43 gráð-
ur Celsíus. Við vorum á skuggabeltinu nálægt
hinni myrkvuðu hlið tunglsins, og þess vegna
var tiltölulega svalt. Ég var feginn þvi, að við
höfðum ekki lent sólar megin. Þar hefði verið
allt of heitt til þess að yfirgefa skipið. Skuggarnir
bak við klettana voru biksvartir, — en rúmlega
100 stiga heitir.
Ég var afar hreykinn af því, er dr. Ferris tók
af mér litmynd, þar sem ég var að stinga Banda-
ríkjafána í tunglið með jörðina í baksýn. Það
var sorglegt, að Kólumbus skyldi ekki hafa átt
Framhald á bls. 43.
Eftir Auðólf Gunnarsson, stud. med.
í grárri móðu desembermorgunsins stóðu
eitt sinn tveir ungir menn við einhvern
óræðan veg mitt úti á ekrum Mississippi-
daís i Bandaríkjum N-Ameríku og þráttuðu
um það sin á milli, hvort jólin væru i dag
eða á morgun eða þá liðin, án þess að
þeir yrðu þeirra varir. — Það gat svo
sem verið, að þau hefðu farið fram hjá
þeim einhvers staðar á leiðinni frá landa-
mærum Kanada til suðurstranda Bandaríkj-
anna.
Þeir, sem ferðast á þumalfingrinum,
standa úti á þjóðvegum jafnt á nótt sem
degi, — stöðva bila, — fá að sitja aftan á,
— sofa litið og eru órakaðir, fara auð-
veldlega á mis við jólin á skemmri leið
en þessari.
En þótt einhver slurkur hefði þannig
taoazt framnn af jólunum i ryki þjóðveg-
anna, mátti þó enn þá sjá. að eitthvað eimdi
eftir af heim i borginni Ncw Orleans suður
við Mexikóflóa. Að minnsta kosti voru út-
stilltnr mvndir nektarklúhba Bournbon-
strætis enn þá umgirtar jólaskrauti, er
minnti á sakleysi og hreinleika meyja
þeirra er harna kepna um hylli karlmanna.
En einhvern veginn er það nú svo, að
framandi menn i erlendri stórborg finna
ekkí iólin á strætnm eða skemmtistöðum,
iafnvel ekki á fliótahát. sem siglir i kyrru
hvers kvölds eftir Mississippifljóti, bar
sem hljómsveit leiknr á þiljum, meðan
fliótið gjálfrar við kinnunga.
— Nei, eitthvað vantar, — eitthvað,
sem minnir á lieilaga kyrrð þeirra jóla,
sem verða til í litlu húsi og litlum bæ
iáfnt norður við heimskaut og suður við
Mexikóflóa.
Það er i leit að þessu. sem menn fara i
kirkiu á framandi ströndu um iól, •— jafn-
vpl heir, sem hafa þangað ekki komið,
siðan þeir voru fermdir, eins og hann
Burtur vinur minn.
Bevndar hét hann nú ekki Burtur, held-
ur Gvshert Waterdrinker. En þar sem mað-
nrinn var hollenzkur og þarlendir menn
bera fvrra nafnið fram með þvl að ræskja
sig svo rækilega, að fólk her hönd fyrir
höfnð sér til að verjast hrákanum, sem það
væntir á næstu stundu. og siðara nafninu
hafði löngu áður verið hrevtt úr Water-
drinker (vatnsdrykkjumaður) i Beerdinker
(hjórdrykkjumaður), — þá munum við
kalla manninn einfaldlega Burt.
Við þekkjum öll hina sérstæðu fegurð
ýmissa negrasöngvara, sem flosnað hafa upp
úr umhverfi sinu, — viða birzt og ýmsir
lært og sungið, þótt uppruni þeirra hafi
gleymzt.
Margir þessara söngva eru komnir frá
Suðurríkjum Bandaríkjanna. Þar lifði fjöldi
af svörtu, berfættu fólki við allsleysi og
ánauð á víðfeðmum ekrum hvitra þræla-
haldara. 1 umkomuleysi sínu kom þetta
undirokaða fólk saman með leynd úti á
ökrunum í skjóli næturinnar og ákallaði
þann, guð sem gefið hafði fyrirheit um
jafnrétti allra sinna barna.
Samkomur þessar voru sambland óljósra
athafna forfeðranna i frumskógum Afriku.
þjónustu húsbænda sinna og trylltra trúar-
athafna forfeðranna í frumskógum Afríku
Áherzla var lögð á samhyggð og sam-
virka þátttöku allra. Þannig efldi hið hrjáða
fólk samstöðu sina i baráttunni gegn kúg-
urunum, og sér til fulltingis ákallaði það
guð. — Hróp þess voru brennandi og
söngvar þess seiðmagnaðir i likingu við
magnþrungnar særingar og tryllta trúar-
dansa forfeðranna.
Enn i dag má finna leifar þessara sér-
stæðu, gömlu trúarathafna meðal sumra
negrasafnaða, þótt fátitt sé, en þar hljóma
drottni til dýrðar hvern sunnudag ýmsir
beirra negrasöngvp, sem annars eru sungn-
ir við hin ólikustu tækifæri viða um heim.
Til þess nú að ganga úr skugga um,
hvort svört sál hýr i svörtum likama og
hvit i hvitum, eða hvort fólk er samt við
sig i Súdan og Grimsnesinu, þá laumuðust
tveir hvitir menn lengst inn i myrkvað
nevrnhverfi New-Orleanshorgar.
f leit sinni að jólum og gömlum negra-
sálmum finna þeir eftir ávisan negraklerks
nokkurs baptiska kirkiu, þar sem enn eru
i heiðri hafðir gamlir siðir og seiddir söngv-
ar. — Og sem við Burtur sitjum þarna á
aftasta bekk og látum lítið yfir okkur,
fyllist kirkian af svörtu fólki. Mér verður
litið á glóhvitan koll Bnrts, og mér finnst
við skyndilega svo óhægilega hvltir.
Engin devfð virtist rikja yfir kirkjusókn
hjá gamla, svarta klerldnum. Það er bætt við
stólum á ganga og i anddyri. Allmnrgt fólk,
sem er auðkennt með borða um handlegg,
hjálpar fólki við að ná sér I sæti, og brátt
er kirkjan troðfull, og fólkið situr mjög þétt.
Þarna ægir saman alls kyns fólki. ■—
Svartar konur, sem löngum liða eins og
skuggar um eldhús og stofur hvitra manna,
eru þarna komnar i sunnudagskjólum sin-
um og bera höfuðið miklu hærra en vana-
lega, „uppstrílaðar", og það er ekki laust
við, að manni finnist andlitsfarðinn og
sunnudagshatturinn eiga dálitið einkenni-
lega við dökkan litarhátt og yfirbragð
þeirra.
Söngurinn hefst, og eftir því sem hann
gerist taktfastari, verður andrúmsloftið i
kirkjunni þyngra og um leið seiðmagnaðra.
— Kórinn kyrjar látlaust innst í kirkjunni,
og allur söfnuðurinn tekur virkan þátt í
því, sem fram fer, án þess að syngja með.
Hljómfallið verður æ fastara, og fjöldinn
B VIKAN