Vikan - 23.02.1961, Síða 10
V
... i
m' .. v
Ovenjulegur blómsturpottur
Þessi skemmtilegi blómapottur me?5 plássi fyrir þrjú me'ðalstór !)lóm á vel við
í gluggakistunni, sem borðskraut eða á sófaborðinu. Hann er skreutjlgiir, og setja
má fleiri tunnur saman í löngum glugga og á þann hátt eignizt j)i(5 mjög nýtizku-
legan og skemmtilegan blómaglugga. Tunnan er úr furustöfúm og naglarnir úr
messing. Fæturnir úr svörtu járni. Lengdin er 39 cm, og þýermál að útan 12,5 cm.
Innan i setjið þið plasihylki, sem fellur upp að tunnunni.
Séu plönturnar í litlum blómapottum. er óþarfi að taka hær úr pottiinum- þið
setjið bara mosa á milli pottanna. Það mun halda rakanum vel að plöntunum.
Seinna verður svo auðveldara að skipta um plöntur með þessu fvrirkomulagi.
Séu plönturnar aftur á móti í nokkuð stórum pottum, verður að losa þær varlega.
Það gengur bezt, þegar moldin er rök, þá iosnar þetta eins og kaka. f botninum
á að veha þunnt lag af grófum grjótmulningi, þannig að aukavatn geti safnazt þar
saman. Sfðan er kassinn fylltur af mold til hálfs og plönturnar festar vel niður
með mátulegu millibi’i. Gætið þess, að rúm sé fyrir vatnið; mohún má ekki harnia-
fylla tunnuna. Ef svo er. rennur vatnið út úr kassanum, Jv'gar vökvað er. Ef „kak-
an“ er of stór, þegar hún kemur lir pottinum, má minnka hana með þvi að losa
yzta lagið af. Oft eru steinar eða pottabrot f rótunum, og verður að taka það, áður
en plantað er.
Svo að plönturnar verði ekki skakkar og óbragglegar, þegar á liður, verður að
snúa kassanum við með jöfnu miflibifi. Sú hlið plöntunnar þrífst betur, sem snýr
út að glngganum. Sé kassanum ekki snúið við öðru hverju, mun fallegasta hliðin
alltaf snáa út að glugganum.
Falleg augu
Við ætlum út að hitta „hann“ og viljum
gjarnan líta eins vef út og unnt er. Þá er
ekki nóg að vera vel málaður, við viljum
einnig hafa töfrandi og falleg augu.
Áður en við byrjum að mála okkur, skol-
um við augun vel með saltvatnsupplausn,
sem fæst í apótekum. Svo leggjumst við út
af með púða undir hnjánum og sinn púðann
undir hvorum handlegg og „slöppum af“ f
tiu mfnútur með kalda bórvatnsbakstra á
augunum. Þá fáum við með þvi að vinda
baðmull upp úr bórvatni, þannig að baðmull-
in verði mátulega rök. Helzt þarf að vera
slökkt á meðan. Til þessa þurfum við endi-
lega að hafa tima, því að með þessu verðum
við ekki aðeins full-hvíldar, heldur munu
augun verða komin langt á leið með að vera
skær og falleg.
Nú getum við byrjað að mála okkur. Þegar
við komum að augunum, tökum við svartan
og mjúkan augnabrúnablýant með góðum
oddi og gerum mjótt og jafnt strik frá augn-
króknum með fram augnhárunum. Ef við
viljum vera reglulega töfrandi, látum við
strikið halda áfram dálítið út fyrir augað og
skáhallt, en höfum það ekki of langt.
Gætið þess vel, að ekki sé hvit rák á milli
augnháranna og striksins, það verður að vera
fast upp við augnhárin og bara á augnalok-
unum. Ef þið hafið dálítið möndlulöguð augu,
setjið þið strik yzt að neðan, og látið efra og
neðra strikið mætast. Þá mynda þau þrí-
hyrning, sem fyllist út með blýantinuin. Þá
náið þið sömu áhrifum og stúlkan á mynd-
inni.
Brúnirnar eru einnig hlutur út af fyrir
sig. Þær mega aldrei vera dekkri en háriþ
nema á alveg ljóshærðum stúlkum. Þær geta
haft Ijósbninar augnabrúnir. Brúnirnar eiga
alltaf að vera breiðastar neðst, en mjókka,
hegar ofar dregur. Munið að mála augna-
brúnirnar í sömu átt og hárin, ekki niður
á við.
Satt að segia hefur enginn fullkomnar
angnabrúnir. Flestir verða að plokka þær
ei’thvað. En munið. að aldrei má plokka af
efri hluta brúnarinnar. Að neðan þarf venju-
lega aðeins að plokka yzt til að gera brún-
irnar bognar. Auðvitað hafa svo engar okk-
ar h-'r á milli augnabrúnanna, það fær okk-
nr til eð Hta villimannlega út og hjálpar því
litið t'l þess að fá falleg og skær augu. Ef
við cfumst um bað, hvernig við eigum að
hafa augnabrúnirnar í laginu, verður að
rannsaka andlitið nákvæmlega. Athugið,
hvort lagið er þið sama og á einhverri film-
st'örnu. og likið svo eftir henni. Þið megið
vera vissar um það, að þær tnfa hið eina
r"tha fvrir sig. Það eru fremstu fegurðar-
s''rfræð'ngar i heim', sem sjá um útlit film-
stjarnanna.
Sniðag bókahilla
Bókahillan þarf ekki nauðsynlega að vera
ferhyrnd og settleg og standa á gólfinu, það
má einnig gera hana létta og líflega. Allt, sem
þið þurfið, eru tveir til þrír góðir plankar, tveir
sterklegir reipisbútar og smíðajárnsarmur, sem
skrúfaður er fastur í vegginn. Hjálpsamur smið-
ur mun áreiðanlega bora holur í plankana, svo
að hægt sé að draga kaðalinn í gegn ofan frá
og niður. Það þarfnast dálítillar þolinmæði að
binda þessa fjó;ra hnúta undir hverja fjöl,
þannig að þær séu ekki skakkar. En þegar það
er búið, er að hengja þetta upp á járnarminn.
Þá hanga bækurnar uppi á vegg eins og falleg
mynd og auðvelt að ná í þær, þegar á þarf að
halda.
Augnabrún, sem er bogin, á að líta
svona út.
En ef dálitið beinni brún fer betur,
skal hún vera svona.
Punktalínan sýnir, yfir hve mikið
svæði strikið á að ná.
10 VIKAN