Vikan


Vikan - 23.02.1961, Page 11

Vikan - 23.02.1961, Page 11
Púði Hér kemur fallegur púði, sem gaman er að sauma við nýtízkuhúsgögn- Efnið er nokkuð þéttur hör og stærð, sem henta þykir, t. d. 35x35 sm. Saumað er með krosssaumi yfir 2 þræði. — Fallegt er að sauma með hörgarni eða jurta- lituðu baðmullargarni. Sé saumað með hör- garni, er sjálfsagt að sauma með því einföldu, en sé um baðmullargarn að ræða, þarf það sennilega að vera tvöfalt eða sá grófleiki, sem hentar fyrir hörinn. Saumað er með tveimur litum, sem fara vei saman. Gaman er að hafa litasamsetninguna sérkennilega, t. d. sauma með nokkuð dökkum lit og milligrænum eða tveimur grænum litum, sem fara vel saman; eins gæti verið skemmti- legt að hafa saman dökkfjólubláan og „karrý“- gulan lit. Órói Heimilisskraut, sem órói nefnist, er mikið í tízku nú sem stendur. Búnar eru til alls konar ,,fígúrur“ úr pappír, liálmi eða könglum. Festir eru í þær þræðir, sem festir eru ú tága- búta, og tágabútarnir síðan festir sam- an, þar til einn þráður nægir til að halda öllu uppi. Er þá skrautið hengt upp, gjarnan nálægt miðsíöðvarofni, þvi að nú hreyfist það við minnsta loftstreymi og dregur nafu sitt af því. ; Vióbótarstaíir Okkur hefur borizt bréf vegna greinar, sem birtist hér í þættinum fyrir skömmu og fjallaði um stafagerð. Bréfritari hefur rnikinn áhuga á þessum stöfum, en svo óheppilega vill til, að hans upphafsstaf vant- ar, það er að segja z, og við nánari athugun sáum við, að þ vantaði líka. Hér er bætt úr því, og einnig viljum við benda ykkur á, að stimplana getið þið fengið hjá Stimpla- gerðinni h.f., þar sem nokkrar fyrirspurnir hafa borizt um þetta. Athugið, að þið getið látið stækka stafina, ef Þið viljið, um leið og stimpillinn er gerður. Við þökkum kær- lega fyrr ábendinguna og biðjum ykkur að skrifa, ef þið viljið fræðast nánar um eitt- hvað eða finna að. Brftuðtertur Brauðtertur eða brauðkökur eru þægilegar og fljótlegar. Þær eru iiafðar mismunandi að lögun, fer- hyrndar, kringlóttar eða aflangar og botnárnir einn eða fleiri. Er þá áleggið haft á milli og raðað fallega efst, þannig að litir áleggsins fari vel saman, auðvelt sé að skera tert- una og sem flestir fái þær tegund- ir, sem fyrir hendi eru. Bakaðir brauðbotnar. 250 gr hveiti, 25 gr smjörlíki, 1 tesk. salt, 1 teslc. sykur, 15 gr pressuger, um 1%—1% dl volg mjólk. Þriðji hluti hveitisins er látinn í skál, salt og sykur látið saman við og smjörlíkið mulið í. Gerið er hrært út með dálitlu af volgu vatni- og vætt í með því ásamt mjólkinni, látið lyfta sér í um 20 mín., hnoðað vel, flatt út á plötunni í 1—2 kringl- óttar kökur (fremur þunnar). — Þegar kökurnar hafa lyft sér nokkra stund, eru þær penslaðar með rjóma, æggjum eða vatni og bakaðar við um það bil 225° í 30 mín. Bezt er að kljúfa þær og smyrja með smjöri og krydduðum majones (salat- kremi); í staðinn fyrir það er cinnig ágælt að hafa sinnep eða tómatkraft. Yzt er raðað eggjum og síld eða sardínum (gúrkum og tómötum, þegar það fæst). Næst er fallegt að sprauta majon- es, og þar á er rækjum raðað. Kjöt er oftast haft og er þá í upp- rúlluðum, heilum eða hálfum sneið- um, t. d. skinka, spagipylsa, Hain- borgarhryggur, hangikjöt o. s. frv. í miðju er gott að hafa salat eða ost. Skreytið með salati, steinselj- ™ eða karsa eftir árstíðum. Betra er að láta brauðtertuna biða um það bil eina klst. i lokuðu íláti á köldum stað, áður en hún er borin fram. Heit brauðterta með eggjahvítu. Bezt er að hafa formbrauð (af- langt) i þessa tertu. Skorpurnar eru skornar af og brauðið skorið í sneiðar eftir endilöngu (3—-4 eftir stærð brauðsins). Sneiðarnar eru smurðar, og neðst er.t d. látið salat, ítalskt-, rækju-, aspas-, eða annað majonessalat, næst niðurskorið kjöt eða lifrarkæfa og i efsta lagið t.d. marðar sardínur og söxuð egg (hrærð saman með smjöri). Á efstu kökunni er hvorki smjör né álegg. Áður en kakan er horin fram, er hún smurð með þeyttri eggjahvítu (2—4 hvítum eftir stærð) og bökuð i heitum ofni, þar til hvítan er ljós- gulbrún. Brauðterta (niðurskorin). Brauðtertu má einnig bera fram niðurskorna. Þá er brauðið lagt saman með ýmiss konar áleggi, •einnig oft mismunandi ostategund- um, látið híða i léltri pressu ‘gott er að láta deigt stykki utan um brauð- ið, meðan það biður), skorið niður í sneiðar, áður en það er borið fram. Fallegt er að rúlla brauðinu upp eins og slönguköku, hæfilega þykkt, með sardinusmjöri, ostasmjöri eða laxasmjöri. Pinnum stungið í eða stykki vafið strax utan um rúllurn- ar, lil að þær haldi lögun. Slikt brauð er ljúffengt og gott að smyrja, oft borið með t. d. einni tegund af venjuiegu, smurðu brauði k vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.