Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.02.1961, Qupperneq 14

Vikan - 23.02.1961, Qupperneq 14
 í íbWMMMmSbH ,;'v y.'S,. ,.'tSr'-íj- dslfi Penelópa gekk hægt upp stigann og settist þreytulega á óþægilegan körfu- stól í litlu dagstofunni sinni. „Ó, hvað mér leiðist, leiðist, leiðist," sagöi hún upphátt og stundi þungan. Það var ekki hægt annað en viðurkenna, að þessi tilfinning var ekki að ófyrirsynju. Faðir hennar var sóknarprestur hjá afskekktum söfnuði í héraðinu Suffolk. Þorpið hét Magna. Þar var auk kirkjunnar og prestssetursins pósthús, krá. tíu kot og svo hið eina, sem nokkuð kvað að: fallegur, gamall herragarður. Eina sambandið við umheim- inn var strætisvagn, sem fór þrisvar í viku til Parva, sem var miklu stærra þorp. Þar var járnbrautarstöð, og það var haft fyrir satt, að ekki væri með öllu vonlaust fyrir harðgert fólk að komast með lestinni alla leið til Liver- pool-strætis. Faöir Penelópu hafði verið ekkill í fimm ár. Hann var af manngerð, sem varla fyrirfinnst nú á dögum, — kreddufastur bókstafstrúarmaður, sem var mótfallinn öllum skemmtunum. Kona hans hafði verið alveg að hans skapi, auðmjúk og þolinmóð og hafði unnið mikið fyrir söfnuðinn. Honum fannst sjálfsagt, að Penelópa fetaði i fótspor hinnar látnu móður sinnar án þess að mögla. Og þar sem hún átti ekki annars kost, gerði hún líka það, sem hún gat. Hún skreytti kirkjuna fyrir jólin og uppskeruhátíðirnar. Hún stjórn- aöi fundum mæðrafélagsins, heimsótti gamlar konur og spurðist fyrir um liðan þeirra ... Svona stritaði hún alla daga og mátti aldrei fara neitt út að skemmta sér. Presturinn var algerlega á móti því, að konur héldu sér til. Hún greiddi hárið slétt upp frá enninu. Að hún bæri skartgripi, kom ekki til mála, það hefði faðir hennar talið vera beinustu leiðina til vitis. Hún hafði oft, þegar tækifæri gafst til þess, reynt að öðlast meira frjálsræði, en árangurslaust. Faðir hennar gat alltaf fundið málshætti i biblíunni, sem sönnuðu, að óskir hennar væru syndsamlegar. Hann var mjög hrifinn af Opinberunarbókinni, sem hann sagðist lesa meira sér til sáluhjálpar en fróðleiks. Skömmu eftir lát móðurinnar kom umferðarleikflokkur til Magna, og Penelópa spurði föður sinn, hvort hún mætti fara að sjá Það. Hann svaraði: „Sá, sem gleðst yfir hinu illa, mun deyja, en sá, sem stenzt freistingarnar, hlýtur kórónu lífsins." Það komst upp, að hún hafði einu sinni talað nokkur orð við hjólreiða- mann, sem átti leið um þorpið og bað hana að vísa sér veginn til Ipswich. Faðir hennar varð mjög æstur og sagði: „Blygðunarlaus kona smánar bæði föður sinn og eiginmann, og þeir ættu báðir að íyrirlíta hana.“ Þegar hún mótmælti og sagði, að þetta hefði verið alveg saklaust, sagði hann, að hún fengi ekki að fara ein síns liðs út í þorpið, ef hún bætti ekki ráð sitt. Og til að leggja enn betur áherzlu á þetta kom hann með málshátt úr bibliunni: „Sé dóttir þín léttúðug, þá gættu hennar vel, svo að hún lendi ekki á glapstigum.“ Penelópa var mikið gefin fyrir hljómlist og langaði til að eignast píanó, en faðir hennar taldi það óþarfa og sagði: „Vín og tónlist. veita mikla gleði, en vizkan er þó öllu æðri." Þessi fimm ár, sem voru liðin, síðan móðir hennar dó, höfðu næstum þvi gert út af við Penelópu. Þegar hún var tvítug, rofaði Þó örlítið til. Eigandi herragarðsins, frú Menteith, sem var vel efnuð, bandarísk kona, kom aftur til herragarðsins, sem hafði staðið auður í nokkur ár. Hún hafði farið með manni sínum til Ceylon, en komið aftur til að sjá um skólagöngu sona sinna og leigja út herragarðinn. Prestinum var ekki mikið um hana gefið, þar sem hún var glaðvær, vel klædd og að hans dómi nokkuð mikil heimskona. En sökum þess að tekjurnar af herragaxðinum voru langstærsta framlagið til framfærslu kirkjunnar, fann hann texta i Opinberunarbókinni, sem fjall- aði um, hve heimskulegt það væri að styggja hina ríku, svo að hann bannaði dóttur sinni ekki að umgangast hina lifsglöðu konu. Penelópa hrökk upp úr hinum döpru hugleiðingum sínum við, að barið var á útidyrnar með gamla dyrahamrinum, og þegar hún kom niður, stóð frú Menteith á tröppunum. Frú Menteith sagði nokkur vingjarnleg orð við Penelópu, og hún komst við, er hún sá, hversu mjög það gladdi ungu stúlk- una. Hún virti hana fyrir sér og kom auga á eiginleika hjá henni, sem hvorki stúlkuna sjálfa né nokkurn í söfnuðinum hafði órað fyrir. „Vina mín,“ sagði hún, „ef þú aðeins fengir leyfi til að halda þér svolítið til, gætirðu verið dásamlega falleg.“ „Ó, frú Menteith,“ sagði stúlkan, „þér eruð auðvitað að gera að gamni yðar.“ „Nei,“ sagði konan, „mér er alvara, og ef mér tekst að leika á föður þinn, skal ég sanna það.“ Eftir að þær höfðu rætt málið dálitla stund, ákváðu þær, hvað gera skyldi. Nú kom séra Colquhoun inn, og frú Menteith sagði: „Kæri séra Colquhoun, mig langar til að vita, hvort þér gætuð séð af dóttur yðar einn dag. Ég þarf að fara til Ipswich ýmissa erinda, og Það væri óþolandi leiðin- legt fyrir mig að vera alein allan daginn. Þér gerið mér mikinn greiða, ef þér leyfið dóttur yðar að koma með mér í bílnum." Faðir hennar var mjög strangur bók: skaparauglýsingu í blað, en baðst un< ur atburður

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.