Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 27
Húsgögn.
Framhald af bls. 20.
Yfirgnæfandi meiri hluti þeirra
húsgagna, sem hér birtast myndir af,
eru með íslenzkum áklæðum. Ann-
ars kennir ýmissa grasa i útliti og
stíl þessara húsgagna. Nokkrir
framleiðendur leggja megináherzlu
á léttleika og fallega áferð viðarins.
Hjá öðrum er heildarsvipurinn
þyngri, en engin þung húsgögn eru
framleidd,' sem beri það nafn með
rentu. Hins vegar eru stólar og séf-
ar ögn fyrirferðarmeiri og þyngri
en var um tíma, meðan hin granna,
sívala lína var meir í hávegum höfð.
Svo var að sjá sem hin nýjustu
meðal þessara húsgagna séu mun
efnismeiri en áður, en það er
greinilegt, að hreinleiki i linum og
formum er að gægjast fram í dags-
Ijósið. Léttu húsgögnin, sem að
miklu leyti einkenndust af ávölum
formum, höfðu vissulega ekki til
að bera þann svip, er væri i sam-
ræmi við rikjandi linur i bygging-
um samtímans.
i>að verður alls ekki sagt, að þessi
húsgögn, sem eru á markaðnum hjá
okkur um þessar mundir, séu þung.
Þau eru ötl létt i meðförum, og eitt
er það við þau, sem húsmæður munu
vafalítið fagna almennt, og það er-
geta tekið áklæðið utan af svamp-
púðunum og sett i hreinsun, þegar
með þarf.
Sú útlitsbreyting, sem hér hefur
verið minnzt á, er að visu ekki af
innlendum rótum runnin. í öllum
beztu húsgagnalöndum Evrópu táta
mjúku, ávölu formin undan siga
fyrir beinum linum og nokkuð
hörðum.
Þetta eru áhrif frá sjálfri bygg-
ingarlistinni, segja húsgagnaarki-
tektar. Þar er hin beina lina alls-
ráðandi, eins og hver maður getur
sannfærzt um með þvi einu að lita
á nýjar byggingar, jafnt ytra sem
innra. Norðurlandamenn og þó sér-
staklega Danir hafa haft forystu f
húsgagnagerð siðasta áratug, og
meginkosturinn við húsgögn þeirra
hefur verið sá, að þau voru létt og
auðveld i notkun, sérlega formfðg-
ur og gerð af betra viði en áður
tiðkaðist. Hins vegar var hin ávala
lina mikils ráðandi og þótti mjúk
og falleg. En nú hafa menn upp-
götvað ný sannindi: Það verður að
vera samræmi i sjálfri byggingunni
og húsgögnunum ,til þess að heild-
arsvipurinn verði þolanlegur.
Funldsstillinn er ekki neitt nýtt
fyrirbrigði. Liklega má telja, að
(irophius, faðir funktionalismans f
húsagerðarlist og húshúnaði og
skólastjóri i Bauhaus i Þýzkalandi,
sé höfundur hans. Hann vildi miða
®erð hlutanna við notagildið eitt
•og taldi, að þá mundi gott útlit koma
af sjálfu sér. Nú er það viðurkennt,
að Grophius gerði stórvirki, en
samt finnst mörgum, að formfegurð
þeirra hluta, sem hann mótaði, hafi
beðið hnekki fyrir notagildishug-
sjóninni. Funkishúsgögnin frá 1930
—1940 eru heldur leiðinleg. Okkur
finnst núna, að þau hafi verið allt
•of þung og klumpsleg. Stálhúsgögn-
:in, sem fyrst sáu dagsins Ijós í
Bauhaus, hafa líka orðið að þoka
fyrir öðrum, sem fyrst og fremst
þykja fegurri.
Grophius hrökklaðist undan naz-
istum til Bandaríkjanna, og skóli
hans var lagður niður. Nú er svo
að sjá sem Þjóðverjar hafi tekið
upp merki hans, og það eru öðrum
fremur þeir og ítalir, sem kalla má
frumkvöðla hinnar nýju funkis-
stefnu í húsgögnum. ítalir hafa
iengi verið snjallir húsgagnasmiðir,
og það hefur einhvern veginn komið
af sjálfu sér þar, að funkislínan í
húsgögnum hefur orðið byggingar-
listinni samferða.
Það, sem greinir hin nýju funk-
ishúsgögn frá hinum fyrri, er fyrst
og fremst léttara form og hins vegar
ný efni, málmar, áklæði og viðar-
tegundir. Norðurlandamenn hafa
vaknað til meðvitundar um þessa
breytingu, og i sumar mátti sjá
mjög ákveðna breytingu á hús-
gögnpm í Kaupmannahöfn í þessa
átt. Fyrir utan Norðurlandaþjóð-
irnar og Þjóðverja og ítali eru það
helzt Frakkar, sem talizt geta sam-
ferða i málinu. Þeir hafa lengi búið
við húsgagnamenningu, sem mörg-
iim finnst furðuleg: Hrifning þeirra
af fortiðinni og öllum þeirra Lúð-
vikum hefur hindrað eðlilega þró-
un, og þeir hafa setið fastir í
barokkstíl, sem annars staðar var
týndur og tröllum gefinn nema hjá
kóngafólki og snobbum. Nú er það
viðurkennt, að ákveðin kenning eða
hugmynd kallar fram andstæðu
sina, og þegar Frakkar losna undan
áhrifavaldi löngu liðinna alda, fara
þeir að búa til húsgögn, sem eru
alger andstæða við útflúruð rok-
okkó- og barokk-húsgögn. Þau eru
svo köntuð og ákveðin i formum,
að mörgum finnst nóg um.
Á næstu tíu árum kann margt
að gerast i húsgagnagerð, sem okk-
ur dreymir ekki um, en ýmsir hiis-
gagnaarkitektar eru þeirrar skoð-
unar, að hinn nýi funkisstill haldi
velli hin næstu ár að minnsta kosti,
þó með einhverjum breytingum.
Þessi nýi stíll hefur vissulega
hættu f för með sér, og sú hætta
er fólgin i þvi, að of mikið verði
einblint á útlitið, en notagildið
mundi þá ef til vill sitja á hak-
anum. +
Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver
og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss hefir tekizt að
framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg,
sem myndú gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru
CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir
20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og
reglulegt.sem sæmir CERTINA.
Ú CERTINA-DS
Selt og viðgert i rúmlega 75 löndum
CE&TINA Kurth Fréres, S.A. Grenchery, Sviss
VTKAJti 27