Vikan


Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 40

Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 40
... allir þekkja BAB-O BAB-O ræstiduft spegilhreinsar . Jqhnson & Kaaber H/f greiðslur, fyrr en sjúklingurinn hef- ur fengið þá læknishjálp, sem til- hlýðileg er. Ef það er gert á undan, gæti sjúklingurinn orðið órólegur og haldið, að læknirinn inuni ekki sinna honum, nema hann fái til- skilda borgun, og það er skaðlegt fyrir sjúklinginn,. Á öðrum stað rit- ar hann: „Að minum ráðum skyldi enginn krefjast of hárra iauna, en taka tillit til efna og tekna hins veika. Stundum skal veita sjúklingi ókeypis aðstoð, og er þá einskis annars krafizt en hlýhugur og þakk- lætiskenndar. Ef manni gefst tæki færi til að hjálpa ókunnugum veik- um manni, ber að gera það, því að ef mannkærleikur er til, er einnig til kærleikur til iæknislistarinnar.“ Mikill hluti af ritum Hippokrat- esar er sjúkdómslýsingar, og er við blöðum gegnum þau, komumst við að raun um, að dauðaorsakir voru svipaðar og fyrir nokkrum árum í Evrópu. Hippokrates var einnig ljóst, að manni ber að læra af misförum sínum, og gagnstætt prestum Æsku- laps-hofsins var hann fús að viður- kenna það. „Þetta hef ég néfnt í sérstökum tilgangi," ritar hann einhvers staðar; „því aðeins er möguleiki á að uppskera góða reynslu af misheppnaðri tilraun, að grandskoðuð sé ástæðan fyrir mis- förunum.“ Einhver frægasta kennisetning Hippokralesar, sem verða mun í gildi, meðan heimur stendur, er þessi: „Lífið er stutt, listin er löng, tækifærin stopul, reynslan óáreið- anleg og erfitt að mynda sér fasta skoðun.“ Hippokrates, sem allt líf sitt barðist gegn hinu yfirnáttúrlega, flúði eigi örlög sín: Eftir dauðann var hann tekinn í guða tölu. Og eyjan Kos hefur ekki gleymt sínum gömlu, góðu dögum. í merkis- skildi hennar má enn sjá rúnir Æskulaps-hofsins til minningar um hofið og um þann, sem fyrir um það bil 2400 árum grundvallaði lælcnavisindi nútímans. ★ Hin beizka rót. Framhald af bls. 18. lætur sér fátt um framfarir i vís- indum og verktækni, sem hafa þegar leyst mikinn hluta mann- kynsins úr hinni hræðilegu ánauð örbirgðar og hungurs. Fyrr á öldum var trúarofstækið beizkasta rótin, sem óx í mann- andi, til þess að hið þrönga sjónar- mið hans geti orðið einrátt. Of- stækisfullir áhangendur andstæðra beimsskoðana heiinta óðfúsir styrj- öid, sem gangi í eitt skipti fyrir öll milli bols og höfuðs á hinum villutrúaða andstæðingi. Meðan hin beizka rót ofstækisins lifir i mannlegu brjósti, er timi trúar- bragðastyrjaldanna ekki liðinn hjá, þó að þær séu nú háðar undir nýjum gunnfánum á nýrri valslóð. Ofstækismaðurinn verður ófær um að taka þátt í rökræðum um allt það, sem snertir öfgastefnu hans, þó að hann sé skynsamlega hugsandi á öðrum sviðum. Hann er lokaður fyrir rólegri íhygli og hefur jafnv.el sömu svör á takteinum við öllum andmælum. Hann geng- ur í rökheldri skoðanabrynju og al'klæðist henni aldrei. SIÐBÓT RÉTTTRÚNAÐARINS. Sú er óskmynd ofstækismanns- ins, að allir játist undir skoðun lians, en þeim, sem á móti kynnu að standa, yrði rýmt úr vegi. Þessa hugmynd framkvæmir of- stækið, hvar sem það fær valda- aðstöðu til. Það ieggur ekki áherzlu á að sannfæra með rökum, enda getur enginn sannfært með rök- færslu, sem ekki viil hlýða á efa- semdir og gagnrök andstæðingsins. Siðbót þess verður þvi jafnan yfir- borðsleg. Það lætur sér nægja játningu varanna, undirgefni í svip og látbragði, en hirðir siður um hjartalagið. Undir ofstækisvaldi getur allt verið slétt og fellt á yfirborði, þó að óánægjan ólgi und- ir niðri. Samt heimtar ofstækisvaldið yfirráð yfir hugarfarinu og þjálfar umboðsmenn sina í því skyni. Allt frá skólum Jesúítanna til þjálfunarstöðva einræðisflokka á okkar dögum hefur safnazt geysi- mikil reynsla um þjálfun ungra manna i iðkun og útbreiðslu of- stækis. Þar nægir ekki uppfræðsl- an ein saman. Menn þuría að sjá og heyra hinn vantrúaða dæmdan og húðstrýktan. Þess vegna er fórn- ardýrið valið úr hópi nemenda sjálfra. Erasmus af Rotterdam segir frá grimmdarlegri refsingu, sem hann varð sjónarvottur að i kirkju- skóla nokkrum. Þegar hálfmeðvit- undarlaust fórnarlambið hafði ver- ið dregið burt, sneri rektor sér brosandi að Erasmusi og sagði: „Hann gerði ekkert af sér, það þurfti aðeins að brjóta vilja hans“. Nemandi úr frægum nútíma- flokksskóla segir frá því hvernig kennarinn lagði fyrir nemendur spurningu, sein i raun og veru var gildra og ekkert öruggt svar varð fundið við. Elzti nemandinn, gáf- aður, og ótrauður í baráttu sinni fyrir hinni „einu réttu“ heimsskoð- un, svaraði að lokum, með nokkr- um vafa þó. Svar hans var túlkað sem svik við stefnuna, álcærendur settust sjálfir í dómarasæti, mála- -reksturinn varð steikjandi „lireins- unareldur" fyrir skólasystkinin, og að þeim ásjáandi var hinum fordænula steypt i glötun. Hvort sem ríki ofstækisins er smátt eða stórt, tiðkast slikar að- ferðii' enn í dag. Fyrir því er frelsi °fi jafnvel líf einstaklingsins hé- gómi hjá kröfunni um skilyrðis- sainkvæmt eðli sínu aðeins einn leiðandi vilja, öllum liinum ber að sýna skilyrðislausa undirgefni. Dómsdagspredikun Framhald af bls. 9. er rétt, — þetta er rétt, — haltu áfram, haltu áfram,“ hrópar fólkið í sifellu, meðan gamli klerkurinn siendurtekur sömu áminningarnar með aðeins breyttum orðum. Hann hefur engan prédikunarstól, heldur ferðast um alla kirkjuna út á meðal fólksins með hátalarann um háls sér, og fólkið rís upp og myndar hnapp um hann, hvar sem hann fer. — Brátt heyrast vart orðaskil lengur, þar sem tal hans kafnar meira eða minna í ofsa- fengnum undirtektum fólksins. Þó má heyra hann segja eitthvað um hvita gesti, en við Burtur greinum ekki, hvað það er, — hvort það er illt eða gott. Nú liefur spenna loftsins aukizt svo, að fyrr eða síðar hlýtur eld- ingu að Ijósta niður. Og þær koma ein eftir aðra. — Hvert á fætur öðru fær fólkið krampa og fellur í öngvit. Ég hrekk mjög skyndilega upp úr annarlegri leiðslu við, að kona fyrir aftan mig rekur upp sker- andi hljóð, um leið og hún fellur stif aftur fyrir sig. Nú kemur í Ijós nauðsyn þess liðs, sem ber hér einkennisborða um handlegg. Þetta fólk er sýnilega ekkert hissa á hlut- unum. — Það reynir að vekja af dásvefni þá, sem liðið hefur yfir, og lina krampa þeirra. Smám saman lægir öldurnar. Gamli presturinn er nú aftur kom- inn upp í kórinn, eins og ekkert hafi í skorizt. — Nú ávarpar hann okkur Burt, svo að ekki verður um villzt, og biður okkur að koma þar til sin. Og sem við rönglum inn kirkj- una, ráðvilltir eins og eftir loft- árás, þá er mér ekki örgrannt um, að okkur hafi orðið hugsað til rýtings þess, er við urðum okkur úti um, áður en við hófum rann- sólcnarferðir okkar um öngstræti hinna dökklitu hverfa New-Orle- ans-borgar. En á engu slíku þurfti að halda. Fólkið vildi bara vita, hvaða kynja- kvistir við værum, og láta i Ijós gleði sina yfir komu okkar. — I þessari gömlu baptísku kirkju höfðu ekki áður sézt svo hvitir náungar, svo langt sem þetta fólk rak minni til. Eitthvað vafðist okkur Burt vist tunga um tönn, og hvort þetta fólk liefur trúað því eður eigi, að við værum l'lökkumenn, komnir norðan úr íshali, ]iá tók það á móti okkur eins og gestum, sem það Iiafði lengi beðið. — Við viss- um, að það var ekki rétt, sem okkur hafði verið sagt, að við skyldum halda okkur í hæfilegri fjarlægð frá „niggurunum“ þar suður frá og að það væri ekki síður þeirra vilji en hinna hvítu að viðhalda kynþátt mismuninum. Og sem mér verður nú tveim- ur árum síðar hugsað til þessa jóla- dagsmorguns, þá sé ég enn fyrir mér gamlan, svartan mann rétta fram hnúahnýtta hönd sina til að sannfæra okkur um, að hinum hvítu mönnum yrði vel tckið meðal negranna þann dag, sem þeim skildist, að litarkorn húðarinnar skapa ekki eðlisfar einstaklingsins. Enn þá heyri ég trylltan söng og hina hamrömmu hrynjandi: — „My Lord, — my Lord . . . .“ Auðólfur Gunnarsson, stud. med. legu brjosti; nú slær stjórnmála- ofstækið öll met. Ofstækisfullum stjórnmálamanni þykir öllu fórn- hmsa lotningu fyrir hinni einu leyfilegu skoðun. Ofstækið þolir 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.