Vikan


Vikan - 23.02.1961, Síða 43

Vikan - 23.02.1961, Síða 43
Feigðarhnötturinn. Frarahald af bls. 8. litmyndavél. Hann hefði getað hlegið upp í opið geðið á þeim, sem sögðu, að hann mundi sogast niður af ógurlegu vatnsfalli í útjaðri jarðarinn- ar, sem að þeirra sögn var eins og pönnukaka í laginu. — Mér finnst ég verða að flýta mér, áður en sólin sezt, sagði dr. Ferris. Ég gleymi því bara, að tungldagur er jafnlangur og fjórtán jarðar- dagar. Þá heyrði ég skyndilega rödd Ríveros. — Skipp- ari, — þetta er Rívero. Heyrirðu til min? — Já, já, Dick, sagði ég. — Hvað er að? — Flýtið ykkur dálitið, strákar. Ég, — mér líður ekki vel. — Hvað gengur að þér? — Ég tók ofan hjálminn og hanzkana. Mér finnst ég innilokaður, og ég get ekki dregið and- ann eðlilega. Nú, — nú finnst mér eins og ég sé að kafna, og ég er búinn að fá einhvers konar kláða í hendurnar. — Rólegur, Dick. Við komurn eins fljótt og við getum. Ég hirti ekki um að ná í loftsafnarann, heldur tók á sprett. Ég var hræddur. Ég sá, að skelfingin var næstum búin að ná tökum á okkur félögum. Við höfðum átt dauðann í vændum, frá því er við lögðum af stað í þessa ferð. Við höfðum reynt að láta mannalega, en óttinn bjó sífellt í brjóstum okkar. Eitt glappaskot, ein reikningsskekkja, — annað þurfti ekki til þess að binda endi á geim- ferð okkar. Við vorum fimmtán hræðilegar mínútur að komast aftur til geimflaugarinnar og aðrar fimm að komast inn um loftgáttina og inn i klefann. Þegar ég sá Rívero, sem lá hjálmlaus I stól sín- um, skildist mér, að hér var hætta á ferðum. Andlit hans var eldrautt, eins og hann hefði legið heilan dag í sterku sóiskini. Augu hans voru innfallin og hitasóttarleg. Ég var enn með hjálm- inn á höfðinu og heyrði ekki til hans, en ég gat lesið orð hans af vörum hans: — Rykið, hvislaði hann. Rykið ... Þá sá ég það. Það lá um allan klefann, eins og einhver hefði hvolft þarna úr hveitipoka. Dr. Ferris og ég vorum þaktir þessu ryki. Ferris gekk fram hjá mér og lyfti hinni máttvana hönd Dicks. Ég varð að bíta mig í vörina til þess að æpa ekki upp. Það var skelfilegt að sjá hönd hans. Hún var bólgin virtist marin og minnti á loppu á einhverri ófreskju. Það var eins og henni hefði verið haldið yfir loga. — Hvað í ósköpunum er þetta? spurði ég í hátalarann. — Ég veit ekki, svaraði Ferris, — einhvers konar baktería, geri ég ráð fyrir. Ég hef rekizt á svipuð sjúkdómseinkenni í Kóreu. Æðarnar í húðinni springa. — Er til nokkurt móteitur? — Ég er með blóðvatnstegund, sem ef til vill kemur að gagni, sagði Ferris. — Það er aðeins hægt að reyna það með einu móti, og það er að sprauta því í hann. — Rykið, sagði ég. — Það er um allan klefann. — Já, sagði Chuck Ferris. — Það er talsvert rykugt hérna. En við eigum ekki annars kost. Hann sýndi nú, hversu hugaður hann var, — tók ofan hanzkana og tók í skyndi að leita í kistu sinni að sprautu og blóðvatni. Ég nálgaðist jörðina. Mér tókst að leggja af stað hjálparlaust. Dick Rivero gat ekki hjálpað mér, — hann var dáinn. Blóðvatnið, sem hafði verið notað í Kóeru, hafði ekki komið honum að neinu gagni. Dr. Ferris hafði fórnað lífi sínu til einskis. Nokkrum klukkustundum eftir að við lögðum af stað, tóku hendur Chucks að roðna, síðan urðu þær eldrauðar, hlupu upp, og Chuck varð ljóst, að hann var einnig dauðadæmdur. Hann talaði við mig gegnum hátalarann um veir- una, sem fólst í hvita rykinu. Það hlaut næstum að vera ógerlegt að drepa veiruna, sagði hann, því að annars hefði hún ekki lifað af hinar miklu hitabreytingar á tunglinu. Það var greinilegt, að veiran réðst á vefi mannslíkamans og eitraði frá sér ótrúlega hratt. Ef til vill dræpi veiran dýr og jurtir, — allt kvikt. Ef veiran kæmist til jarðar, — Chuck starði á mig gegnum hjálm- glerið. — Ef þú tekur hana heim, hvíslaði hann, verður jörðin okkar ef til vill hvít og hrjóstrug eins og tunglið. — Siðan tók hann ofan hjálminn, — ég þóttist vita, að hann vildi ekki deyja með höfuðið i glerbúri, og þegar ég leit framan í — Passaðu þig maður, — þú hellir á kjólinn minn. — Skítt með það. Er ekki til nóg vín? hann, varð ég að líta undan ... Ég er einn á lífi um borð í X-15F. Ég hef haft radíósamband við jörðina. Ég hef skýrt frá ógn- um hvíta ryksins. Fyrst stungu þeir upp á því, að brenna skyldi X-15F þegar í stað, er hún lenti á jörðinni. En meðan þeir töluðu, varð mér litið á rykið, sem loddi fast við eldflaugina utanverða. Ef ég notaði hemlaraketturnar og kæmi inn I andrúmsloft jarðar á hæfilegum hraða, mundi þetta banvæna ryk fjúka burt og dreifast yfir grænar heimsálfurnar, á meðan X-15F hringsól- aði umhverfis jörðu í áttina að lendingarstað. Jörðin stækkar nú óðum. Hún fyllir út himin- inn. Ég hef ekki hleypt af hemlarakettunum. Ég hef ekki snúið X-15F, til þess að ekki drægi úr hraðanum. Ég stefni beint í áttina að jörðu, og Mexíkóflóinn sést beint fram undan. Ég hef tekið hlífina af hemlarakettunum, og nú þrýsti ég á hnappinn og finn, að líkami minn þrýstist niður I stólinn, þegar sprengingin verður. Nú verka raketturnar ekki sem hemlar. 1 stað þess auka þær hraðann: fjörutíu þúsund km á klukkustund ... fjörutíu og fimm þúsund ... fimmtíu þús- und ... Ég þarf ekki lengi að bíða. Ég verð eins og loftsteinn, sem brennur upp til agna, — og síðan ekkert. En ég hef sigrað rykið hræðilega frá tunglinu. Ekki ögn af þessu ryki, — ekki eitt atóm, — mun ná til reikistjörnunnar okkar. Nú verður mér hugsað til Hank, sonar mins. Ég spenni mig fastan, halla mér fram. En ég loka ekki augunum ... SBBBSSBil iíiiUii heimilistækin hafa staðist dóm re/nslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.