Vikan - 20.04.1961, Side 4
* *'*r ^ «»r 0^
<3
Thor Thors ambassa-
dor var hér á ferð-
inni í nokkra dag'a og
leit inn hjá Kjarval.
Hér heilsar hann
Páli Isólfssyni, en
milli þ-eirra er Alferð
Gnðmundsson, sýn-
ingarstjóri Kjarvals.
Kjarval í níðþungum
hugleiðingum ásamt
Kristjáni Guðlaugs-
syni hæstaréttarlög-
manni.
V
,,Hún er betri, sú sem er undir“
Það er alltaf eitthvað sérstakt og merkilegt utan um Jóhannes
Kjarval. Þegar hann heklur sýningu, er undirbúningurinn og opnun-
in ekki eins og hjá öðrum mönnum. Hann fer dult með fyrirætlanir
sínar, og svo kemur einn góðan v.eðurdag auglýsing í útvarpinu um
það, að nú hafi hann opnað sýningu. Með köldu hlóði hefur hann
af fólki þá ánægju að skoða hvað annað, þegar sýningin er opnuð,
rétt eins og hann húist við þvi, að mannskapurinn geri fer9 sina á
málverkasýningu til þess að skoða málverk. í stað þess að helga sýn-
inguna forstjórum og stórlöxum, sem keypt hafa megnið af myndun-
um hans hingað til, þá tileinkar hann sýninguna leigubilstjórum.
Svo er hið þriðja, og þar er hann ólíkastur öilum öðrum. Það
eru sjálf verkin. Þar er bara Iijarval og ekkert annað en Kjarval,
og enginn getur náð þessum sérstaka stíl, þessu sérstaka andrúms-
iofti, sem fylgir myndunum hans. Sumir hausarnir og fígúrurnar
hans eru dálítið svipuð í áraraðir, og stundum finnst manni, að
maður liafi séð alveg nákvæmlega eins hausa áður. En landslagið
er síbreytilegt, kvikt og lifandi eins og náttúran sjálf. Það er vandia1-
laust að sjá út úr þvi margvíslegar myndir, ef vel er leitað, rótt
eins og þegar horft er i urð eða hamravegg. Sýningargestir voru
óskaplega hróðugir af þvi að finna slíkar myndir i landslaginu hjá
honum og töldu víst, að þetta væru einhvers konar felumyndir h^á
honum, en svo kom það bara i Ijós, að Kjarval hafði ekki haft hugi-
mynd um það, að hægt væri að sjá huldukonu hérna eða þarna.
Bráðfalleg hraunmynd hét Stúlka á grænum kjól. — Það mátti með
góðum vilja finna einhvers konar kvenmannsmynd út úr þvi, en
þetta var ekki verk listamannsins, heldur hafði einhver hrifinn sýn-
ingargestur stungið þessu að honmn. Það er mikill misskiiningur,
að myndirnar hafi að einhverju leyti meira gildi fyrir þetta, og
ég mundi segja, að þessi eltingarleikur fólks við „felumyndirnar
innan myndarinnar" geri það að verkum, að ekki sé tekið nægilega
vel eftir málverkinu sem einni listrænni heild, — eins og það á
auðvitað að skoðast.
Að vísu er orðið nokkuð um liðið, síðan sýningu Kjarvals lauk, en
það var skrifað svo mikið um hana, meðan hún stóð yfir, að mörg-
um þótti nóg um. Einn mesti Kjarvalsaðdáandi á landinu skriíaði
til dæmis framhaldsgreinar um hana í eitt dagblaðanna.
Það er lika enguin vafa undirorpið, að Kjarvalssýning er stórvið-
burður, og hann geldur þess eins og fleiri af listamönnum okkar að
vera sonur fámennrar þjóðar. Myndir hans eru líka svo bundnar við
íslenzkt þjóðerni og landslag, að útlendir menn kunna að reynast
tornæmir á gildi þeirra.
Þ.egar þessar myndir voru teknar, var Kjarval í alvarlegri stemmn-
ingu. Það var ekki nokkur leið að koma honum á strik með þann
galsa, sem stundum er á honum, þegar hugsunin virðist ein fantasía.
Hann var mjög alvarlegur þarna og ræddi um myndirnar sínar af
einjlægni, hvað sjaldan ber við. Það voru líka mátulega fáir í kring-
um hann. Fyrsta daginn, sem sýningin stóð yfir, var á honum annar
gállinn. Þá tók hann mynd af ljósmyndurunum, og erfitt var að .
sjá, hvað honum var alvara af því, sem hann sagði. Þegar einhver
dáðist að mynd af mikilli einlægni, sagði hann: „Já, en það er
önnur undir þessari, og hún er miklu betri.“
Oft er það gott, sem gamlir kveða. Hér ræðast þeir við Páll ísólfsson’
og Kjarval. |