Vikan


Vikan - 20.04.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 20.04.1961, Blaðsíða 20
ÍM^dt^ah - Frrnicoise d £au\loitoe ýtt undir hurðina, með gólfinu, og hvítt umslag kom þar í Ijós. Hann var að Því kominn að beygja sig og taka það upp, en sá sig um hönd í tíma. Slíkt hefði vitanlega komið upp um hann. Umslagið hafði rifnað upp að nokkru, Þegar þvi var ýtt inn fyrir. Næst kom í ljós pappírsblað, sem bersýnilega hafði verið rifið úr vasabók, og nokkur orð hripuð á það í flýti. Svo virtist því sem umslagið sjálft hefði eitthvað annað en orð- sendingu að geyma. Alain var sjónskarpur; þegar hann virti fyrir sér umslagið, þar sem Það lá á gólfinu, þóttist hann geta greint að í því voru peningaseðlar allmargir. „Forvitnilegt!" hugsaði hann með sér. Hann beið ekki heldur boðanna, Þegar hann heyrði fótatak hins ósýnilega gests. fjarlægjast; þreif til umslagsins og reif það upp. 1 Því reynd- ust vera tvö knippi af 10,000 franka seðlum. tíu í hvoru knippi. „Hamingjan góða!" varð Alain að orði, og nú lét hann eftir sér að hnerra. Ánægður og furðu lostinn í senn tróð hann seðl- unum i vasa sinn, klæddist í skyndi, rakaði sig siðan vel og vandlega, Því að Pétur hafði skilið raktæki sín eftir á hillu fyrir ofan handlaugina. Að þvi búnu hélt hann út, stökk ofan stigana; kom við í krá og fékk sér hressingu; hélt síðan út í borgina. Hálfri klukkustund síðar var hann kominn heim til Mic að segja henni fréttirnar. Bob lá á gólfinu og rótaði í hljómplötuhrúgunni; M!ic roðn- aði, þegar Alain kom inn úr dyrunum. En Alain var í allof æstu skapi til þess að hugsa að slikum smámunum sem návist úthverfabúans. „Viljið þið sjá hvað ég hef keypt mér!“ sagði bann og strauk svarta leðurúlpuna að lokinni sögu sinni. í»au Mic og Bob spertu upp augun eins og börn, sem hlusta á álfasögu. „Furðulegt!" varð Bob að orði. „Hvað á allt þetta eiginlega að Þýða?" hugsaði Mic upphátt. Ekkert þeirra hlustaði á tónlistina af hljóm- plötunni, sem hringsnerist á spilaranum. M'c áttaði sig von bráðar og náði i vískýið. „Fáðu þér hressingu, Alain. Þú hefur gott af því!" sagði hún. „Síðan væri gaman að finna lausn gátunnar." „Ég get ekki ráðið han-a," svarið Alain og spil- aði. „Gaman að vita hve mikið hann fær i allt." „Við skulum athuga orðsendinguna betur!" Mic tók pappírsblað og las upphátt: „Bíddu rólegur þangað til í kvöld, og vitjaðu þess sem eftir er í Pergola klukkan tíu. M. Félix." „Þetta er öldungis eins og í glæpasögu!" varð Bob að orði. „Hver getur þessi M. Félix verið?" „Það er nú það!" „Kannski er þetta bara brella!" sagði Bob. „Og seðiarnir falsiðir!" bætti Mic við. En Alain sagði aðeins: „Óhugsandi!" um leið og hann kastaði bandarískum s'garettupakka upp í loft'ð, greip hann og klappaði óopnuðum viský- pelanum í úlpuvasanum. „Ég skal vera búinn að eyða fjórtán þúsund frönkum áður en klukkustund er liðin!" „Það er auðvitað spennandi." Varð Bob að orði, „það verð ég að v:'ðurkenna — on heldur kjána- legt." „Nema hvað?" sagði Alain. „Þið, sem hafið alls- nægtir, veitið ykkur alla hluti í orði; en á borði — nei, þá er ykkur öllum lokiö!" „Þú ert við sama heygarðshornið," maldaði Bob í móinn. „En segðu mér þó eitt ■—• hvers vegna viltu ekki leika leikinn á enda?" „Vegna þess að ég er við annað bundinn klukk- an tíu í kvöld og ég geri mig ánægðan með Það, sem ég hef þegar fengið. Ég hef sagt ykkur það hvað eftir annað, að peningar eru mér einskis virði!‘ „Megum við þá hirða það, sem í vændum er?“ spurði Mic og sjáöldur hennar þöndust út. Alain laut henni með uppgerðar riddara- mennsku. „Ásamt blessun minni, þið ástföngnu dúfur!" „Þið gleymið því," mælti Alain hæðnislega, „að þessir peningar eru Pétri ætlaðir!" Mic yppti öxlum. „Hann er ekki viðstaddur til að taka á móti þeim. Ekki er það í okkar verka- hring að gæta þeirra fyrir hann, eða hvað?" Svo sneri hún sér að Alain og sagði ákveðin! „Ég fer í kvöld!" Alain leit á Bob og benti á hana: „Það er þó að minnsta kosti töggur í henni!" „Glæsibíll!" mælti hún og hló við. „Glæsilegasta farartæki, sem hugsast getur!" Hún stökk upp á legubekkinn, tók svæflana og grýtti þeim, hristi Bob allan og skók og hló enn. „Bíllinn, sem ég sagði þér frá! Mig hefur dreymt um hann öllum stundum síðan ég sá hann!" , Hvers konar bíll er það?“ spurði Alain. „Tveggja sæta Jagúar! Dásamlegar línur. Roger verður briálaður!" Alain virti Þau fyrir sér, þar sem þau byltust um á legubekknum. „Skoðarðu þetta ekki í helzt til rósrauðu Ijósi?" snu.rði hann rólega. ..Hví þá það?" Rödd Bobs var þrungin innilegri ástúð, þegar hann tók í sama strenginn. „Þú hefur ekki neina hugmynd um í hvað Þú ert að ráðast, Mic. Gættu að bér!" ,,Það er einmitt það, sem gerir þetta svo spenn- andi! Þú ert ekki sérlega hugrakkur, hjartans vinurinn minn!" í sömu svifum var barið að dyrum og konan, sem húsið átti. hrópaði skrækri röddu: „Síminn!" ..Og bá get ég líka greitt henni húsaleiguna!" brópaði Mic enn um leið og hún brá sér út um dvrnar. Á meðan hún var að tala í símann. festi Alain hvöss augun á Bob og stakk höndunum djúpt í ú'nuvasana. ..Þe'r eru víst ekki mikið fyrir það í út- hverfunum að taka á sig áhættu," mælti hann iágt. ,.V<ð erum ekki heldur sérlega hrifnir af sport- b'i.um.“ svaraði Bob, rólega en dálítið stuttur í spunn Þvk'st vita það. Þeir láta.sér duga virðulega ít"1skyldubíla!“ Mm ♦a!nði í símann frammi á ganginum. ..Hvar UafiiT-pi’i nlið manninn? Maður mætti halda að bifT I"nn-pgi t!l að hitta mig, eða öllu heldur mig h'a! Nei. ég er á viðskiptaráðstefnu." P-'b yppti öxlum. Tók viskvflöskuna ofan af r-inhillurmi og skenkti sér í glas til að láta líta svo út sem hann veit.ti ekki simtali vinstúlku s’nnar neina athygli. . .Tá, já!“ hélt hún áfram. „Klíkan er allt í einu orðin svo ið.iusöm, skilurðu!" Alain virti fyrir sér svipbrigðin á andliti Bobs og glotti. „Ég hef afráðið ákaflega mikilsvert stefnumót klukkan tíu," hélt Mic áfram í símanum. „En seinna í kvöld, ef Það er í lagi. . . 1 hljómplötu- verzluninni klukkan tólf á miðnætti, stundvislega!' Segjum það þá. Bless, elskan! Bless þangað til!" „Ætlarðu að láta hana fara eina síns liðs?" spurði Alain með meinlegri uppgerðarhæversku. „Við erum ekki komin í hjónabandið enn,“ svar- aði Bob, sem hafði fölnað litið eitt. „Þú misskilur mig,“ sagði Alain. „Ég átti við' stefnumótið klukkan tíu!" Bob, sem sá að hann hafði gefið þarna högg- stað á sér, stóð með viskýglasið í hendinni. Það' hristist dálítið. Mic var nú komin inn aftur. „Vit- anlega fer ég með henni!" sagði hann ákveðinn. „Já, þú mátt ekki fyrir nokkurn mun verða af þeirri skemmtun!" hrópaði Mic. „Jagúarinn minn! Glæsilegasti sportbíllinn minn! Nú rætist sá draumur!" Bob tók orðsendinguna og las hana einu sinni enn. „Við höfum enga hugmynd um hvers hann muni krefjast fyrir peningana," sagði hann. „Við' höfum ekki hugmynd um hvað við eigum að segja við hann. Og meðal annars — hvernig eig- um við að fara að því að bera kennsl á þennani M. Félix?" Þau litu spyrjandi hvert á annað. NlUNDI KAFLI. Það var ærið mislitur söfnuður, sem sótti veit- ingahúsið „Pergola," — verzlunarmenn, elskend- ur, úr sér gengnar vændiskonur, piparsveinar, sem allir virtust þar einna erinda, stóðu þar í einni kös við skenkiborðið. Staðurinn var skugga- legur, gestirnir ískyggilegir, andrúmslofltið ó- hugnanalegt. Það virtist þó ekki hafa nein áhrif á Mic, þar sem hún stóð rétt fyrir innan þröskuld- inn og svipaðist um. Bob stóð fyrir aftan hana og virti fyrir sér umhverfið. Stigi lá upp i veitingasal- ina á efri hæð. „Hvernig eigum við að bera kennsl á hann?" mælti Bob lágt. „Við förum upp og sjáum til," svaraði hún. Bob brosti og virtist hafa sætt sig við að það yrði hún, sem hefði forystuna. „Láttu mig að minnsta kosti um alla samninga," hvíslaði hún, þegar þau gengu upp stigann. „Þú þarft ekki að óttast Það, að ég fari að grípa fram í fyrir þér.“ Þau svipuðust um í salnum á efri hæðinni; tveir símaklefar, borð og bekkir í básum, nokkrir gestir. „Jæja, hvar er hann þá?“ spurði Bob glettnis- lega. „Sjáum til, það kemur strax á daginn," svaraði Mic og gekk inn i annan símaklefann. „Bíddu þarna, svo ég geti séð aðdáun þina." „Hvað ætlastu fyrir?" Hún tók talnemann, lézt ætla að hringja, hlust- aði og horfði út um dyrnar. Um leið og þjónn- inn gekk framhjá, kom hún fram i klefadyrnar og hélt hátt talnemanum. . . „Það er spurt eftir M. Félix," sagði hún við þjóninn. Þjónninn varð hálfhvur.isa við, leit á víxl á stúlkuna og talnemann og raælti s'ðan stundar- hátt: „Símtal við M. Félix!" Bob, sem stóð nú við hlið henni, lét í Ijós að- dáun sína með Því að taka þéttingsfast um arm henni. „Ég vona bara að þetta snilldarbragð þitt beri tilætlaðan árangur!" hvíslaði hann. ZO VUCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.