Vikan


Vikan - 20.04.1961, Page 5

Vikan - 20.04.1961, Page 5
 J)uklaði á vclsög og smiðaði siðan aðra Árið 1874 fæddist drengur að Mófellsstöðum í Skorradal. Hann var vatni ausinn og nefndur Þórður. Hann varð fyrir því óláni í barnæsku að missa sjónina og var orðinn alveg blindur sjö áxa gamall. 1 þá daga var ekki margt unnt að gera til þess að bjarga því, að drengurinn héldi sjóninni, og minnist hann þess helzt, að faðir hans hafi farið með hann upp að Gilsbakka i Borgarfirði til þess að láta prestinn þar lita á augun. En prestur þessi hafði eitthvað feng- izt við lækningar. Árangurinn af þeirri för varð þó eins og við mátti búast: enginn. Þórður á Mófellsstöðum ólst upp í systkinahópi, og þrátt fyrir sjón- leysið hjálpaði hann til við bú- störfin og lék sér með öðrum börn- um. Hann Þótti snemma greindur og þróttmikill, en sérstaklega kom í Ijós, að hann hafði mikla hag- leiksgáfu. Eins og víðast í þá daga var verkfæraskosturinn á bænum heldur fátæklegur: ham- ar og sagargarmur, en ekki hefill nema á einstaka bæ. Þórður á Mófellsstöðum varð brátt þekkt- ur fyrir hagleik sinn og smíðaði hin algengustu amboð af mikilli leikni: klifbera, laupa, orf og hríf- ur. Hann hefur að mestu haldið kyrru fyrir heima á Mófellsstöð- um, eins og að líkum lætur, en þó farið í einstaka ferðalög og virðist vera hrifnæmur eins og barn, enda Þótt hann sjái ekki hlutina. Heimahagana á Mófells- stöðum þekkir hann eins og hend- urnar á sér og ratar með því að klappa saman lófunum. Þá heyrir hann bergmálið frá HeiÖarhorn- inu og Skarðsheiðinni ofan við bæinn og áttar sig á Því. Þaði var árið 1911, að Þórður fór í fyrsta sinn til Reykjavíkur, og varð sú ferð söguleg fyrir hann. Þá kom hann á nokkur trésmíða- verkstæði og þreifaði á verkfær- um, meðal annars á stiginni band- sög hjá Jóni Halldórssyni í Gamla Kompaniinu. Hún kostaði fimm hundruð krónur, sem var of fjár í þá daga, þegar lambsverðið var fjórar krónur. Hann hafði að minnsta kosti engin efni á því að kaupa slíka vél. En hann þreifaði vel og vandlega á henni og lagði á minnið. Þegar hann fór heim, hafði hann keypt sér góðan við hjá Thor Jensen og sagarblað í Völundi. Þetta var um vor, og annir sumarsins leyfðu það ekki, að hann byrjaði á söginni fyrr en um haustið. Þá smiðaði hann stigna bandsög, sem enn er í kjall- aranum á Mófellsstöðum og vel nothæf. Sögin gerbreytti aðstöðu Þórð- ar við smíðarnar. Nú gat hann rist viðinn að vild, og það kom sér vel við grófari smíði. Hins vegar er Þórður jafn-dverghagur við hina finustu smíði, og hefur hann þá einkum orðið frægur fyr- ir tvo skápa með snúnum súlum. Annar þeirra er hjá systur Þórðar i Reykjavík, hinn er á Svarfhóli i Borgarfirði. Súlurnar eru á hornum skápanna, og snúningar þeirra standast nákvæmlega á. Þórður tálgaði þær að mestu með vasahníf, en bjó sér til einhvers konar áhald til þess að mæla snúningana. Þegar ibúðarhúsið á Mófells- stöðum var reist fyrir rúmum þrjátiu árum, vann Þórður við það og smiðaði glugga, hurðir og inn- réttingar. Þá hafði hann góð not af söginni, en gluggar og hurðir voru með þeirrar tíðar hætti, — miklu margbrotnari en nú gerist. Þórður á Mófellsstöðum er nú hættur smiðum að mestu, enda er hann orðinn 87 ára gamall. Heyrn er nokkuð farin að bila, en annars heldur hann sér vel. Það er ein- hvers konar „lorda“-svipur yfir honum, sem ekki er algengt að sjá á mönnum hérlendis, sízt gam- almennum. Hann er teinréttur og hárið silfurhvítt. Eftir öllu að dæma hefur hann verið hið mesta glæsimenni á yngri árum. Þórður er maður léttlyndur og hefur ekki æðrazt um dagana þrátt fyrir sjónleysið. Það stafar af honum einhvers konar birtu og sálarfriði. Hann hefur mikið yndi af tónlist og söng eins og margir blindir menn. Fyrir þá hefur útvarpið gerbreytt tilverunni. Það er undarlegt um marga blinda menn, sem hafa haft sjón fram undir tíu ára aldur eða leng- ur, að þeir segjast mjög litið muna eftir mannsandlitum. Þann- ig er það með Þórð. Hann segist ómögulega geta munað það, að hann hafi nokkurn tíma séð mannsandlit. Hins vegar man hann glöggt eftir ýmsum hlutum, sem hann sá í barnæsku, og hug- mynd hefur hann um liti. Hann man, að vatnið í Hvitá var öðru visi á litinn en annað vatn, þegar hann fór upp að Gilsbakka með föður sínum og áður er frá sagt. Hann átti rauða meri, sem hann hafði miklar mætur á, og enn segist hann muna litinn á henni. Á Mófellsstöðum hefur Þórður dvalizt hjá Vilmundi, bróður sin- um, og Guðfinnu, konu hans. Hann hefur átt þar góða daga og er mikils metinn af öllum á heimil- inu. Myndin, sem hér fylgir með, sýnir bæinn á Mófellsstöðum og Skarðsheiðina að baki. Þórður stendur heima við bæinn, þar sem hann hefur alið aldur sinn allan. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.