Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.04.1961, Qupperneq 8

Vikan - 20.04.1961, Qupperneq 8
Læknirmn segir: VERÐURBARNIÐ MITT GÁFAÐ? ÞAÐ er auðvitað ofur eðli- legt, að foreldra dreymi inn að eignast gáfuð börn. Hins vegar er það ekki eins eðli- legt, að foreldrar, sem gæddir eru einungis meðalgáfum, nagi á sér neglurnar, vegna þess að anginn þeirra varð ekki efstur i sínum bekk. — Ég vona, að sonur minn erfi gáfur föður síns og fegurð móður sinnar, sagði eitt sinn stoltur faðir. Og hann bætti við: — Það væri hræðilegt, ef það yrði öfugt. Fyrst og fremst hafði faðir- inn ekki hugmynd um, að hann mundi eignast son. Barnið var nefnilega ekki fætt enn, svo að það gat allt eins orðið stúlka. Og eiginlega hefði það orðið grætilegt fyrir barnið, ef það hefði ekki orðið betri gáfum gætt en faðir þess. Sem sagt, það er eðlilegt, að foreldrar vilji eignast gáfuð börn, vegna þess að gáfur skipta barnið auðvitað miklu. Gáfur eru barninu beinlínis nauðsyn, frá því að það sér fyrst dagsins Ijós. Það þarf gáfur til þess að hreyfa sig rétt, grípa um smáhluti o.s.frv. i frumbernsku, og þegar barn- ið er komið á skólaaldur, gerir skólinn miklar kröfur til gáfnafars þess við lestur, skrift, reikning. Það skiptir einnig barnið mikiu, hversu gáfað það er, þegar það hefur iokið námi og fer út í lifið. Gáfur eru lykillinn að framgangi hvers einstaklings. Þess vegna er það mikið áfall fyrir foreldra, ef þeir eignast treggáfað barn. Þvi miður er raunin sú, að nenn eru óheyrilega tillits- lausir, jafnt gagnvart treggáf- uðu barni sem foreldrum þess. Fyrir konu er það bæði and- iegur og líkamlegur baggi að þurfa að ala upp treggáfáð barn., Éf hún hefur barnið heima við, getur það orðið henni þung byrði, þar eð það gerir mun meiri kröfur til hennar en barn, sem er venjulegum gáfum gætt. Auð- vitað getur hún sent barnið á hæli, en það mundi aðeins auka á hina andlegu byrði hennar. Rannsóknir hafa leitt i Ijós, að mæður, sem eiga vanheil börn andlega, telia það ein- hvern veginn eigin „sök“. ó- sjaldan litur faðirinn einnig sömu augum á málið eða dreg- ur sem sagt sínar ályktanir af því, að það hafi verið konan, sem ól barnið. Þetta er auð- vitað hin mesta firra. Einnig ættu menn að forðast að sýna foreldrum, sem eiga vangáfuð börn, kulda, þvi að það verð- ur aðeins til þess að auka enn á áhyggjur þeirra. TREGÁFAÐ BARN. Við skulum kynna okkur betur barnið, sem fætt er i þennan heim treggáfað sakir erfðaeinda föður og móður. Þetta er einnig algengasta or- sök gáfnatregðu. Það er ekki óalgengt, að and- lega heilbrigðir foreldrar eign- ist gáfnasljó börn. Meira að segja bráðgáfaðir foreldrar verða fyrir því áfalli. Þetta stafar af erfðaeind annað- hvort móður eða föður, sem hefur, ef svo mætti segja, „leg- ið í dvala“, en bitnar nú á barninu. Ef hjón, sem bera dvala-gen (þ. e. erfðaeind, sem legið hef- ur í dvala), eignast börn. verður fjórðungur þeirra treg- gáfaður, tveir þriðju munu bera þetta gen án þess að verða fyrir barðinu á því, og aðeins einn þriðji losnar al- gerlega við þetta óheilla-gen. ’ æknar eru oft spurðir að þvi, hvort foreldrar, sem eign- azt hafa vanheilt barn, geti eignazt alheilbrigð börn. Svar- ið er: Líkurnar eru sem svarar þremur á móti einum með þvi, að barnið verði alheilt. Þetta gild'r ekki einvörð- ungu um hin neikvæðu gen, sem valda gáfnatregðu, sjúk- dómum og líkamslýtum, held- ur einnig þau gen, sem valda jákvæðum eiginleikum, til dæmis tónvissu og yfirleitt listgáfu almennt. Ekki þarf gáfnatregða ávallt að bitna á þeim, sem henni er haldinn, og auðvitað eru til mismunandi alvarleg stig þessa meins. Yfirleitt er nú mæld gáfnavisitala barna i skólum, enda þótt börnin sjálf geri sér naumast grein fyrir þvi, hvað á gengur. Ef foreldr- um er tjáð, að gáfnavisitala barns þeirra sé óeðlilega lág, er engin ástæða til þess að ör- vænta. Réttast er að leita til læknis. Gáfnavisitalan er ekki endanlegur dómur yfir gáfum barnsins. Það þarf miklar og nákvæmar rannsóknir til þess að ganga úr skugga um það, hvort barnið sé i raun og veru gáfnaljós eða ekki. Þvi miður hættir okkur til þess að binda okkur við einhverjar ákveðn- ar, gefnar tölur og raða þannig nniingunum niður i flokka i nokkurs konar skjala- skúffu. Gáfnavísítalan er ekki, — eins og við munum brátt kom- ast að, — nægilega nákvæm til þess að mæla gáfnafar hvers einstaklings, en auðvit- að bendir hún oftast á það, sem vel er, og það sem betur mætti fara. Gáfnavísitalan er saman- burður á aldri mannsins og andlegum þroska hans. Ef tiu ára drengur hefur náð „þroskaaldrinum“ tíu ár, er gáfnavísitala hans 100, en ef „þroskaaldur" hans er aðeins átta ár, verður gáfnavísitala hans aðeins 80. Það er 8/10 af 100. Sextán ára stúlka með gáfnavísitöluna 50 er þess vegna gædd svo til sömu gáf- Framhald á bls. 27. „ Þokkaleg Ásmundur Sveinsson var að kenna módel- eringu í Myndlistarskólanum við Freyjugötu. Það var einkum kvenfólk, sem hann hafði í kringum sig, og hann var sýnilega glaður og tók hressilega í nefið. Fyrirsætan sat á upp- hækkuðum palli, sem hægt var að snúa i hring. Hún vildi ekki, að við tækjum mynd af sér. — Ómögulega, takk. — Hún kærði sig ekki um, að allir vissu, að hún gerði sér þetta að aúkastarfi. Það var ekki það, að neitt væri óheiðarlegt við það að sitja hér á bikini-sundfötum í tvo klukkutima tvisvar í víku. Nei, það var ekki það. En hún vildi það bara ekki. Þau unnu myndir sinar i plastískan leir, sem harðnar ekki. Fyrst höfðu þau búið til eins konar beinagrind úr vír og hlaðið leirn- um utan á hana. — Þið eigið að leggja grannt upp, sagði Ásmundur. í módeleringu er það allt öðru- vísi en í höggmyndasmíðinni. Þá hefur mað- ur klumpinn fyrir sér og vinnur hann niður. Og fyrir alla muni: Athugið þið formin. Hérna er flötur, og þarna er flötur. Þetta er allt saman samspil flata. Það er bara að finna, hvernig þeir liggja. Þið megið gjarna stilfæra, en það er nú samt synd að fara ekki eftir þessu fallega módeli. Það er svo sjald- an, að maður hefur svona fallegt módel. Merkilegt, að það skuli ekki vera fleiri, sem koma til að módelera svona fallega stúlku. — Ertu nokkuð uggandi um framtíð högg- myndalistarinnar ? — Það liggur við, og það er að minnsta kosti engin sérstök ástæða til bjartsýni, eins B VIKAH

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.