Vikan - 20.04.1961, Side 11
I
t
Austurbærinn svarar fyrir sig að þessu
sinni. — Hér hafið þið þátttakanda
núnver fimm í fegurðarsamkeppninni,
Þuríði Magnúsdóttur. Hún rekur
ættir sínar austur í Skaftafellssýslur,
og þaðan kemur myndarlegt og táp-
mikið fólk, eins og allir vita. Móðir
hennar, Lilja Bjarnadóttir, er þaðan,
en faðir hennar, Magnús Haraldsson,
er úr Reykjavík og rekur heildsölu.
Þuríður nam við Gagnfræðaskóla
verknáms og hefur mest unnið við af-
greiðslustörf í búðum. Nú sem stendur
er hún við afgreiðslu í úra- og skart-
gripaverzlun Magnúfar Baldvinssonar
á Laugavegi. Þuríður hefur verið í
handbolta, sem nú virðist vera orðin
mjög vinsæl íþrótt og árangursrík. Þar
hefur hún fylgt Þrótti að málum, —
ekki vörubílstjórafélaginu, heldur
Knattspyrnuféiaginu Þrótti. Annars er
það eins um Þuríði og margar ungar
og fallegar stúlkur: Hana langar til
þess að verða tízkusýningarstúlka og
vonar, að það takist með tímanum.
Þuríður er nítján ára, 168 cm á hæð
og 53 kg. önnur mál: brjóst 91 cm,
mitti 61 cm, mjaðmir 97 cm og háls
30 cm.
smWMlÉÍBÉ&fiíaÉiÉlfeÉ
YI/-'~» i 1