Vikan


Vikan - 20.04.1961, Síða 12

Vikan - 20.04.1961, Síða 12
Dr. Matthías Jónasson: ÞEKKTU SJALFAN ÞIG Konan I karlmannaspegli Frá alda öðli hefur konan frem- ur verið talin móðir syndarinnar en sköpunarverk guðs. Kjarninn 1 trúflokki Krists voru karlmenn, og Páll postuli og Lúther gerðu hiut. kvenna lítinn. Þetta álit á konum var nær einrátt, þar til rómantísku skáldin hófu þær í hásæti fyrir yndisþokka og göfgi. „MÓÐIR SYNDARINNAR.“ Syndafallssaga 1. Mósebókar telur konuhönd opna syndinni leið inn i heiminn. Þetta gefur vísbendingu um, hver var samfélagsstaða og á- lit konunnar meðal Gyðinga, Araba og Asiuþjóða. Hún var óæðri vera, stóð miklu fjær guðdóminum en maðurinn, enda segir skýrum stöf- um, að guð „blés lífsanda i nasir“ mannsins, en „myndaði konu af rifinu.“ Af þessu var dregin sú á- lyktun, sem er enn í gildi með mörg- um þjóðum, að konan hafi ekki sál, jafnvel að hún sé óhrein, þar eð hún er aðeins gerð úr „beinum og holdi.“ En syndafallssagan ræður lika miklu um það álit, sem konan naut lengst af innan kristinnar. Hjá Kristi sjálfum finnast ekki bein dæmi þess, að hann setji kvenkynið skör lægra. Samt er kjarninn í trúflokki hans, lærisveinarnir, aðeins karlmenn. En hinn mikli túlkandi boðskapar hans, Páll postuli, litur fremur á konuna sem móður syndarinnar en sköpun- arverk guðs. Hjá honum kemur aftur fram hin nakta, syndum hlaðna Eva Gamla testamentisins. Sú skoðun helzt í kristninni langt fram yfir sið- bót. Lúther talar um konuna sem „Priesterin des bösen Feindes“, — kvenprest hins illa óvinar. Þetta álit á konunni er nær einrátt, þangað til rómantísku skáldin liefja hana í hásæti og dá yndisþokka hennar og göfgi í ódauðlegum Íjóð- um, eins og við t.d. eigum eftir Jón- as Hallgrímsson. Sá spegill var því ekki nýr, sem einn mesti kvennahatari síðari alda, SCHOPENHAUER, brá upp fyrir konunni. „Hún er einber kynvera og stendur karlmanninuin að baki í öllu tilliti. Veikleika hennar ber honum að vísu að þyrma, en hann gerði sig hlægilegan með þvi að sýna henni virðingu og lítillækkaði sig jafnvel i augum hennar sjálfrar.“ Að áliti Shopenhauers hafa allar menningarþjóðir litið þannig á kon- una nema sú „germanska-kristilega úrkynjunartilhneiging“ að líta á konuna sem fullgilda mannveru, sem hún þó getur aldrei orðið. Ilins vegar hefur dekrið gert hana ó- þolandi, svo að hún þykist geta leyft sér allt. „Það væri þess vegna mjög æskilegt, að þessari lægri tegund mannkynsins yrði einnig hér í. Iívrópu skipað í sína hæfilegu stöðu og að þessu kvennadekri mætti linna, sem gerir okkur að athlægi ekki aðeins allrar Asíu, — Grikkir og Rómverjar hinir fornu hefðu einnig hæðzt að þvi.“ Samkvæmt skoðun Shopenhauers er konan hæf aðeins í eitt starf: að ala börn og elda mat. Þess vegna' á hún að vera undirgefin eiginkona, og unga stúlkan á að alast upp i þeirri einu von að fá að feta þar í fótspor móður sinnar. Það er allt og sumt. Menningarhlutverk á kon- an ekki og getur aldrei eignazt. Öðru nær: Með holdlegum freistingum sínum leiðir hún manninn afvega frá hinu eiginlega menningarhlut- verki hans. Það er hið mikla synda- fall, sem 1 Mósebók túlkar á tákn- rænan hátt. Þessi kenning er eins konar brenni- depill aldalangrar litilsvirðingar, sem karlmaðurinn hefur sýnt hin- um nátengda lífsförunaut sínum. Trúlegt er, að slíkt hugarfar spretti upp af duldum geig um það, að' margrómaðir yfirburðir karlmanns- ins séu fyrst og fremst til í vitund hans sjálfs, en í raun sé hann ofur- Framhald á bls. 27.. Heimspekingurinn Schopenhauer hafði heldur lítið álit á konum. Hann sagði: „Konan er einber kynvera og stendur karlmanninum að baki í öllu tilliti. Veikleika hennar ber honum að vísu að þyrma, en hann gerði sig hlægilegan með.því að sýna henni virðingu og lítillækkaði sig jafnvel í augum hennar sjálfrar.“ 12 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.