Vikan - 20.04.1961, Page 21
„Ég er ekk? eins heimsk og ég sýnist," svaraCi
hún lágt.
Maður nokkur, sem setið hafði úti í horni, hálf-
falinn á bak við dagblað, reis nú á fætur.
Hann lagði blaðið hjá hálftæmdu viskyblöndu-
glasinu og slitinni skjalatösku á borðinu Þetta var
dálítið lotinn náungi, um fimmtugt, með yfir-
skegg og vagl á vinstra auga. Hann gekk yfir
að símaklefanum, og varð dálítið undrandi þegar
hann sá stúlkuna og piltinn standa þar fyrir dyr-
um.
,,Halló!“ mælti Mic djarflega og naut þess að
leika hlutverk kvenhetjunnar í reifaranum. „Við
komum hingað á vegum Péturs.“
„Var það af blygðun eða hræðslu, að hann kom
ekki sjálfur?" spurði M. Félix kaldhæðnislega.
Höddin var einkennilega ópersónuleg, líkust rödd
blaðasala. Hann beið ekki svarsins en skundaði
aftur að borði sínu. Þau Mic og Bob héldu í hum-
áttina á eftir honum.
„Er það nú viðskiptavinur að tarna" hugsaði
Mic og virti hann fvrir sér. Aueun voru myrk og
hvimandi. Þegar Mic varð litið á hendur hans,
sá hún að neglurnar voru nagaðar að kviku! Eg
verð að fara að öllu með gát og gætni, hugsaði
hún. Og þetta kvöld var þó að minnsta kosti dá-
lítið frábrugðið öðrum kvöldum, sem liðu í dansi
og dufli við hljómplötuspil og kaffidrykkju í
rykmettuðu húminu á þröngum veitingakrám.
Þetta hafði að vísu allt gerbreyzt síðan hún
kynntist Bob.
„Má bjóða ykkur eitthvað að drekka?" spurði
M. Félix, og hirti ekki um að leyna geðvonzku
sinni.
..Viský!" hrópaði Mic.
M. Félix leit til hennar eins og hann vildi
myrða hana með augunum, og eins og ósjálfrátt
þreif hann glasið sitt og saup vænan teig.
„Jæja," mælti hann illgirnislega. „Svo að Pét-
ur hefur sagt ykkur allt!“
„Hvernig hefði hann getað leynt okkur þvi?“
varð Bob að orði.
„Og bið tel.jið framferði hans vitanlega gott og
blessað?"
„Vitanlega. Annars kæmum við varla sem full-
trúar hans!"
M. Félix vppti efrivörinni svo yfirvaraskeggið
komst allt á hreyfingu. Hann tók að leika með
fingrunum á skjalatöskuna og gaut augunum út-
undan sér.
,.Ég hefði helzt, kosið að kæra slíkt framferði
fyrir lögreglunni, en skjólstæðingur minn vill
tieldur fara bá leiðina að borga"
„Það var lika rétta leiðin," mælti Bob og var
nú hvergi smeikur.
„■fig vona að það komi i liðs að þið kunnið að
meta slíkt veglvndi," mælti M. Félix.
Bob spurði sjálfan sig hverju Alain mundi hafa
svarað öðru eins og þessu. Og hann var furðu
fliðtur að finna orðalagið: „Veglvndi — Þvaður!
Við lifum ekki lengur á öld riddaramennskunnar,
monsjör. Við lifum á öld raunsæis og athafna."
Yfirvaraskegg M. Félix tók hörkusprett.. Hann
hamraði naglnöguðum gðmunum á skjalatösk-
una.
„Æg . . . ég er hérna með peningana. . .“ Hann
revndi að hafa hemil á skrækri rödd sinni.
„Það var lika meira vit í bvi," sagði Mie, og
sló bliki á augu henni.
„Tnttugu þúsund frankar voru greiddir í morg-
un. Hér eru svo eftirstöðvarnar eins og umtalað
var.“
Hann opnaði töskuna og dró upp seðlaknippi.
Þrjú talsins, tíu 10.000 franka seðlar í hverju.
,.Er þetta allt og sumt?" Mic hækkaði röddina.
M. Félix leit á hana, og nú, í fyrsta skiptið,
vottaði fvrir undrun I svip hans.
„Þriú hundruð þúsund . . .“ sagði hann. „Það
var verðið. held ég að ég megi fullyrða, sem Þessi
vinur ykkar setti upp."
„Já, sem fyrirframgreiðslu eingöngu til að liðka
fvrir frekari samningum." hrópaði Mic og gerist
nú æst. „Um hvað haldið þið eiginlega að sé ver-
ið að semja? Kaup á brjóstsykri, eða hvað?"
„Pétur vinur okkar skildi bað áreiðanlega eins
og hún segir.“ mælti Bob rólega.
M. Félix fölnaði. Starði á Þau á víxl.
„Hann hefur misskilið þetta," sagði hann. „Þið
getið sagt honum það. Og vilji hann ekki standa
við það. sem umtalað var. bá má hann svei mér
gæta að sér Ekki skal ég hlífa honum, svo mikið
er víst. . . .“
Hann þagnaði. Þjónninn kom með viskýið. M.
Félix lagði handlegginn ofan á töskuna svo inni-
haldið sæist ekki. „Nei, ég hlífi honum ekki. . .“
tautaði hann.
Þau Bob og Mic litu hvort á annað. Þetta er
fjárhættuspil og ekkert annað, hugsaði Bob með
sér. Báðir aðilar beittu klækjum og vissu að báð-
um var það ljóst. Og Þegar komið er að vissu
marki, dregur til sætta vegna samsektarinnar.
Það, sem á reið var að ganga því hvorki of skammt
né langt. Hann hellti dálitlu af sódavatni í glas
Mic, og síðan i sitt eigið glas, án þess að vottaði
fyrir því að hendur hans titruðu.
„Hlustið þér nú á,“ mælti Mic og tók orðið á
undan Bob. „Það er ekki að vita. Ef svo skyldi
reynast, get ég upplýst að 630.000 er sú fullnaðar-
greiðsla, sem Pétur krefst."
„Sex hundruð og þrjátíu þúsund!"
M Félix virtist skelfingu lostinn.
„Og mismunurinn — er það kannski þóknunin,.
sem þið takið fyrir milligönguna?"
„Það kemur vður ekki við! Jæja, hvað segið
þér við þessu boði?“
Sem snöggvast brá fyrir reiðisvip á rottulegu
andliti M. Félix. Þegar hann roðnaði, komu fram
þrimlar í hörundinu.
„630 þúsund í dag — og verði að því gengið,.
hvað verður upphæðin þá orðin há á morgun?“
„Þetta er hin endanlega upphæð; það ábyggist
ég.“ svaraði Mic.
„Og leggið þar við heiður yðar geri, ég ráð'
fyrir!" mælti M. Félix hæðnislega.
Hann vill þó ræða tilboðið. Það er alltaf góðs:
viti, hugsaði Bob.
„Þér haldið kannski að upphæðin sé ákveðin
út í bláinn." sagði Mic, ,,en ég get Þá fullvissað:
yður um að hún er afráðin eftir nákvæma yfir-
vegun. Það er því ekki nein ástæða til að ætla
að henni verði breytt. Það er þvl aðeins um ann-
aðhvort að velja — taka boðinu eða hafna því."
„Ungfrú." svaraði M. Félix „Ef ég mætti ráða,
þá fengjuð þér fyrst vel úti látna ráðningu og
síðan nokkurra ára vist á betrunarhæli.---------"
Bob reis á fætur.
„Við skulum koma," sagði hann við Mic.
„Fyrst hann tekur þessa afstöðu, er þýðingar-
laust að ræða málið frekar!“
Hann lauk úr glasinu þar sem hann stóð. Mic-
fór að dæmi hans.
„Við gerum Pétri þá aðvart", sagði hún. „Ég er
viss um að hann lætur ekki hér við sitja."
M. Félix kveinkaði sér.
, Hvernig getið þið búist við því, að ég---Ég
get ekki ákveðið neitt sjálfur — — — Ég er
ekkert við þetta riðinn, nema hvað ég annast
__ __ __«
„Uögfræðilega milligöngu, og farið þvi með fullt
umboð sem slikur," lauk Bob setningunni, og það:
var ekki laust við að áskökunnar kenndi I rödd-
inni.
„Því miður!" sagði Mic og brosti sinu bliðasta
brosi. „Við skulum koma, Bob!“
„Dokið aðeins við!“ Tautaði náunginn og dró,
nafnspjald upp úr vasa sínum
„Hittið mig í skrifstofu minni á morgun, um
sexleytið. Eg verð þá búinn að ræða málið við við-
komandi persónu. En ég geri alls ekki ráð fyrlr
„Það kemur á daginn!" svaraði Bob. „ÞaW
kemur á daginn. Ég efast ekki um að viðkomandi
nersóna kunni sjálf að meta hvað henni er fyrir
beztu!"
Mic starði á Bob með undrunarkenndi aðdáun..
og Bob, sem varð þess var, lét skammt stórra.
högga á milli.
„Og ég þykist vita að Þér kunnið að meta bá
sanngirni er við sýnum með Því að veita yður
enn sólarhrings frest!"
Að svo mæltu héldu þau á brptt og M. Félix
horfði allt annað en blíðum augúm á eftir þeim
niður stigann. Mic tók hendinni undir arm vini'
sínum.
„Þú varst dásamlegur!" sagði hún.
Bob langaði mest til að hlæja. Honum var
svipað innanbrjósts og nýliða, sem lent hefur í
orrustu í fyrsta skiptið og finnst að hann verði
að stæra sig af frammistöðunni.
„Tókstu eftir andlitinu á honum? Hvernig hann
gretti sig?"
„Vertu rólegur, Bob!" stundi Mic „Annars hnig
ég niður. Við skulum tala betur saman þegar út
kemur!"
Þau hröðuðu sér út og á brott frá veitingahús-
inu, veittu ekki athygli náunga, sem stóð í myrku
skoti hjá næsta húsi. Það var Al.ain. Hann ætlaði
fyrst að ganga i veg fyrir þau, en hætti við og
og svipur hans varð hörkulegur. Hann hafði séð
þegar Bob lagði arminn um mitti stúlkunnar og
heyrt hann segja: „Þú ert blátt áfram töfrandi!"
„En það er eitt, sem ég skil ekki," bætti hann
við og lækkaði röddina. „Hvers vegna nefndirðu
630.000?"
„Það er auðreiknað. 600 fyrir Jagúarnum, tutt-
ugu fyrir húsaleigunni og svo fyrir benzíninu.
Það kostar skildinginn sinn."
„Aldrei hefði mér getað komið það til hugar að
þú værir svona útsmoginn!" sagði hann. „Komdu.
við skulum fá okkur einhverja hressingu! Nei,
annars-------- —“
Brosið hvarf skyndilega af andliti hans. „Þú
ætlar á stefnumót. Ég heyrði hvaö þú sagðir I
símann."
Mic brosti, eggjandi. „Það getur beðið. Við skul-
um koma og fá okkur hressingu!"
Þau gengu þangað sem skellinaðran beið.
Veittu Alain enn ekki athygli, sem gekk I hum-
áttina á eftir þeim, svipurinn líkur og hundi, sem
■er reiðubúinn að bíta. Þegar Mic settist á bak
fyrir aftan hann, sagði hún: „Við skulum ekki
fara þangað sem við megum eiga von á að rekast
á klíkuna. Hún getur orðið dálítið þreytandi,
svona sí og æ! Hvaða staður kemur þér helzt
til hugar?"
Bob hikaði við að nefna staðinn. Efaðist um að
hann mundi vera við hennar hæfi. Sagði henni
rsvo nafnið og hvar hann væri, og að sá staður
væri mest sóttur af ungu „úthverfafólki."
„Jæja, ég skal reyna að láta mér ekki leiðast,"
:sagði hún. Bob ræsti skellinöðruna og þau þutu af
:stað.
Alain kom út úr skugganum og horfði á eftir
þeim. Tautaði eitthvað milli samanbitinna vara.
„Ræflar----------“
„Ert þú þarna, Alain?"
Það var Francoise; stúlkan, sem reynt hafði að
koma í veg fyrir að Gérarð drykki sig dauðan í
,-samkvæminu forðum.
„Nú, það er þú!“ svaraði hann. „Hvað amar
:að?“
„Eigum við ekki að fá okkur eitthvað að
drekka, Alain? Ég þarf að tala við þig. Ég á I
hræðilegum vandræðum Ef þú bara vissir----------“
„Þetta sama, gamla, veit ég. Víst hef ég þörf
fyrir hressingu, en meinið er bara að ég á ekki
■grænan túskilding!"
„Ég býð!"
„Jæja. þá horfir málið öðruvísi við! Er slitnað
mpp úr því hjá ykkur Gérarð?"
„Ég skal segja þér það allt á eftir."
„Allt í lagi."
Þau héldu af stað. Ósjálfrátt tók hann undir
;arm henni. Hún leit undrandi á hann. „Hamingj-
an góða! Þú virðist líka hafa orðið fyrir ein-
hverju?"
„Er ég nokkuð að flýka því ?“ spurði hann stutt-
ur í spuna. „Þetta kemst upp í vana eins og ann-
;að.“
„Hvað gengur að þér, Alain?"
„Það sama og þjáði gríska spekinginn forðum.
Þér er þarflaust að glápa svona á mig! Þú veizt
að ég er kallaður „skynsemipostulinn." En þú
veizt ekki að sá gamli, gríski þöngulhaus sagði
<einu sinni, að gegn heimskunni berðust jafnvel
;guðirnir til einskis!"
Þau gengu inn i veitingakrána.
TÍUNDI KAFLI.
Það var ærið mislitur söfnuður, sem að öllu
jöfnu heimsótti þessa veitingakrá. Það mátti
Framhald í næsta blaði.
„ViljiÖ þiö sjá hvaö ég hef keypt mér“, sagöi
hann og strauk svarta leöurúlpuna.
VUCAN 21