Vikan - 20.04.1961, Side 25
TÍZKULITIR
10 0%
ÍTÖLSK
ULL
FYRSTA
FLOKKS
FRAMLEIÐSLA
HAGSTÆTT
YERÐ
G.
BERGiAMM
4 «
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þú skalt fara að
öllu með gát í vikunni og ekki ráðast í nein stór-
ræði, þvi að þér er hætt við einhverjum glappaskot-
um, sem gætu dregið dilk á eftir sér. Þér væri bezt
að vera sem mest heima við og taka lífinu með ró.
Heima við bíður þín einmitt eitthvað óvænt, sem þú hefur
lengi beðið eftir með óþreyju.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú færð mjög erf-
ið viðfangsefni að glíma við í þessari viku, og ef
Þú beitir skarpskyggni þinni og verður varkár í
einu og öllu, er mjög líklegt að þú yfirstígir alla
örðugleika, sem á vegi þínum verða. Þér verður
komið þægilega á óvart á vinnustað. Helgin verður afar á-
nægjurík, einkum þó sunnudagurinn.
_______ Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú verður að
líta öðru hverju alvarlegum augum á lífið. Það er
ýmislegt, sem þú hefur vanrækt undanfarið, og ef
þú tekur þig ekki á, er hætt við að afleiðingarnar
' * verði ekki sem Þægilegastar fyrir þig. Þú skalt
reyna að setja þér eitthvert mark til þess að stefna að. Þótt
þú náir ekki þessu marki, er þér samt heilbrigt að stefna að
þvi. Heillatala 5.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júli): Vikan verður
þér dálítið erfið, einkum hvað alla vinnu snertir.
Liklega lcemst þú engan veginn yfir ailt það, sem
aðrir ætlast til af þér, og verður þér svo sem vor-
kunn, en því miður sætir þetta talsverðri gagnrýni
annarra. Verið getur að eitthvað sláist upp á vinskapinn milli
þin og eins vinar þíns, en bezt er að láta tímann græða þau
sár. Líkur á stuttri en skemmtilegri ferð. Heillatala 4.
Ljónsmerkiö (24. júli—23 ág.): Þú munt þuría að
glima við mörg og margvísleg vandamál í þessari
viku, og þótt þú njótir svo til engrar hjálpar frá
öðrum, r.iunt þú að líkindum ráða fram úr öllu
því sem að steðjar. Þú dettur sannarlega í lukku-
pottinn um helgina. Líklega verður það i sambandi við eitt-
hvert samkvæmi.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Það er fram-
fara að vænta í þessari viku, bæði heima við og
á vinnustað. Það væri hollt að sinna meira einu á-
hugámáli þínu. Þú virðist vera farinn að helga einu
áhugamáli þínu — sem engan veginn er þér hollt —
fullmikinn tíma. Þú verður á báðum áttum um helgina um
það, hvort þú eigir að velja eða hafna tilboði, sem þér býðst.
Vogarmerkiö (24 sept.—23. okt.): Þú hefur það ef
til vill á tilfinningunni, að allt gangi á afturfót-
unum i þessari viku, en satt að segja er engin á-
stæða til þess að kvarta, því að þótt ekki virðist
blása byrlega, er sannleikurinn samt sá, að undir
niðfi tekur þú miklum framförum og verður mikið ágengt.
Þú ættir ekki að leggja alveg eins hart að þér í þessari viku
og í síðustu viku. Heillatala 8.
DrekamerkiÖ (24. ckt.—22. nóv.): Það gengur mikið
á i þessari viku og þér verður mikið úr verki, mun
meira en þú hafðir áformað. Margir þeir, sem fædd-
ir eru undir Drekamerkinu, verða skyndilega ást-
fangnir, og að líkindum verður sú ást endurgoldin.
Föstudagur og laugardagur eru beztu dagar vikunnar. Þú hitt-
ir gamlan kunningja, og verður það til þess að áform þin
breytast nokkuð. Heillatala 5.
BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Stjörnurnar eru
i þessari viku hliðhoilar öilum þeim, sem stefna að
skynsamlegu marki. Þótt þér vegni vel i þessari
viku, máttu samt varast að fyllast ofmetnaði.
Varastu að sýna í fari þínu þann galía, sem þú hef-
ur gagnrýnt hvað mest i fari kunningja Þíns. Þú færð skemmti-
lega heimsókn i vikunni og líklega einhverja gjöf.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú verður að
taka talsvert á í þessari viku til þess að ná Því
marki, sem þú settir þér fyrir skemmstu. Einhver
fjölskyldumeðlimur, sem dekrað hefur við þig
tii Þessa, sýnir þér nú einhvern kulda. Reyndu að
komast að því hvað það er í fari þínu, sem veldur honum
vonbrigðum og reyndu að bæta þann galia.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú munt öðl-
ast mikla lífsreynslu í vikunni, og verður sú reynsla
til þess að þú kannt framvegis að bregðast við at-
_____ vikum, sem hingað til hata komið þér i hin mestu
vandræði. Þú munt hafa mikinn tima til þess að
sinna áhugamálum þínum í vikunni, og varast skaltu nú að
sóa ekki þessum dýrmæta tíma til einskis. Líkur á stuttri
en skemmtilegri ferð.
FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þeim, sem fæddir
eru undir Fiskamerkinu verður mikið ágengt i
þessari viku, og fyrir þá, sem fæddir eru fyrir 1.
marz, verður þessi vika ein bezta vika ársins, þótt
það komi ekki beinlínis i ljós fyrr en síðar. Þú skalt
taka þessu heimboði, þótt girnilegt sé að gera atinað það
kvöld. Vinur þinn veldur þér einhverjum vonbrigðum, en bæt-
ir svo rækilega fyrir það í vikulokin.
Laufásvegi 16.
Sfmi 18970.