Vikan


Vikan - 20.04.1961, Side 26

Vikan - 20.04.1961, Side 26
jSvnrt og hvíu Fæstir telja sig skorta um- burðarlyndi gagnvart öðrum þjóðum og kynstofnum. 1 raun og veru telst það til góðra siða að vera frjálslyndur í kynþáttamál- um. Það yrði leit að manni hér á landi, sem vildi láta hafa það eftir sér, að hann áliti t.d. negra vera okkur óæðri. En ekki kæmi það okkur á óvart, að grímur tvær rynnu á menn, ef þeir kæmust í þá aðstöðu að þurfa að taka afstöðu á persónulegri hátt. Sannleikurinn er sá, að menn eru nú ekki dýpri í sannfæringunni en svo, að kæmi til mála, að eitthvert skyldmennið ætlaði að tengjast negra, þá yrði aldeilis uppi fótur og fit. Og þannig var það með hjónaband þeirra Maj-Britt og Sammy Davis yngra. Allt ætlaði af göflunum að ganga. Kvenfélagsfundir voru haldnir víða í Bandaríkjunum til þess að mótmæla ósómanum. STOKKHÓLMUR. Víða er pottur brolinn. Að minnsta kosti virðast. yfírvold Stokkliólms eiga 1 jafnmiklum erfiðleikum' og yfírvöld annarra borga við hreinsun og liiliald. Íbii- arnir hafa ekið aflóga rúmum, stólum og alis konar rusli og sldliS það eftir í útjaðri borgarinnar. VILLIDÝR. Yfirleitt þykir friðsamlegt á Norðurlöndum og fdtt um villidýr, hættuleg mönnum. En I ríki Svia eru ýmsar tegundír villidýra, sem ekki eru þægileg í umgengni. Þar á meðal er Gaupan. Hún er talin grimmust villi- dýra á norðurhveli og ekkert lamb að leika sér við. Það bar til tíðinda, að þrjú eintök voru lögð að velli fyrir skömmu í Norður-Svíþjóð og þótti afrek. Af mynd- inni má marka hversu stór skepnan er. STÓÐ. Það er viða London en i KaupmannahÖfn og eru íslendingar ekki einráðir um þúfur og sináhross. Þessi mynd er frá Slietlandseyjum og gæti alveg eins verið úr Ölfusinu. KU KLUX KLAN Það er furðanlegt, að fuliorðið fólk skuli klæðast alls konar bún- ingsskrípum, þegar það ætlar sér að koma sam- an til skrafs og ráða- gerða um sameiginleg á- hugamál. En þannig er því farið um þá, sem félagar eru i Ku Klux Klan. Enda eru sameig- inleg áhugamál þessara manna ekki síður furðu- leg en búningarnir. Það þykja að minnsta kosti fréttir hér á landi, að hópur manna skuli með ofbeldi koma jieirri skoðun á framfæri, að aðrir kynstofnar en sá hvíti skuli ómerkir teljast. AUGLÝSING. Maður nokkur í Lond- on auglýsti í stóru dagblaði eftir lifsföru- naut, sem tæki „ró- legt kvöld með góðri hljómlist“ fram yfir að silja 1 skemmtl- görðum og kyssast og klappast. Honum barst ekki eltt einasta svar. KALIFORNÍA. I San Diego í Kaliforníu eru væntanlegir brunaliðsmenn hrekktir með einkennilegum spurningalista. Meðal annars verða umsækj- endur að svara þessum spurningum: „Farið þér heldur á stefnumót en taka til á skrif- borðinu yðar? og ennfremur: „Viljið þér held- ur kyssa laglega stúlku en skrifa vikuskýrsl- una?“ Nýliðarnir áttu von á öðru visi spurn- ingum varðandi þennan starfa og auk þess fannst þeim varla von til þess að svara þeim með nei. 2 C 'A<M4

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.