Vikan


Vikan - 20.04.1961, Síða 35

Vikan - 20.04.1961, Síða 35
'p^klla pwns Þegar þangað kom var komið kvöld, og ró og kyrrð var yfir öllu. Palli gat ekki að því gert að hann táraðist, þegar hann sá heimili sitt og mikið hafði hann saknað föður síns og móður. Kannski mundi hann aldrei sjá neitt af þessu aftur, og konungur og drottning mundu ekki þekkja hann, ef þau sæju hann. Líklega var eins gott fyrir hann að fara í burt og láta aldrei sjá sig framar. En þá vaknaði hjá honum stoltiö. Hann var þrátt fyrir allt kóngssonurinn og hann ætlaði ekki að bregðast landi og þjóð með þvi að leyfa Putta að komast i konungs- sætið baráttulaust. Hann ætlaði ekki að leyfa tröllkarlinum og norninni að sigra sig. Hann skyldi ekki gef- ast upp fyrr en í fulla hnefana. Og hann settist i stórt tré í hallar- garðinum, þar ætlaði hann að sofa til morguns, en þá skyldi gengið til harðrar baráttu. Þegar hann hafði stungið nefinu undir vænginn og var rétt í þann veginn að sofna, hrökk hann upp við það, að einshvers staðar í höll- inni var kvleilct ljós. Hann gáði betur að og sá þá, að þetta var í herberginu hans. Það vaknaði hjá honum mikil forvitni. Hvað skyldi Putti vera að aðhafast og hvernig var umhorfs núna i herberginu hans? Hann ákvað að reyna að gægjast inn um gluggann, þó að það væri áhættusamt. Hann flaug hljóðlaust yfir á þak konungshallarinnar. Hann settist á bak reykháf, þannig, að hann sá inn um gluggann á þakherberginu sínu. Þarna lá Putti sofandi í rúminu hans og allt I kringum hann voru fallegar jólagjafir. Konungurinn og drottningin stóðu við rúmið og horfðu áhyggjufull á hann. Þeim þótti svo vænt um litla prinsinn sinn, en hann var eitthvað breyttur. Þau voru að hugsa um það hvað hefði komið fyrir hann, hvort hann væri á svona erfiðum aldri, eða hvort hann væri hreint og beint að breytast. Palli litli fylltist óviðráðanlegri löngun til að fljúga inn til þeirra og segja þeim allan sannleikann, og hverpig þau gætu hjálpað sér. En hann mundi líklega aðeins gera þau dauðhrædd með núverandi á- standi sinu. Og hann grét höfugum tárum þarna á bak við reykháfinn. Alla nóttina gat hann litið sofið, honum fannst eitthvað óhugnanlegt í vændum. Það ýlfraði svo ámátlega í vindinum og fótatök varðmann- anna við hallarhliðið voru þung og drungaleg. Þegar birti að degi var hann kald- ur og svangur og það snjóaði jafnt og þétt. Palli mundi það allt í einu núna, að hann hafði ekki bragðað vott né þurrt síðan hann breyttist i uglu og hann varð veikur af hungri, þegar ilmandi súkkúlaði- lykt lagði fyrir vit hans úr elda- vélinni. Hann ákvaði, að reyna að skjótast inn í eldhúsið og fá sér eitthvað í gogginn, þegar eldabuskan færi með morgunverðarbakkann upp til kon- ungs og drottningar. Hann flaug svo eins og elding inn um eldhúsgluggan, en skildi spegilinn og skrinið eftir í gluggan- um, svo að hann yrði fljótur að ná til þess, þegar liann færi út aftur. Þarna stóð hann inni á miðju eld- húsborði og nartaði kex og sötraði kakó, þegar hann heyrði manna- mál fyrir utan. Palli litaðist skelfd- ur í kringum sig og flaug inn í næsta skáp, sem hann sá opinn og lokaði honum vandlega á eftir sér með vængjunum. Mannainálið færð- ist nær og tvær stúlkur komu gang- andi að glugganum. Hérna er ég vön að sækja mjólkina fyrir pabba og mömmu sagði önnur þeirra, stundum er bara búið að taka hana á undan mér. Það er Palli prins, sem gerir það. Hann er orðinn eitthvað svo skrítinn upp á siðkastið. Palli þekkti að þetta var röddin í dóttur garðyrkjumannsins og von- aði að hún flýtti sér, því að elda- buskan gat komið niður þá og þegar. En skyndilega heyrði hann, að hún rak upp gleðióp. Nei, sjáðu hvað eldabuskan hefur sett handa mér í gluggan núna, sagði hún við hina, saumaskrín, og þarna er spegill lika, sagði liún um leiö og hún tók skrin- ið og opnaði það. Hugsaðu þér! Nú getur mamma saumað á mig kjól til að vera í á afmælinu hans Palla prins í næsta mánuði. Komdu ég ætla að flýta mér heim, haltu fyrir mig á speglinum. Og þær hlupu i burtu. En Palli fann að honum leið eitt- hvað einkennilega og um leið heyrði hann fótatak eldabuskunnar i stig- anum. Hann var að stækka og stækka og breytast. Hann var að verða að manni aftur, en það var ekki eins ánægjulegt og það átti að vera, þvi að hann var lokaður inni í skápnum. Þegar hann komst ekki lengur fyrir þarna inni fór hann að berja á hurðina og kalla á hjálp. Elda- buskan kom þjótandi og opnað|t liurðina. — Hvað er að sjá þetta, Palli, þú hér lokaður inni í skáp? Hvernig vildi þetta til, hvað skeði? Þetta var slysni, sagði hann og lioppaöi niður af borðinu og stökk út að glugganum. Það sá víst enginn nema hann litinn illilegan strák, sem liljóp eins og fætur toguðu út úr hallargarðinuin og það heyrði víst enginn reiðiöslcur tröllkarlsins, sem þrumaði um allan skóginn. Og alls énginn tók eftir brosandi stjörnu, sem hvarf upp í himingeiminn. En það tóku allir eftir því að Palli prins varð aftur eins og hann átti að sér og aldri hafði meiri hamingja verið í konungsríkinu. Palli litli hafði að fullu og öllu sigrazt á tröllahyskinu, og til þess sást aldrei fraraar. SÖGULOK. Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðiubyggingar, gróður- hus, bílskúra o fl. »«■ Nútt útlit Ný tækni /ZZ7 MALMGLUGGAR f/£ Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.