Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 22.06.1961, Qupperneq 14

Vikan - 22.06.1961, Qupperneq 14
Fyrirsátarmaðurinn hné niður hel- særður. Mark hljóp eins hratt og hann gat niður strætið í skugganum af húsunum. Það var óbragð i munn- inum á honum, og hann óskaði, að þetta hefði ekki þurft að koma fyr- ir. En það var orðið, sem orðið var, og enginn tími til að harma það. Aðalatriðið var að ljúka erindinu og hafa sig siðan á burt. Ef honum dveldist um of, yrði hann af tíma- véhnni og mætti þá dúsa hérna í þessari menningarsnauðu fortíð, það sem eftir væri ævinnar. Hann var enn á hlaupum tiu mín- útum síðar, er hann loks kom i götu þá, er langa-langa-langafi hans, John Fallon, bjó við. Hann fann húsið auðveldlega og kastaði mæð- inni, meðan hann las á póstkass- ann. Þarna var það: John A. Fallon, ibúð 3b. Hann þrýsti á bjölluhnapp- inn við hliðina á nafninu. Eftir andartak small í lásnum, og hurðin var opin. Þegar hann kom upp á þriðju hæð, var ekki laust við, að hann titraði. Hann var því óvanur að ganga stiga. Hurðin á ibúð 3 b var opin, og gult ljósið flæddi fram á ganginn. í dyrunum stóð grannur meðalmað- ur, á að gizka rúmlega tvítugur. Það stóð heima, hann mundi vera tutt- ugu og tveggja ára. Það fór undar- leg tilfinning um Mark, — þetta var jú, langa-langa-langafi hans. „John A. Fallon?“ „Jú, það er ég.“ „Ég er ættingi þinn og heiti Mark Fallon. Við höfum ekki hitzt áður.“ Ungi maðurinn horfði rannsak- andi á hann, rétti honum höndina og spurði: „Ertu viss? Ég man ekki eftir að hafa heyrt getið um ætt- ingja með þessu nafni, en gerðu svo vel að koma inn.“ Herbergið var búið einkehnileg- um gamaldags húsgögnum, aðallega úr tré. Mark fékk sér sæti, en John gekk að skáp með hillum og skúff- um og tók fram flösku og tvö glös.“ „Má bjóða þér að drekka?“ „Nei, takk, ég má ekki vera að þvi, þar sem ég er mjög tímabund- inn.“ Hann veitti því athygli, að John varð mjög starsýnt á föt hans og þá sérstaklega skóna. „Hvernig er skyldleiba okkar háttað?“ Mark hikaði og leit á úr sitt, — — tuttugu mínútur voru þegar liðnar. „Ég geri ráð fyrir, að þetta komi fiatt upp á þig, en ég er sonar-sonar- sonar-sonar-sonur þinn. — Ég kem frá árinu 2095, það er 137 ár framan úr límanum." John starði á hann orðlaus, en fór svo að hlæja. — „Jæja, jæja, — ég hélt ég hefði spurt ósköp eðli- legrar spurningar, — hvernig erum við skyldir?“ Mark hleypti brúnum. „Mér er al- vara. Sjáðu, þú heldur dagbók, ekki satt?“ „Hvað um það?“ Mark tók myndirnar upp úr tösku sinni, valdi eina úr og skoðaði hana vandlega. „í gær skrifaðir þú i hana: Frá P. Stoddard, ávísun 52 dalir. — 1 dag, skrifaðir þú eða ætlar að skrifa: Borðaði morgunverð með Mae, Hringdi í Andrews kl. 2.30. — Rétt?“ John var orðinn náfölur. — „Hvað á þetta að þýða?“ Mark lyfti hendinni: — „Á morgun munt þú skrifa: Hringdi í Andrews kl. 11 f. h. „Á morgun, — við hvað átt þú?“ Mark rétti honum myndina af opnunni i dagbókinni. John tók vió henni, starði undrandi á hana, gekk síðan að skrifborðinu og tók úr þvi dagbókina, — sömu dagbókina sem Mark hafði svo oft lesið. En nú var hún ný eða svo til, ekki velkt og óhrein, eins og hann þekkti hana. John lagði hana á borðið og bar hana og myndina saman. Hann skoðaði þær góða stund, hristi sið- an höl'uðið, leit til Marks og spurði: „Er ég að verða geggjaður?" Mark hrisU höfuðiö. — „Ég er aðeins að sanna þér, að ég er kom- inn úr framtíðinni til þess að hjálpa þér.“ John gekk eins og drukkinn mað- ur að skápnum, heiili íuiit gias af vini og drakk í einum teyg. „Sjáðu til, ég er iungaö kominn 137 ar aftur í tímann til þess að hjálpa þér.“ liann raöaði nokkrum myndurn á borðið. — „Þú ert efni- legastur ailra forfeðra minna og átt mikla framtið iyrir þér. Ég ætla að hjálpa þér svolitið, — ekki svo að skilja, að þú eigir einn að njóta þess, þvi að þótt þú léUr efUr þig ahtlegan auð, var hann ekki nægi- legur U1 þess að nokkuð kæmi í minn hiut. En nú er tækifæri U1 að bæta úr þvi. — Ertu að hlusta?“ „Eg hlusta, haltu áfram.“ „Hér eru tæknitimarit, gefin út 1977, — 2014 og 2029. — 1 þeim færð þú allar upplýsingar um upp- hafningu aðdráttaraflsins, lausn á vandamálum geimsiglinga og ýrnis- legt annað, sem þú getur athugað. Svo eru hérna nokkur dagblöð — svolítið fram í tímann frá þinum bæjardyrum séð. T. d. er hérna verðbréfamarkaðurinn fyrir næstu viku og nokkrar úrklippur, sem ná yfir nokkrar vikur eða mánuði. Svo er hér að lokurn kort yfir úraníum- námu, sem mundi annars ekki finn- ast fyrr en 1938. Ég sé því ekkerl lii fyrirstöðu, að----“ „Hættu, hættu.“ John æddi fram að dyrunum, opnaði þær og æpti: „Þetta er brjálæði, — ómögulegt. — Hver ert þú, — illur andi? Ut með þig!“ Mark lyfti hendinni. — „Augna- blik!“ John var orðinn öskugrár í fram- an. „Þetta er lygi allt saman. — Ég veit ekki, hvað þú ætlar þér með þessu, en það væri réttast að loka þig inni og-----“ Miark heyrði ekki meira. — Loka liann inni, — vélin kæmi eftir nokkrar mínútur, hann mátti ekki missa af henni. — Hann stökk á fætur. „Burt frá dyrunum!“ Ilann beindi byssunni að John. — „Láttu nú aftur. — Já, það var rétt. Komdu nú hérna yfir að veggnum. Svona já.“ John gekk varlega yfir gólfið, en þegar hann gekk fram hjá skápnum, trylltist hann skyndilega. Mark sá flösku koma fljúgandi i átt- ina til sín. Hann beygði sig á sið- ustu stundu, og hún malaðist á veggnum rétt fyrir ofan hann. Hið næsta, sem hann vissi, var, að hann var i æðisgengnum fangbrögðum við John. Mark var stærri og þyngri, en ótti unga mannsins margfaldaði afl lians. Skyndilega kvað við skot. Átök Johns linuðust, og hann hné niður á gólfið. Mark stakk byssunni í vas- ann og þurrkaði af sér svitann, leit síðan á lífvana lfkama Johns. Augun voru brostin. — „Drottinn minn! John Fallon, forfaðir hans, — var dauður.“ Framhald á bls. 26. ÍSLENDINGAR I ÁSTRALIU. Hér á myndinni eru fjórir Islendingar, sem hafa gerzt imflytj- endur í Ástralíu. Samkvæmt fréttagrein í áströlsku blaöi er ætlun þeirra að hallá hópinn, og segjast þeir geta unniö hvað, sem er, þar sem algengt sé h> : r.a á Fróni, að menn kunni ým: :ir iöngreinar. Enn íremur er haft eftir þeim, að þeir hafi ekki búizt við svuna mörgum stúlkum í Ástralíu, en eins og kunnugt er, þá oru karlmenn þar i miklum meiri hlu'.a. Má segja, að víöa flækist frómur, og samkvæmt ástralska blaðinu hafa nokkrir Islendingar flutzt til Ástraliu áður. Mynd: Ásgeir Egilsson vélvirlci, Pálmi Snorrason hlióöfœráleikari, Magnús Karlsson vélvirki og Friörik Ingvarsson húsrsmiöur. BÓKAÞJÓÐ. Við íslendingar pykjumst vera mesta bókaþjóð heims og höfum það til marks, að hvergi eru eins margar bókabúðir á hvert þúsund ibúa. Læt- ur nærri lagi, að i Reykjavík sé bókabúð á hverja fimm þúsund ibúa. Á Akureyri er víst ein á hverja tvö þúsund, og ekki þarf að vera teája upp þorp og kauptún, sem hafa bókabúð. Það er greinilegt, að við erum bókelskasta, gáfaðasta og snjailasta þjóð í heimi og þótt víðar væri leitað, eins og karlinn sagði. Nú er blaðamönnum ekki síður nauðsyn á andlegri fæðu en öðrum, Þorvarður og þess vegna bregðum við okkur inn i eina bókabúð í miðbænum, nánar tiltekið bókabúð Iíron í Bankastræti, og spjöllum við Þorvarð verzlunarstjóra um bækur. — Áttu nokkuð nýtl að bjóða manni þessa dagana? — Hérna er ein ný, — Ævisaga íSergei Eisensteins, Svo er ný saga eftir Graham Greene. — Hún er nolckuð dýr, sýnist mér? — Þetta er fyrsta útgáfa. — Mér sýnist vera mest af bóltum á enska tungu hérna. — Já, það er mest á ensku, — svo dönsku og þýzku. — Hvað er svona mikið keypt? Eru það skáldsögur eða kannski fagbækur? — Það eru mikið fagbækur og vísindarit. T. d. gefur Mentor- vasabókaúlgáfan út mjög vinsæl visindarit, og hún hefur einn höfund á sínum snærum, Georg G-amov, sem hefur alveg fastan lesendahóp. Strax og bók eftir hann kemur á markaðinn, koma þeir til að fá sér hana. Svo eru þeir með klassiskar bækur ævi- sögur heimspekinga og skálda. Meðan ég spjalla við Þorvarð, tek ég saman nokkrar bækur, sem virðast eigulegar, og þegar hann reiknar út samanlagt verð á þessum bókum, kemur í ljós, að ég hefði aðeins getað fengið mér tvær bækur eftir Graham Greene, fyrstu útgálu, fyrír þessa peninga. Árshátíð íþróttafélags Reykjavíkur var haldin laugar- daginn 9. apríl í Sjálfstæðishúsinu. Yfir 200 manns sóttu hófið, er fór hið bezta fram, og birtir Vik<m nokkrar mynd- ir frá árshátíð hins merka félags. — í. R. hefur um langt skeið átt frábæra afreksmenn í frjálslþróttum, sundi, hand- > knattleik og skíðaíþrótt, og heiðraði félagið marga þeirra við þetta tækifæri. 14 vikan

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.