Vikan - 22.06.1961, Qupperneq 17
„GuS — það er þó bragC af þessu!“
„Voðalegt!"
„Ég hef aldrei drukkið neitt þessu líkt!“
„Það er ekki hægt að lýsa því!“
Mic stóð ein sér við glugga og gægðist út á
milli tjaldanna. Hún hélt á kampavínsglasi, og var
íú eina, sem ekki hafði bragðað blönduna.
Pierre gekk til hennar.
„Eigum við að dansa?“
,,E?kki strax. Seinna------—“
Hann brosti vingjarnlega. ,,l5g dansa þá við Clo
á meðan. Þú segir til!“
„Allt í lagi!“
Én Clo var þá farin að dansa við Daniel. Sam
hafði gripið Nicole, og Pierre varð að láta sér
lynda að dansa við Doudoune hina feitu. Flöskur
og glös lágu i hrúgu á borðinu fyrir framan
bakháa legubekkinn. Muriel sat á gólfinu með
fat á hnjánum og snæddi brauðsnúða úr hnefa.
„Færið mér eitthvað að drekka!“ hrópaði hún.
„Ég er að drepast úr þorsta!"
„Berðu þig eftir því sjálf!“ var henni svarað.
„Letibikkjur! Nú neyðist ég til að standa upp!“
„Betra er að liggja en sitja, betra að liggja
dauður en lifandi," mælti Alain dulum rómi.
„Já, og þó er bezt af öllu að vera ekki ófull,“
tuldraði Muriel, þegar henni hafði loks tekizt með
herkjubrögðum að risa á fætur og nuddaði nú
bakhlutann.
Alain svaraði henni engu. Lét sér nægja að
brosa eins og hann var vanur — án þess að opna
munninn. Hann starði á Mic, sem stóð út við
gluggann og drap fingurgómunum ótt og títt á
sylluna. Klukkan á arinhillunni var tuttugu min-
útur gengin í tíu.
„Mér er farið að leiðast!" sagði einn af gest-
unum freknóttur náungi, sem sat flötum beinum
á gólfinu við borðið.
..Hvað skal gera?" spurði Carlos, sem sat rétt
hjá Alain.
Muriel rak upp vein. „Það er ekkert eftir!"
Með harmrænum ólíkindatilburðum greip hún
tóma flösku, lét sem hún hellti úr henni í glas
sitt. stakk síðan stútnum í munn sér og saug
eins og krakki.
„Bíddu andartak!" sagði Sam. „Það er Guy,
sem sér um drykkjarföngin!"
„Ég sting upp á því, að við förum í leiki," mælti
Alain. Eitthvað sagði hann fleira, en það heyrðist
ekki fyrir ópum og fagnaðarlátum.
„Já! Gerum það! Á hverju eigum við að byrja!"
En nú birtist Guy skyndilega í dyrunum og
teygði fram tómar hendurnar.
„Clo —• kjallarinn er læstur!"
Tilkynningunni var tekið með veinan og and-
vörpum. Clo sneri sér að Guy, brosti, en bros
hennar var gleðisnautt. „Þá brjótum við hann
upp!" sagði hún. „1 kvöld er öllum allt leyfilegt!"
Og nú kváðu við rauðskinnavein og hlátrar og
húrraköll svo um munaði! Klíkan ruddist öll af
stað, allir vildu leggja fram liðveizlu sína við að
brjóta upp kjallaradyrnar. „Ekki að hika!" hróp-
uðu sumir. „Barefli! Þetta er þyngra, taktu það!
Látið hendur standa fram úr ermum, krakkar!
öll á hurðina! Hún skal verða að láta sig!" Og
gnýrinn af höggunum. sem buldu á dyrunum að
kjallarahvelfingunni, barst alla leið upp í dag-
stofuna.
Mic hörfaði frá glugganum. Um leið kom Clo
æðandi inn og hreytti út, úr sér: . Er Bob ekki
kominn enn? Hver fjandinn dvelur hann eigin-
leea? Hvað er hann að dunda!"
Mic brá. en reyndi að leyna þvi. Clo hafði talað
svo hreinskilnislega og látlaust um Það. sem henni
lá sjálfri þyngst á hjarta en vildi ekki láta vitn-
ast. Það var með naumindum, að hún kom sér
að því að spyrja: ,,E?r von á honum hingað?"
„Já.“ svaraði Clo og varp þungt öndinni. Mic
virti hana forvitnislega fyrir sér, en tók siðan
enn að horfa út um gluggann.
„Mic." kallaði. Alain. „Við ættum að koma i
játning!'1°!k Verður þú með?“
„Seinna!" svaraði Mic og beit á iaxlinn.
„Þetta eru endalokin," mælti Clo gremjulega.
„þegar gestirnir gripa til samkvæmisleikjanna . ..“
„Alain hefur gaman af slíku," svaraði Mic.
„Þá getur hann hert á þumalskrúfunum!"
Kjallaraleiðangur kom til baka, æpandi og hlæi-
andi, með byrgðir af flöskum, og var vel fagnað,
og nú var t.ekið aftur til við drykkjuna og dansinn.
Alain stóð i horninu hjá arninum, og hafði myndað
um sig hálfhring áheyrenda, sem virtust gleypa i
sig hvert orð. er hann skýrði fyrir þeim leikregl-
urnar.
„Ég endurtek þett.a — sérhver, sem spurður
hefur verið, hlýtur rétt til að spyrja hvern, sem
hann vill og hvers, sem hann kýs.“
„Lúaleg aðferð til að komast að leyndarmál-
um!“ hrópaði Nicole áköf.
„Jæja — hver vill byrja?"
Allir í hálfhringnum réttu upp hendurnar.
„Ég, Alain!"
„Eg!“
„Nei — ég!“
Alain virti þau fyrir sér og hló við.
„Hamingjan sanna! Þið öll — skrópið þið öll frá
skriftum ?“
Mic hörfaði frá glugganum. Hún hafði séð Bob
leggja skellinöðrunni hjá bilaþvögunni. Hún setti
glasið frá sér á borðið, svo harkalega, að söng
við kristallinn.
Hún svipaðist um eftir Pierre. Hann sat i stól,
horfði fram undan sér dreymnum augum og hárið
var úfnara en nokkru sinni fyrr; hann var talsvert
drukkinn.
„Fljótur!" sagði hún. „Settu plötu á spilarann.
Við skulum dansa!“
Pierre stóð á fætur og lagði arminn um mitti
henni.
Bob gekk inn i anddyrið, hár og grannur; fór
úr yfirhöfninni, en veittist nokkuð örðugt að kom-
astleiðar sinnar inn í dagstofuna, því gestirnir
sátu f stiganum og drukku eða lágu í faðmlögum
i þrepunum. í ganginum að dagstofunni höfðu
nokkrir þeirra slegið hring um telpu, á að gizka
fjórtán ára, sem lá á hnjánum með bundið fyrir
augun, en dökkhærður piltur laut að henni og
kyssti hana. Hún sleikti út um, hugsaði sig um
eitt andartak.
,„Tean — Claude!"
„Húrra, rétt til getið. Marylis!"
Bob nam staðar á þröskuldinum. Mic og Pierre
dönsuðu; hún þrýsti vanganum að hálsi hans og
aueu hennar voru hálflukt. Opnaði þau dálítið,
begar hún sá hvar Bob stðð; veifaði til hans
hendinni, kæruleysislega og þreytulega — tjáning
konu, sem tæmt hefur bikarinn I botn og komist
að raun um að drykkurinn var göróttur.
Bob hneygði sig lítið eitt en ekki urðu minnstu
sviDbrigði á honum séð Mic bærði fagurmótaðar,
heitar varirnar. „Halló!" sagði hún kæruleysis-
lega.
„Gott kvöld!" svaraði Bob hæversklega.
„ó, Bob! Loksins ertu þá kominn!" Clo kom
allt I einu til móts við hann. „Ég hef beðið þess
með eftirvæntingu!"
„Eftir mér? Hvers vegna?"
„Ég þarf að tala við þig. Það er alvarlegt mál."
Hún leiddi hann afsiðis. „Við skulum koma inn
f bókasafnið. Ég er viss um að þú skemmtir þér
prvðilega!"
Mic horfði á eftir þeim, yfir ðxl Pierres. Hún
beit á vörina og laut höfði lítið eitt.
Nokkra hríð dansaði hún eins og svefngengill.
Svo nam hún staðar og sagði: „Þú verður að af-
saka mig Pierre. Ég er þreytt!"
Bðkasafnið var þiljað gljáandi sedrusviði Þar
stóðu tveir gullnir armstólar I Lúðvíks fjðrtánda
stil. klæddir gráu silki. Bob lét hendina hvíla á
baki annars Þeirra og svipaðist um.
Veggtjöldin voru einnig úr gráu silki. Þar gat
að líta Maríumálverk eftir einhvern miðalda-
meistara og stóran spegil í mikilli, gullinni um-
gerð. Hillur voru meðfram einum veggnum, fýllt-
ar bókum í leðurbandi með gullnum áletrunum
og skrauti á kili. Greifinnan hafði sett rósir í vasa
á borðið, rauðar rósir, sem fylltu stofuna þungri
angan.
Clo gekk að skáp úr sedrusviði, náði í glös og
flösku úr skornum kristal. „Viský?"
„Vatn út í — svona hóflega, þakka þér fyrir.“
„Ég fæ mér óblandað!“
Hún fyllti glösin. Hreyfingar hennar voru
flausturslegar, eins og henni lægi mikið á.
„Jæja?" spurði hann.
Hún hneygði sig djúpt eins og leikkona. „Verð-
andi móðir!" sagði hún.
Var það fyrir daufa birtuna að dóttir greif-
ans af Vandrémont virtist svo föl I vöngum?
Dimmrauður kjóllinn gerði sitt til þess að hún
virtist svo annarleg.
„Samhryggist þér,“ svaraði Bob og breytti ékki
svip. „Og hver er svo hinn hamingjusami faðir?"
„Hvernig ætti ég að vita Það?“ svaraði hún.
„Ég hef ekki verið við eina fjölina felld."
Bob starði á hana. Dáðist að ró hennar og
festu —■ þrátt fyrir allt. Hún tók að telja á
fingrum sér.
„Það geta margir komið til greina. Það gæti
verið Pierre----------en það gæti líka verið —
bíddu nú hægur--------— Guy, Lou, Sam------------
já, ertu ekki hissa á því, að hann skuli koma til
greina? Ég varð að minnsta kosti hissa á því
sjálf. Jafnvel----------láttu ekki líða yfir þig
__ __ __<1
„Ég, eða hvað?“ Það var ekki laust við að
Bob brygði.
Hún hló. Tyllti sér á stólarminn.
„Nei, þú sleppur. Það máttu vera viss um. Þú
þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því, vinur
kær!“
„Hvers vegna sagðirðu þá ,jafnvel‘?“
„Jafnvel Gérard Savary, ætlaði ég að segja.
Þú veiztu það!“
„Já, einmitt---------“
Hann starði í glasið og spurði síðan hikandi:
„Hvað ætlastu fyrir?“
„Ég ætla að kaupa mér tækifæriskjól!" svar-
aði Clo. „Bleikan. Þeir kváðu vera mjög í tízku
um þessar mundir."
„Þú ert ekki að gera að gamni þínu? Þú ætlar
ekki að----------“
„Sagði ég ekki að þú mundir skemmta þér!
Trúirðu Því, að ég er haldin fordómum, jafnvel
trúarlegum fordómum. Og þar að auki--------------
ég get ekki sagt þér það---------þá er ég hrædd.
Ég sá hvernig fór fyrir Francoise, skilurðu. Það
er eins konar hjátrú. Kannski vegr.a þess, að
Gérard ræfillinn gæti verið faðir barnsins. Ég
gerði gys að Francoise, ekki vantaði það, áður
en ég vissi hvernig komið var fyrir sjálfri mér.“
Framhald í næsta blaði.
Allir ruddust með glös sín að vasanum, hrópandi og flissandi, og sumir veinuðu af hrifningu.
VflCAN 17