Vikan


Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 18
 :í •■' Ný tízkuverzlun Flestar konur muna eftir litlu tízkuverzluninni. sem var opnuð í Pósthússstrreti fyrir u. þ. b. ári. Fæstar vissu, hvað hún hét. Hún var bara þarna á milli P. Ó. og London, og bær komust að raun um, að þarna var eitt smekklegasta úrval bæjarins af undirfötum. Og verzlunin færðist stöðugt í aukana, jók vöruval til muna (flestar muna eftir garninu, sem fékkst bar), og þar kom, að húsakynnin dugðu ekki lengur. verzlunin óx upp úr þeim. og var það ekki nema eðlilegt, þar sem þau voru 10 fermetrar. Nú hefur verzlunin opnað í annað sinn og það i 80 fermetra húsnæði og nefnist Dðmudeild London. Verzl- unin er þrátt fyrir það á saraa stað, galdurinn er i því fólginn, að kjallarinn hefur verið innréttaður mjög ný- tízkulega og smekklega, en teikningu af innréttingunni gerði Halldór Hjálmarsson. Allt og sumt, sem viðskipta- vinir þurfa að gera, er að labba niður stigann og þá geta þeir valið úr kjólum, undirfötum, peysum, sokkum, blússum, ullargarni og fjölda annarra hluta. Verzlunin hefur aðallega upp á bandarísk undirföt að bjóða. Uppi verður mikil áherzla lögð á sokka, og verður reynt að hafa sem mest úrval af þeim og hafa þá sem ódýr- asta. Verzlunarstjóri er Fanney Helgadóttir, en eigandi er Ketill Axelsson, sem jafnframt er eigandi tóbaksbúðar- innar London. Vafalaust munu flestar konur fagna þess- ari verzlun, sem framvegis mun reyna að hafa einungis hið bezta á boðstólum, og jafnframt mun hún að okkar dómi stuðla að auknum menningarbrag á verzlunum hér, bæði um innréttingu og afgreiðslu. + Ein hárgreiðslustpfan enn, Perma, var að opna, en þar sem okkur fannst við hafa heyrt nafnið áður, gerðum við okkur ferð inn eftir. Jú, mikið rétt, stofan hafði starfað í 2 ár, en ekk5 fengið leyfi til að opna formlega vegna ónógra húsakynna. En nú hefur hin myndar- legasta viðbygging bætzt við húsið að Garðsenda 1. En þar biia þau hjónin Arnfríður ísaksdóttir, sean jafnframt er eigandi hár- greiðshistofunnar, og maður hennar, óskar Ólafsson málarameistari. Við spyrjum Arnfríði nokkurra spurninga, meðan Ijósmyndarinn smeliir af. — Hvernig hefur starfsemin gengið, Arnfriður? — Alveg prýðileg-a, ég hef varla við. Fyrst ættaði ég nú ekki að starfa, fyrr en allt væri komið í lag, en það var alltaf verið að biðja mig að leggja o.s.frv. Nú erum við fjórar á stofunni, tveir lærlingar, og höfum nóg að gera. — Er ekki mikil eftirspurn eftir að komast i læri? — Jú, mikil ósköp, síminn þagnar varia, og svo verður maður PERMA margar hárgreiðslustofur starfandi í bænum? — Þær eru liklega ura 30 fyrir utan það, sem er í heimahúsum. — Og alis staðar er nóg að geTa? — Já, það hefur aukizt svo mikið, að konur láti hugsa nm hár sitt, og þær sýna miklu meira vit og skilning á þessu en áður. — Hver er nú aðaltizkan sem stendur? — Ja, það er stutt hár, það láta allir klippa sig. Og svo er skol- að og þá helzt upp úr rauðieitu. Litanir eru að mestu leyti úr sög- unni og sömuleiðis „túberingarnar". — Hvað er ykkur hárgreiðslukonunum verst við, þegar konur koma til ykkar, — ég meina, hver er aðalvitleysan, sem þær gera? — Að láta klippa sig hjá rakara, held ég. Okkur er meinilla við það. Annars legg ég svo mikið upp úr klippingum og hef meðal annars sérhæft mig i barnaklippingum. — Við hverju vildurðu svo helzt vara ungar stúlkur i sambandi við hársnyrtingu? — Það er að nota hárskol mikið eða réttara sagt láta það liggja lengi í. Þessi skol eru yfirleitt miklu sterkari en þær gera ráð fyrir. Og t.d. Poiy Color er miklu sterkara en það er auglýst vera. Við þökkum Arnfriði fyrir góðar upplýsingar og stöndumst freist- inguna að láta klippa okkur, þegar við göngum fram hjá glaesileg- um nýklipptum dömum, sem koma í ljós undan þurrkhjálmunum. helzt að taka alla i fjöl- skyldunni lika. Það bæt- ist ein við í haust, frænka min. •— Hvað ætli séu Arnfríður ísaksdóttir. Hinn enski listfræðingur, Sir Kenneth Clark, var baöinn um að skilgreina hinar ýmsu stefnur málaralistarinnar og gerði það svona: Það má skipta málurum í fimm flokka — þá, sem mála það sem þeir sjá — þá, sem mála það sem þeir halda að þeir sjái — þá, sem halda að þeir sjái það, sem þeir mála — þá, sem halda, að þeir máli það sem þeir sjá — og þá, sem halda, að þeir máli. Þessir fræknu veiðigarpar heita örn Oddgeirsson og Þór Fannar, báðir kaupamenn í Hallgeirsey í Landeyjum. Þeir standa þarna berfættir á Landeyjarsandi og hampa bráðinni, og satt að segja munar ekki miklu á stærðinni. Selina rotuðu þeir með spýtum; það hlýtur að vera nokkuð kostu- FÓLK Á FÖ 1B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.