Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 21
k
i
Hressilegur göngutúr í regnkápu og bomsum örvar
blóðrásina og nærir húðina og gerir hana ferska og
skæra. Rólegum stofugris finnst kannski, að honum
líði ágætlega, en kyrrlátt innllf gefur ekki húðinni
það eðlilega magn af olíum, sem á þarf að halda til
að vega upp á móti þurra loftinu í húsum. Þetta var
sem sagt vísindaleg skýring á því, hvers vegna húðin
er svo fersk og falleg eftir útiveru i rigningu, þó að
það séu ekki vorrigningar .
Þegar hárið er slétt og feitt, er skapið venjulega
með versta móti. En það er alls ekki nauðsynlegt að
ganga berhöfðaður í rigningu. Það er til nóg af falleg-
um poplin-höttum með skyggni, sem heldur frá mestu
vætunni, og einnig fást hér skemmtilegir, pokalagaðir
plasthattar, sem eru mjög hentugir í rigningu og hylja
allt hárið nema rétt fremst. En hárið undir hettunni
er fest hátt upp á höfuðið, svo að auðvelt er að greiða
það niður aftur.
í köldu veðri fáið þið rauðar hendur, ef þið notið
ekki handáburð í hvert skipti, sem þið liafið verið
með hendurnar í vatni. Hafið litla flösku með kremi
eða áburði á nokkrum stöðum í húsinu. Setjið meira
en annars staðar á naglabönd, hnúa og úlnliði.
Fæturnir hafa venjulega ekki gott af kulda. Stingið
þeim i volgt sápuvatn á kvöldin, nuddið þá, þangað
til þeir eru vel þurrir. Nuddið svo með oliu eða feitu
kremi frá tám upp að hnjám. Hreyfið tærnar og liðkið
þær.
Ef þið hafið blotnað í fæturna, skuluð þið skipta
um sokka og skó eins fljótt og unnt er, drekka flóaða
mjólk, te eða eitthvað þess háttar, fara í heitt bað, ef
það er unnt. Þá komizt þið frekar hjá slæmum afleið-
ingum.
Munið, að á köldum nóttum hefur húðin meiri þörf
fyrir nærandi krem en annars.
Hér er sýnd aðferð við að búa til rósir úr silkibandi. — Þessar
rósir eru mikið notaðar á jóla- og afmælispakka.
1. mynd sýnir, hvernig silkibandið er vafið upp, eins marg-
falt og rósin á að vera þykk.
2. mynd sýnir, hvernig vafningurinn er lagður saman.
3. mynd sýnir, hvernig vafningurinn er aftur lagður saman
tvöfaldur og markað fyrir litlu stykkjunum, sem klippt eru úr.
4. mynd sýnir, þegar litlu stykkin hafa verið klippt úr og
samlitum þræði hnýtt fast um.
Nú er silkibandinu tvistrað úr sínum föstu skorðum fram og
aftur, eins og sést á litlu myndinni á pakkanum. Síðan er sams
konar silkibandi hnýtt um pakkann og rósin að lokum hnýtt
yfir samskeytin. Framhald á bls. 32.
Kannski eigið þið
eitthvað af gömlum
hönzkum, sem þið
eruð orðnar leiðar á,
en vilduð gjarnan
hressa upp á. Þeir
eru líklega allir eins
í sniðinu og flestir ó-
sköp venjulegir. Ef
svo er, þá k!omum
við hérna með
nokkrar tillögur, sem
gætu gert þá dálítið
óvenjulegri. Einnig
er unnt, ef þið eigið
ekki gamla hanzka,
að kaupa ódýra og
venjulega, en gera þá
svo dálítið óvenju-
lega á eftir.
1. Úr stóra gerviblómvendinum, sem þið eigið og hafið stundum á
öxlinni eða neðst á pilsinu eða i beltinu, má taka nokkur blóm.
Eitt blóm eða fáein eru svo saumuð mitt í handarbakið á öðrum
hanzkanum, en nokkur önnur eru saumuð í röð yfir úlnliðinn á
hinum.
2. Þriggja sentimetra breitt fóðurefni í lit, sem á vel við hanzka,
saumað efst innan á hanzkana. Milli hanzkanna og fóðursins er
fest kögur i sama lit og hanzkarnir. Og þið munuð komast að
raun um, að einlitir hanzkar með kögri, — þegar þið hafið
hanzkann alveg upp, og smartir, tvílitir með kögri, þegar þið
brettið hanzkana niður, — er mjög smekkleg uppfinning.
3. Fingerð leggingarbönd eru saumuð í rendur frá úlnlið og fram
á fingurgóma á baugfingri, löngutöng og vísifingri. Með vissum
millibilum er þeim haldið föstum með þversporum í daufum
lit.
Framhald á bls. 43.
vikaní 21