Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 7
Smnsngn eftit $imon Slmnr
HZKAR
Eg skal einhverntíma kenna
þér allt nm utanbordshreyíla
sagði hann. — Það er með þá
eins og konur; það þarf að
beita þá í senn blíðu
og ruddaskap.
brosti hún allt i einu til hans.
— Hm ... það skyldi þó ekki vera, aö eggin séu geymd niöri i
kjallara?
Hann opnaði hurðina að kjallaraganginum.
— Langar yður ekki í egg lika? kallaði hún á eftir honum.
— Uss ... hvfslaði hann og gaf henni bendingu um að hafa lægra.
— Þér vekið alla i husinu. Svo kom hann aftur að vörmu spori með
eggjakörfu i hendinni.
— Getið þér sneitt lauk? spurði hún.
■— Ætli það ekki. Það getur varla verið svo mikill vandi, svaraði
Finnur og leit ekki beinlinis hýrt til hennar.
— Þarna 'þá, sagði hún og ýtti nokkrum smálaukum til hans með
annarri hendi, um leið og hún rétti honum hnifinn.
Andartaki siðar sá Finnur sér nauðugan þann kost að þurrka tárin
úr augunum með jakkaerminni. Um leið bölvaði hann i hljóði.
— Þurfið þér að nota allan þennan lauk? spurði hann.
— Já, og það er sfzt of mikið. Hún setti smjör á pönnuna. — Eln
hvað er þetta? spurði hún og hló dátt. — Þér eruð farinn að hágráta.
Kveikið yður i sigarettu, og sneiðið svo laukinn undir vatnsbununni.
Þá gengur það betur ...
Eftir svo sem tiu minútur stóðu diskarnir á eldhússborðinu, en sjálf
stóð Júlfa með koliinn inni i isskápnum og gramsaði bar i flöskum.
— Takið þér mannlega á móti, sagði hún og rétti tvær ölflöskur aftur
fyrir sig.
— Það litur út fyrir, að þetta verði veizla, varð Finni að orði, þegar
þau voru setzt við borðið. — Mig minnir, að Lilian segði, að þér kynnuð
ekki að matreiða.
— Það kann ég ekki heldur, svaraði hún. — Það eru bara fáeinir
réttir, sem mér finnast Tostætir, og þá kann ég að sjálfsögðu að mat-
reiða, að minnsta kosti þegar svo ber undir.
— ,Tá, einmitt. — Finnur tók rösklega til matar sins.
Skál, mælti Júlía, um leið og hún Tyfti ölflöskunni og drakk af
stút. — Hvað heitið þér annars?
— Finmir Broe, svaraði hann, og það vor ekki laust við móðgunar-
hreim f röddinni. — Þér hafið sennilega gleymt því, að við höfum sézt
áður.
Jæja, höfum við sézt áður? Ju, gott, ef ekki er. f skemmtigarð-
inum fyrir fjórum árum, er ekki svo? Þér voruð i fylgd með þeim
Mogens og ...
— Onei, ekki var það nú ...
—• Hvar var það þá?
— í brúðkaupi systur yðar. Ég gerði tilraun til að fá að dansa við
yður, en það bar ekki neinn árangur, sagði hann — dáiitið háðslega.
— Jæja, svo að þér eruð kunningi mágs mins og systur minnar?
— Uétt til getið ... Hann bar ölflöskuna að munni sér. Hún gaf
honum hornauga.
— Ætlið þér að verða hérna eitthvað?
— Já, ef yður reynist það ekki á móti skapi. Framhald á bls. 26.
VIXAN 7